Feykir


Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 10

Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 10
10 FEYKIR 44/2002 „Við vorum eins og ein fjölskylda á Hælinu“ Spjallað við Sigurstein Guðmunndsson lækni á Blönduósi um viðburðarríkt æviskeið Nafii Sigursteins Guðmundssonar læknis á Blöndu- ósi kom fljótlega í hugann þegar velja þurfti viðmæl- anda í aðalviðtal jólablaðs Feykis. Það kom þó á dag- inn að fyrir fjórum árum birtist við hann viðtal í Heima er best sem Birgitta á Löngamýri skrifaði, og er stuðst við það viðtal að nokkm leyti, stuttir kaflar teknir orðréttir þar upp, en þetta viðtal er samt mikið til að allt öðrum toga en það fyrra. Það var gaman að koma á heimili Sigusteins og sambýliskonu hans Kristínar Ágústsdóttur sunnudag einn á jólaföstunni. Sigursteinn, sem nýlega komst á 75. aldursár, er fyrir nokkru hættur læknisstörfum, en sýnilegt er að krafturinn er nógur og áhugamálin til staðar. Þegar talið berst að þeim koma viprur í kring- um munninn og augun gneista eins og hjá unglingi sem er að fara út í keppni. Sigursteinn var líka nýbú- inn að framleiða myndabönd handa vinum sínum hjá Heilbrigðisstofhuninni á Sauðárkrókii, þannig að gest- urinn var notaður sem póstur í bakaleiðinni. ,» mjjag sH Svo vitnað sé í orð Birgittu í „Heima er best“ viðtalinu þá hefur Sigursteinn í áratugi verið helsta stoð Húnvetninga í heilbrigðismálum hér- aðins. „Hann hefur hjálpað okkur og læknað sem höfum til hans leitað og einnig verið góður vinur, en það er einn besti kostur manns í starfi sem þessu. Hann er afar hlýr og skilnings- ríkur maður sem auðvelt er að leita til og treysta“, segir Birgitta. Sigursteinn fæddist á Nýlendugöt- unni í Reykjavík 16. nóvember 1928. Þegar hann var nokkra mánaða fluttu foreldramir, Guðmundur Valdimar El- íasson og Sigurlína Magnúsdóttir að Lækjargötu 14 í Hafnarfirði og undir Hamrinum ólst Sigursteinn upp. Leið- in lá í Lækjarskólann sem er hinum megin við lækinn, þaðan í Flensborg- arskólann og síðan í Menntaskólann í Reykjavík, þar sem hann útskrifaðist sem stúdent. Á æskuárunum í Hafnar- firði var Sigursteinn mikið í íþróttum og einn margra sem naut leiðsagnar Hallsteins þess þekkta íþróttaffömuð- ar. „Já ég er gaflari. Það var ómetan- legt fyrir okkur strákana hvað Hall- steinn Hinriksson gerði fyrir okkur. Maður kann enn betur að meta það núna á fullorðinsárum. Ég var mikið í fijálsum iþróttum og lika í knatt- spymunni. Það vom stökkin sem var mitt uppáhald og ég tók þátt i íslands- mótum. Við vorum í langstökki og þrístökki og ég heillaðist lika af stangarstökkinu. Hallsteinn var líka stangarstökkvari og maður horfði á hann æfa sig á svæðinu við Lækjar- skólann, en við vorum þar nágrannar. Það var ekki eins mjúk lendingin í þá daga og nú er fyrir stangarstökkvar- ana, bara hörð sandgryfjan. Kennslan varö aö hjónabandi „Ég gifti mig þann 17. júní 1950, eða sama dag og ég varð stúdent. Konan mín hét Birgitta Leuschner, ættuð frá Köningsberg í Austur Prúss- landi. Fjölskylda hennar hafði misst allt sitt í síðari heimsstyijöldinni og flúið undan Rússunum í lok stríðsins í Lubeck, sem þá tilheyrði V-Þýska- landi. Birgitta kom hingað til lands 1949 á heimili Guðmundar í. Guð- mundssonar, sem þá var sýslumaður og bæjarfógeti í Halharfirði og konu hans Rósu Ingólfsdóttur. Þau bjuggu á Brekkugötu 13 ekki ýkjalangt frá mínu heimili. Það æxlaðist svo þannig að ég átti að kenna henni íslensku og hún mér þýsku í staðinn. Það er ekki að orðlengja það að áður en árið var liðið hafði sýslumaðurinn gift okkur. Við bjuggum fyrstu þijú árin heima hjá foreldrum mínum, en síðan fengum við leigt á Hólabraut 6 í Hafh- arfirði, vorum þar um tíma, og síðan á Engjabergi skammt ffá Sólvangi, þar sem við áttum heima þangað til við fluttam norður á Blönduós. Við eignuðumst þijú böm: