Feykir


Feykir - 04.09.2002, Side 4

Feykir - 04.09.2002, Side 4
4 FEYKIR 29/2002 Uppbyggjandi starf á skagflrskum heimilum Meðal gesta á þýskum dög- um á Hvammstanga um síð- ustu helgi var þýski sendi- herrann, dr. Hendrik Dane. Þar frétti hann af starfsemi á vegum landa sinna sem fram fer í Skagafirði, en á þrem bæjum í héraðinu er annast uppeldi þýskra ungmenna, á Fitjum, í Litlu-Gröf og í Glæsibæ. Fjögur ungmenni eru á hverjum þessara bæja. Þetta uppeldisstarf er í sam- vinnu við Martinsverk ung- linga- og uppeldisheimili í Schmallenberg í Þýskalandi. Upphafið má rekja til ársins 1997 að unglingstúlku var komið fyrir í Glæsibæ hjá þeim Ragnhciði Björnsdótt- ur og Friðriki Stefánssyni. Þýski sendiherrann fór í heimsókn á þessa bæi sl. sunnudag ásamt Brittu Fladung uppeldisffæðingi og stjórnanda unglingaheintilisins Mart- inswerk, og nokkrum öðrunt löndum sínum. „Ég er mjög ánægður með þessa starfsemi hér. Það er greinilegt að hér líð- ur mínum ungu löndum vel. Það sést greinilega á þeirra yf- irbragði og mér sýnist þeir vera á réttri leið”, sagði Hendrik Dane sendiherra. í Martinswerk eru 200 ung- lingar, og þar af eru 14 á ís- landi, auk þeirra tólf sem eru í Skagafirði eru tveir á sitthvor- um bænum á Suðurlandi. 1 Martinswerk eru ungling- ar sem einhverra hluta vegna hafa farið út af sporinu í samfé- laginu og þurfa aðstoð til að ná fótfestu í lífinu. Ástæðan fyrir því að þessum unglingum var útveguð dvöl og uppeldi á ís- landi, er sú að þeir brutust ætíð út úr þeim ramma sem þeim var settur á unglingaheimilinu og voru ekki virkir í starfi þar. Því þótti nauðsynlegt að senda þá í einangraðra umhverfi, og var ísland iyrir valinu. Britta Fladung uppeldis- fræðingur og stjómandi í Mart- insverk sagði í samtali við Hcimilisfólkiö í Glæsibæ ásamt þeim Christian Spratte á Fitljum tengiliðs Martinsvverk unglingaheimilisins hér á landi og Brittu Fladung stjórnanda heimilisins. Frá vinstri talið: Tim Tizmann, Ragnheiður Björnsdóttir, Christian Spratte, Ricardo Albert, Britta Fladuug, Andreas Singh, Friðrik Stefánsson og Marcel Singh. Setið að spjalli yfir miðdagskaffinu í Glæisbæ: Andreas Singh, Hendrik Dane sendiherra, Ragnheiður Björnsdóttir, Friðrik Stefánsson, Ricardo Albert og Britta Fladung. Feyki að árangurinn hafi verið góður af samvinnu við skag- firsku heimilin. í 80% hafi unglingamir sýnt góðar fram- farir og ekki að sjá annað en þessir unglingar hafi náð fót- festu í lífinu og geti séð um sig sjálfir. „Það sem er mikilvægast er að þeir lifi reglubundnu lífi og geti skipulagt sitt líf sjálfir. Auk þess að hér eru unglingarnir í einangraðra umhverfi en í Þýskalandi, er hér mögulegt að skapa þeim eðlilegra líf en á unglingaheimilinu. Þá er á- byggilega mjög mikilvæg þau persónulegu tengsl sem mynd- ast við heimilisfólkið og öryggi sem það veitir. Það virkar trú- lega betur á unglingana en fjöldi starfsmanna og þar sem vaktakerfi em í gangi. Þessum unglingum hér virtist ekki vera Minjadagur Evrópu og Þingeyrar Helgina 7. - 8. september n.k. gefúr Fomleifavernd ríkisins almenningi kost á að skoða og sjá minjastaði sem tengjast fiskveiðum og siglingum og njóta við það