Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 5
44/2002 FEYKIR 5
„Minningarnar um jólahald hér í Vík eru
meðal minna kærustu bernskuminninga“
„Ég gæti trúað að fólk taki alltaf talsvert mið af sínum
bemskujólum. Það séu einhverjir hlutir tengdir minningu
þeirra sem sveipa jólunum þeim blæ sem fólk vill gjam-
an hafa í kringum sig á þessum tíma. Mér finnst t.d. að
jólin séu að koma þegar ég er búin að setja upp veggtepp-
ið sem Guðbjörg heitin föðursystir mín gerði á sínum
tíma, gaf fjölskyldunni og hefúr fylgt þessu heimili síð-
an. Hún var ein af þessum manneskjum sem lífgaði allt
upp í kringum sig, útbjó allar jólagjafimar sjálf og allt var
svo vel gert hjá henni“, sagði Ingibjörg Hafstað húsffeyja
og bóndi í Vík þegar blaðamaður Feykis leit í heimsókn
núna fyrir nokkrum dögum. Ingibjörg er ein af þeim
sveitakonum sem jaföan hefúr haft nóg í að líta fyrir jól-
in og annaðist um árabil kennslu með bústörfönum, auk
þess að vera á tímabili á kafi í sveitarstjómarmálunum.
Ingibjörg Hafstað bóndi og húsfreyja í Vík.
„Við erum búin að búa í 30
ár í Vik. Já ég kenndi í samtellt
20 ár, en aldrei fúlla kennslu,
alltaf eftir hádegið. Búskapur-
inn hefúr verið aðalstarfið, en
við vorum með bamaheimili í
15 sumar. Það var bara þannig
að það var ekki hægt að lifa af
búskapnum einum þessi ár.“
- Var það á planinu á sínum
tíma að gerast bóndi?
„Nei það kom óvænt. Ég
hafði ekki leitt hugann að því
og fannst það ffáleitt í fyrstu,
en þetta hefúr gengið ágætlega
þrátt fyrirþað. Maðurinn minn,
Sigurður Sigfússon, var áhuga-
samur að prófa búskapinn þó
svo að hann hefði aldrei verið
í sveit. í dag finnst okkur það
forréttindi að vera við búskap
og hafa glímt við þetta, þó það
væri sjálfsagt hægt að finna sér
fyrirhafharminni störf, þá hef
ég gaman af búskapnum og að
umgangast skepnur.“
Jólaboðið allan daginn
Hvemig em jólin?
„Ósjálfrátt ber maður jólin
núna saman við berskujólin,
þau sem maður var alin upp
við. Þá man ég allt aðra tið.
Þegar ég var krakki þá fékk
maður t.d. ekki ávexti fyrr en
um jólin og minningamar um
jólahald héma í Vík em meðal
minna kæmstu bemskuminn-
inga. Það var mikið gert fyrir
okkur bömin. Afinn var héma
á heimilinu þannig að þetta var
eginlega ættarmiðstöð. Haldið
stórt jólaboð, yfirleitt á jóladag,
og þá var samankomið frænd-
fólkið úr nágrenninu, frá Útvík,
Gýgjarhóli og Messuholti.
Þetta boð stóð nánast allan
daginn, byijaði með kaffiveit-
ingum, kökum og tilheyrandi.
Það var mikið sungið og dans-
að i kringum jólatréð. Bænd-
umir fóru svo til gegninga
þegar leið á daginn en komu
svo aftur, og svo hélt þetta
áffarn ffam á nótt, matarveisla
um kvöldið. Svo var farið í
jólaleiki sem fram á þennan
dag hafa verið vinsælir, svo
ffamarlega sem einhver böm
hafa verið til staðar. Það er t.d.
leikur sem heitir „að pottloka",
að leika bókarheiti og mikið
spilað spil sem við kölluðum
„upp og niður“. Þar geta óend-
anlega margir tekið þátt, þar
sem að hægt er að setja saman
fleiri spilastokka efir því sem
þátttakendum fjölgar.
Allir á barnaballið
Föðurfólk mitt var mjög
glaðsinna og hafði gaman af að
skemmta sér og öðmm. Á
þessum tíma var mikið félags-
líf í sveitinni og samgangur
mikill milli bæja. Það var
bamaball milli jóla og nýárs og
þar vom ekki bara bömin og
foreldramir, heldur allir
hreppsbúar. Ég man eftir
mörgu öldmðu fólki á þessum
böllum. Það hefúr margt breyst
síðan.