Matthí- as, Rósu Margréti og Guðmund Elías, auk þess sem um tíma ólst upp hjá okkur Martína dóttir mágkonu minn- ar. Birgitta eiginkona mín var mjög ís- lensk í sér og tók fljótlega upp föður- nafnið Vilhelmsdóttir. Hún hafði mik- inn áhuga á starfi mínu hér og vann töluvert að félagsmálum, svo sem í krabbameinsfélaginu þar sem hún var mjög virk. Við áttum mjög góð ár saman en Birgitta lést 6. janúar 1995, eftir stutta sjúkdómslegu. Ferðin til Blönduóss Það var seint í febrúar 1959 sem við fórum norður fjölskyldan, til Blönduóss til að starfa með Páli Kolka héraðslækni. Ferðin norður var okkur hjónunum sérstaklega minnisstæð. Við lögðum af stað á Volkswagen bif- reið em ég átti og fékk ég bróður minn með á ágætum Vipon jeppa sem var með drifi á öllum hjólum. Við drifúm okkur af stað þrátt fyrir að veðurspáin væri ekki góð. Þegar kom i Hvalfjörð- inn tók að snjóa og í Borgarfirðinum var erfitt að komast áffam fyrir snjó. Við komumst þó við illan leik upp í Fomahvamm og gistum þar um nótt- ina. Morguninn effir var okkur sagt að Holtavörðuheiðin væri með öllu ófær. Við létum það þó ekki á okkur fá, bundum Volksvagninn aftan í Vipon- inn og lögðum af stað. Það gekk á ýmsu í þessari ferð en engin slys urðu þó. Þegar við komum í Hrútaíjörð skánaði færið og til Blönduóss komumst við um kaffíleytið. En þó að þessi fýrsta ferð norður til Blönduóss gengi hægt, þá hefur dvölin hér verið farsæl. Það hefúr mikið breyst ffá þessum tíma. Vegna samgangna var erfitt fyr- ir okkur lækna út um landið að senda sjúklinga frá okkur. Því var það oft ráðið að hjálpast að. Ólafúr Sveinsson kom t.d. oft ffá Sauðárkróki og hjálp- aði mér við erfiðar aðgerðir. Ég kom fýrst hingað til Blönduóss sem aðstoðarlæknir og var þá í fimmt- án mánuði, til 1. júní 1960. Þá fór ég vegna tilmæla Vilmundar Jónssonar landlæknis vestur á Pctreksfjörð, til að leysa þar af, en það má segja að við Hannes Finnbogason sem þar var hér- aðslæknir höfúm haft vistaskipti. Páll Kolka sagði héraðinu lausu ffá 1. júní þetta ár. Hannes fékk veitingu fýrir héraðinu og ég hafði hugsað mér að starfa með honum. Kristján Sigurðs- son sem fékk Patreksfjörð var í eins árs leyfi og það var að þeim sökum sem landlæknir mæltist til þess að ég færi vestur. Það var mög lærdómsríkt en jafn- framt erfitt að starfa fýrir vestan. Til dæmis lenti ég tvisvar í því að fram- kvæma keisaraskurð, en það hjálpaði að Hannes var búinn að þjálfa upp að- stoðarfólk í sinni tíð, m.a. aðstoðaði sóknarpresturinn séra Tómas Guð- mundsson mig við svæfingar í fjölda aðgerðum. Á vegamótum Eftir að þessari ársdvöl okkar á Patreksfirði lauk hélt ljölskyldan til Kiel í Þýskalandi. Ég hafði hlotið styrk ffá þýska ríkinu til ffamhalds- náms í kvensjúkdómum og fæðingar- hjálp við háskólasjúkrahúsið i Kiel og ætlaði þar að ljúka sémámi. En margt fer öðra vísi en ætlað er, eftir eins og hálfs árs dvölí Kiel bárust okkur þær fféttir frá Blönduósi að héraðið væri laust. Þama stóð ég á vegamótum. Okk- ur bárust bréf að heima og ég var óspart hvattur til að sækja um. Meðal þeirra sem hvöttu okkur voru Kolka- hjónin, en þeim var mikið í mun að við kæmum norður. Þetta var stór á- kvörðun. átti ég að hætta námi, en fjölskyldan var mjög fús að fara heim. Það var lokaákvörðunin og þegar ffú Björg Kolka ffétti þetta skrifaði hún mér og sagði: „Ég hef heitið á Blönduóskirkju, að þú fáir héraðið, og hingað til hefúr Blönduóskirkja aldrei svikið mig. Þann 28. nóv. 1962 fékk ég staðfestingu þess efnis að ég hefði hlotið embættið. Það ríkti mikil gleði hjá ijölskyldunni, 5. des var búslóðin komin af stað til íslands og við kom- um hingað til Blönduóss 13. desem- ber. Þess skal að lokum geta varðandi mitt læknanám að mér fannst alltaf að ég yrði að ljúka þeirri sérgrein sem ég

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.