Feykir


Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 14

Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 14
14 FEYKIR 44//2002 Ömmur hafa alltaf nógan tíma Agnar á Miklabæ rifjar upp bernskuminningar vestan frá Bolungavík Ég er að vestan eins og kannski flestir vita. Ég er uppvaxinn í Bolunga- vík og þar hófst líf mitt. Ég er fæddur í heimahúsi eins og þá þótti eðlilegt. Hún amma mín fóstraði mig fyrstu mánuði ævi minnar og þess vegna hef ég líklega svo lítið tímaskyn. Ömmur hafa nefhilega alltaf nógan tíma, það er gott að hafa lítið tímaskyn. Reyndar er konan mín stundum pirruð á mér á sumrin þegar ég kem inn á sumardegi og tel mig vera að koma í kaffi en þá er klukkan kannski að verða sjö. Ein- hver sagði að ég ætti að sjá hvað tíman- um liði með því að horfa á sólina, en ég hef verið lengi að ná áttunum hér í Skagafirðiog ætlaég ekki að reyna að lýsa angist minni þegar ég var hér fyrsta sumarið mitt fákunnandi í véla- stússi og hafði aldrei bakkað með vagn. Hann Stefán nágranni minn var þá oft að segja mér til þegar ég bakkaði inn í hlöðuna og upplýsingamar , sem ég fékk vom kannski „örlítið austar“ eða „talsvert vestar“ eða „koma beint suð- ur en stefna þó örlítið í austur“. Þetta var erfitt fyrir mann, sem hvorki haföi náð áttum né kunni að bakka með vagn. En þetta var nú útúrdúr. r Eg man fyrst eftir mér þegar ég var barn, liggjandi í vöggu. Ég man hvað það var gott að vera bam; maður þurfti ekki einu sinni að hafa áhyggjur af því að setjast upp. Ein sterkasta minning mín er af vori, vori í þorpi og þessari finu vorlykt, sem hvergi er til nema í litiu þorpi. Og þessi lykt af vori bland- aðist lykt af tjöm. Þegar karlamir fóru að tjarga bátana að neðan þá var vorið komið. Þetta var heimur okkar strákanna. Ég man varla eftir því að það hafi nein- ar stelpur verið til, þegar ég var bam, nema auðvitað systur mínar, en það var nú bara eitthvað sem var. Ég var snemma notaður í sendiferð- ir og fast á hverjum morgni var að sækja mjólkina, eins og það var kallað. Heima hjá mér voru til tveir brúsar, sá litli og sá stóri. í minningunni vom þetta ógnar gímöld og þung; ég sá þessa brúsa fyrir tveimur árum og þetta voru smá brúsar, 2 lítra og 4 lítra. Ég man að stundum var mjólkin skömrnt- uð, kannski hálfúr lítri á bam og ekkert fyrir fúllorðna. Þetta vom góðir dagar og létt að bera mjólkina heim. Svo var að sækja brauðið. Það var bakari heima i Bolungavik og það var langt að labba til hans. Ég man að stundum stalst maður til að kroppa í endann á rúg- brauðinu á heimleiðinni, fékk alltaf áminningu en sagan endurtók sig alltaf, lyktin var svo lokkandi. r I minningunni fór ég í skóla á eðli- legum tíma og varð strax læs og fór að lesa mér til gagns. Ég nefndi þetta við móður mina fyrir fáum ámm, hvað ég væri hissa á allri þessari sérkennslu, fólk væri svo seint að verða læst en þetta hefði ég strax orðið læs. „Guð hjálpi þér að segja þetta, Agnar minn, við héldum að þú ætlaðir aldrei að verða læs og heföir sjálfsagt aldrei orð- ið það nema af því við fengum hann Kitta Kitt. til að kenna þér. Mig rámaði í þetta. Kitti Kitt. var gamall aflaskip- stjóri í Bolungavík, sem einn daginn fékk þá köllun að höggva allar endum- ar, sem Einar Guðfinnsson átti og hætta sem skipstjóri. Hann útvíkkaði köllun sína og fór að segja tomæmum nemendum til í lestri. Hann hafði í hendi ptjón og hálfhvíslaði stöfúm og síðan orðum í eyra manns og svo þeg- ar lestrinum var lokið las hann fyrir mann tvær blaðsíður úr bókinni Kári litli og Lappi. Ég varð sem sagt læs með bandpijóns sérkennslu. r Eg er alinn upp á ffamsóknarheim- ili og þeir voru fáir í Bolungavík, sem studdu þann flokk. Ami, vinur rninn á Marbæli, verður alltaf