Jólin í dag em affur á móti
fremur róleg. Við erum bara
orðin tvö og höldum jól með
foreldrum mínum sem búa í
Hávik hér fyrir ofan. Reyndar
emm við búin að fá soninn
„heim“. Hann býr á Króknum
og bara það að eiga bamabam
breytir heilmiklu. Ég er farin
að hugsa um hvað getur glatt
litla drenginn.
En það þarf jafnt að sinna
verkum á jólum sem aðra daga.
Jólahaldið verður ósjálffátt
minna þegar ekki em böm á
heimilinu og ég er ekkert að
stressa mig í jólaundirbúningn-
um, geri bara það sem mér
finnst skemmtilegt. Mér finnst
t.d. mest gaman að gefa kökur
og konfekt á jólafostunni. Á
jólunum er fólk svo mett að
það hefúr tæpast neina list.
Ég hlakka samt alltaf mikið
til jólanna. Mér líður vel með
þau í svartasta skammdeginu,
jólunum fylgir birta og ylur og
fólk gefur sér ffekar tíma til að
hittast, senda hvert öðru gjafir
og góðar óskir gefa manníífinu
gildi.“
Þekkti sokka sveinsins
Trúðir þú lengi á jólasvein-
inn?
„Ja það hefúr verið til sex
eða sjö ára aldurs. Ég man það
alveg eins og það hefði gerst í
gær, þessari hræðilegu stað-
reynd að jólasveinninn væri
bara í plati og vonbrigðunum
sem því fylgdi. Það var þegar
ég þekkti sokkana hans pabba
á jólaballi í Melsgili. Við systk-
inin gáfúm honum köflótta
sokka í jólagjöf. Jólasveinninn
á ballinu var ofsalega skemmti-
legur að vanda, þangað til ég
rak allt í einu augun í köflótta
sokkana sem hann var í innan
undir. Þá rann upp fyrir mér
ljós og eftir það fannst mér
hann ósköp hallærislegur þessi
jólasveinn.
Á nýársdag var svo boð á
Gýgjarhóli þar sem afabróðir-
inn bjó. Sumir kannski svolít-
ið þreyttir eftir gærdaginn, en
ég tel mig mjög lánsama að
hafa upplifað svona skemmti-
lega æsku þar sem mikið var
lagt upp úr jólunum með böm-
unum og fyrir bömin. Það var
ekki verið að leggja mikið i
jólagjafir, enda ekki efni til
þess, en við fengum að vera
með í öllu.
Of snemma af stað
Mér er það minnissætt varð-
andi ávextina sem vom sjald-
séðir nema á jólum, að einu
sinni voru settar tvær skálar á
borðið heima með ávöxtum og
maður mátti borða eins og
manni lysti. Ég borðaði svo
mikið að ég varð veik, en nú
fúlsa böm við eplum á jólum.“
Hvemig líst þér svo á allt til-
standið vegna komu jólanna?
„Mér finnst það skiptast
nokkuðí tvö hom. Maður hittir
fólk sem ofbýður þetta kapp-
hlaup og er að reyna að draga
úr þessu óhófi og leggja meira
upp úr því að gera jólin að
notalegri fjölskylduhátíð, þar
sem fólk nýtur nærvem og hlý-
leika. Svo eru hinir sem taka
þátt í þessu af fullum krafti,
kannski meira af kappi en for-
sjá.
Mér fínnst alltof snemmt að
setja upp ljós og skreytingar og
byrja þessa sölumennsku um
miðjan nóvember. Ég held við
eigum heimsmet í þessu. Hins-
vegar er yndisleg þessi ljósa-
dýrð í kringum jólahátíðina.“
ÁBURÐARPÖNTUN 2003
Kaupfélag Skagfirðinga minnir
áburðarnotendur
sumarsins 2003 á
að senda pantanir sínar fyrir 20.des.
svo beir nióti 5%
pöntunarafsláttar.
Þá eru væntanlegir kaupendur
sérstaklega hvattir
til að kynna sér vel þau verð sem
á markaðinum eru.
Vanti einhverja pöntunarblöð
eru þau fáanleg í Versluninni Eyri.