leiðsagnar sérfræðinga. Tilefnið er „menningarminjadagar Evrópu (The European Heritage Days) sem efnt hefur verið til að frumkvæði Evrópuráðsins og með stuðningi Evrópubandalagsins ffá ár- inu 1991. Menningarminjadeginum er ætlað að vekja athygli á áþreifanlegum minjum sem liðnar kynslóðir hafa látið eftir sig og þeirri menningararfleifð sem íslenskt nú- tímaþjóðfélag byggir á. Sérfræðingar verða til staðar á stöðunum sjö, miðla af þekkingu sinni um minjastaðina og skipt- ast á skoðunum við þá gesti sem þess æskja. Islendingar hafa tekið þátt í menning- arminjadegi Evrópu ffá 1998. Á þeim tíma hefúr verið efht til kynningar á hús- um í húsasafhi Þjóðminjasafhi íslands, gerð farandsýning um fomleifauppgrefti, efnt til málþinga um minjavörslu og kynntar menningarminjar víða um land. í ár mun Fomleifavemd rikisins vekja athygli á minjum um hagsögu þjóðarinn- ar, minjum sem tengjast fiskveiðum og siglingum. Á minjasvæði Norðurlands vestra verða kynntar leifar á Þingeyrum í Austur- Húnavatnssýslu sunnudaginn 8. septem- ber. Á Þingeyrum em þrír ffiðlýstir minjastaðir: þingstaðurinn, túngirðing og tóffaleifar og í Stígandahrófi naust, sem er á dálitlu nesi við Húnavatn skammt norðaustan við bæinn. Stigandahróf dreg- ur nafn af skipi Ingimundar gamla, land- námsmanns og segja munnmæli að Ingi- mundur hafi þar lagt skipi sínu, Stíganda, er hann kom til landsins í öndverðu. Þór Hjaltalín, minjavörður mun hefja dagskrána inni í Þingeyrarkirkju kl. 14.00 með erindi um minjamar, en sérstaklega verður fjallað um Stígandahróf, þar sem menningarminjadagurinn er að þessu sinni helgaður minjum er tengjast sjónum. Að erindi loknu verður gengið um minja- svæðið. Þór verður á staðnum milli kl. 14.00-16.00. (Upplýsingar í símum: 8697203/8654033). mögulegt að bjarga við þær að- stæður sem við höfúm út í Þýskalandi”, sagði Britta og miðað við þann árangur sem náðst hefúr, býst hún við að starfið haldi áffam hér á landi, að svipaðri stærðargráðu og það hefúr verið undanfarið. Þau Ragnheiður og Friðrik segja það mjög gefandi að vinna með unglingunum, en þeir dveljast hjá þeim ffá hálfú ári og upp í tvö og hálft ár. Þeir fá að taka þátt í bústörfúnum og hjálpa til við heimilisstöf- inu, en fá auk þess kennslu hjá kennara sem starfar í tengslum við heimilin í Skagafirði. „Við reynum að fylgja þeim eins vel út í samfélagið og við getum. Þetta hefúr gengið á- gætlega. Stundum fæ ég það á tilfinninguna að við höfúm verið heppin með krakka, því þetta eru bara ósköp venjuleg- ir unglingar sem hafa farið út af sporinu. Við reynum að hjálpa þeim að ná fótfestu í lífinu og ég held við höfúm von í þeim öllum”, segir Ragnheiður. „Við sýnum þeim líka traust og þeir hafa aldrei brugðist því. Þegar við forum t.d. á Sauðár- krók, segi ég þeim að mæta á ákveðnum tima að bílnum aft- ur og þeir hafa alltaf staðist þau tímamörk”, segir Friðrik Stef- ánsson í Glæisbæ. Ragnheiður sagði að það væri lika mikill styrkur fyrir alla aðila, að hafa jafii traustan og góðan tengilið að störfúm í héraðinu, og Christian Spratte á Fitjum, en hann hefúr einnig umsjón með heimilinu þar.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.