glaður, þegar ég segi honum þetta. Ég veit ekki hvort það er vegna þess að hann er svo hissa að frétta að það skuli hafa verið til ffamsóknarmenn í Bolungavik eða kannski er hann feginn því að ég skuli einhvem tíma hafa lifað eðlilegu póli- tísku lífi. En þar sem ég var sonur ffamsóknarmanns var ég látinn bera út Tímann. Það var vont starf, Bolungavík orðin nokkuð stór bær og langt á milli ffamsóknarhúsa og borgað visst fyrir hvert blað. Svo fékk maður þijú auka- blöð, sem maður mátti selja en það gekk auðvitað aldrei. Þá var að reyna að skipta við blaðberana, sem bám út hin blöðin. Þeir sem bám út Moggann vildu auðvitað ekki skipta , en sá eini sem var til viðræðu um viðskipti, var á- gætur vinur minn, sem bar út Alþýðu- blaðið. Mér fannst reyndar að Tíminn setti ofan við að vera skipt fyrir Al- þýðublaðið, en það var þó skárra en að þurfa að henda öllum aukablöðunum. Þegar ég var bam, sá ég einu sinni Þjóðviljann. Við strákamir sáum hann hjá Karvel Pálmasyni, sem þurfti á tímabili að kaupa hann af því hann studdi alltaf Hannibal. Ég man þetta skírt þótt síðan séu liðin 40 ár, en við héldum að blaðið væri hættulegt og þorðum ekki að snerta það; svona vor- um við bláir í þann tíð. Ég hef alltaf haft gaman af jafhrétt- ismálum enda orðið fyrir barðinu á þeim allt mitt lif. Ég á mér uppáhalds- umræðu um jafnréttismál. Hún er ffá hjónum, sem ég var í sveit hjá þegar ég var ungur. Konan fór seinna að vinna í ffystihúsinu og fór í bónusvinnu, eins og það var kallað. Ég spurði hana hvernig henni líkaði. ,,Æ, ég veit það ekki, þær em hálfvitlausar þessar kerl- ingar, þær láta eins og þær eigi enga fyrirvinnu." Bóndi hennar vildi leggja eitthvað til málanna og sagði: „Heyrðu, góða mín, ég hef nú meira að segja heyrt að á sumum heimilum sé það orðið þannig að karlamir em sjálfir famir að taka til föt á sig og ákveða í hveiju þeir ætla að vera. Hvemig heldurðu að þér litist á ef ég færi að fara sjálfúr inn í skáp og taka til föt á mig?“ „Ég mundi nú bara halda að þú værir orðinn mgl- aður og þyrftir að komast til læknis,“ svaraði konan. Mér finnst stundum að Bolvíkingar hafi verið ffamarlega í því, sem nú em kallaðar heildstæðar lausnir. Hér á ég við menntamálin. Við vomm í stórum bekk, 23 böm og þar af tíu óþekkir strákar. Eitt árið var ágæt og mæt kona fengin til að kenna okkur söng einu sinni í viku. Við stákamir létum illa og á þessum vanda var tekið af festu og við strákamir voru reknir úr söngtím- um allan veturinn eftir bara tvo söng- tíma. Þetta þótti sjálfsagt og það eina sem raunhæft væri að gera i stöðunni. Foreldrarnir sögðu kannski: „ Ja, það var nú leiðinlegt að ekki skyldi hægt að hafa strákana í söng. Ég man eftir öðm atviki. Þá var ég að hefja enskunám og eftir mánuð var haldið próf og þeir sem náðu ekki 5 vom látnir hætta. Þetta var nokkuð umdeild ráðstöfún, en látið kjurt liggja. Ég man að ég og félagi minn urðum voða sárir, fengum báðir 5 og urðum að halda áffam enskunámi. Ég held að þessi enskueinkunn sé sú einkunn, sem ég hef orðið óánægðast- ur með í lífinu. Heima í Bolungavík voru menn hallir undir guðdóminn og tóku þau mál alvarlega. Manni nokkrum fædd- ist sonur á aðfangadag jóla. Hann tók þetta sem bendingu, fór og hitti prest- inn og sagði honum að sig langaði til að skíra drenginn Jesú Krist. Prestur- inn var fúllorðinn með reynslu af lífinu og gat sannfært manninn um að það gæti orðið erfitt fyrir bamið að heita þetta þótt nöfnin væm góð. Varð úr að drengurinn var vatni ausinn og látinn heita Bjami Kristján. Þegar Bjami varð fúllorðinn, var hann oft kallaður svona í gamni Jesú Bjami. Bolungavík, bærinn vinalegi fyrir vestan þar sem Agnar ólst upp.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.