Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 16
16 FEYKIR 44/2002
„Gaman að hafa náð að færa sönginn
í Skagfirðingum niður í fæturna”
Spjallað við Loga Vígþórsson danskennara, þann vinsælasta á Króknum
Dansinn er að verða mjög vin-
sæll á Sauðárkróki og hefur það
greinilega mælst mjög vel fyrir
að taka upp danskennslu í öllum
bekkjum Árskóla. Þá er það
hreint ekki til „vansa“ að dans-
kennarinn Logi Vígþórsson er af-
arhress náungi og nær alveg ein-
staklega vel til krakkanna. Það
kom mjög greinilega fram í lok
þemavikunnar á dögunum, þegar
Logi lét 460 böm skólans dansa
skiptidans og setti þar með
heimsmet sem skráð verður í
heimsmetabók Guinness. Þá
brast á dúndrandi lófaklapp hjá
krökkunum í hvert skipti sem
nafn Loga var nefht, þannig að
ætla má að þessi geðþekki dans-
kennari sé kannski vinsælasti
maður sem nokkurn tímann
komið hefur í bæinn.
Feykir leitaði eftir viðtali við Loga í
jólablaðið og varð hann góðfuslega við
því. Fyrst barst í tal hvemig í ósköpun-
um honum hafi dottið í hug þetta með
heimsmetið í skiptidansinum?
„Ja það var nú þannig að ég var bú-
inn að vera með skiptidansinn hjá fyrsta
og öðmm bekk einn daginn og það
verður nú að segjast eins og er að þetta
er nú kannski svolítið flókinn dans fyr-
ir svo unga nemendur, enda fer maður
ekki fram á miklar færslur hjá þeim í
dansinum. Þegar ég kom heim örþreytt-
ur um kvöldið og kveikti á sjónvarpinu,
þá var einmitt þáttur á skjánum um
Guinness og skráningu heimsmeta,
þannig að mér flaug í hug að líklega
væri ekki til heimsmet í skiptidansi og
því gaman að glíma við það. Það tókst í
mikilli stemningu í íþróttahúsinu við
gífúrlegan fognuð fjölmargra foreldra
og aðstandenda sem voru viðstaddir.“
Efniviðurinn nægur
- Þú varst að kenna hérna í fyrra
og fékkst líka mjög góðar viðtökur
þá, hver var ástæðan fyrir því að þú
komst þá að kenna?
„Ég var að kenna sjálfstætt síðasta
vetur þegar ég hringdi í Elenóm frænku
mína, konu Árna Gunnarssonar, og
spurði hana hvort einhver danskennsla
væri á svæðinu. Þetta símtal varð til
þess að ég hringdi í Óskar Bjömsson
skólastjóra Árskóla og hann tók mjög
jákvætt í erindið og vildi strax fá
kennslu fyrir fyrsta til þriðja bekk. Ég
hélt síðan líka námskeið fyrir bekkina
þar fyrir ofan og kennslan hjá mér héma
í fyrra endaði með mjög vel heppnaðri
danssýningu fyrir foreldrana.
Þetta þróaðist síðan þannig að við
Óskar skólastjóri ræddum meira saman
um ffamhaldið og hann vildi endilega
taka danskennsluna inn í skólann sem
skyldufag og ráða mig í heilsárs stöðu.
Ég tók þessu boði feginshendi, enda er
miklu betra að starfa svona með fast
land undir fótum en í lausamennskunni
sem ég var áður. Ég er samt ennþá með
nokkra nemendur fyrir sunnan. krakka
sem em að keppa á fullu í dansi.
Kannski er það ffamtíðardraumurinn
héma á Króknum að við eignumst
keppnisflokk í dansi, efiiiviðurinn er
allavegana nægur.
Mér finnst þetta mikið ffamtak hjá
Árskóla að gera dansinn að skyldu-
námsgrein, eins og námsskráin reyndar
segir til um, en það em þó aðeins tveir
skólar sem ég veit um í landinu í dag
sem eru með danskennslu í öllum
bekkjum grunnskólans, Árskóli og
Hlíðaskóli í Reykjavík.“
Svolítill vinur þeirra
- Það er greinilegt að þú nærð
mjög vel til krakkanna, hver er lykill-
inn að því?
„Kannski fyrst og fremst að vera
svolítill vinur þeirra og dálítið á þeirra
plani, en samt ráða ferðinn. Sem dæmi
þá er það lífsins ómögulegt fyrir mig
þegar ég er að kenna þeim yngstu að
telja upp á tíu, ég ruglast alltaf einhvers
staðar á leiðinni, og segi kex í staðinn
fyrir sex og svoleiðis bull. Þau þurfa því
stundum að hjálpa mér við hlutina.
Þetta er nauðsynlegt til að ná athygli
þeirra og halda þeim við efnið þó áhug-
inn sé nógur.
Síðan skipulegg ég tímana þannig að
við byijum með ákveðnar skylduæfing-
ar og ef krakkarnir eru dugleg og þæg
þá getum við farið í það sem þeim
finnst skemmtilegast í seinni hlutanum,
marsera og ýmsa tískudansa. Það er í
upphaldi hjá þeim yngstu að „breika“
og ýmsir leikir, en hjá þeim eldri er það
rokkið og svo eru það skiptidansamir
sem em mjög vinsælir.
Atriði að vera karl að kenna
- Er þá að verða einhver viðhorf-
breyting gagnvart dansinum sem í-
þrótt og afþreyingu?
, Já mér finnst það allavega skrítið að
hugsa til þess að það er allt í einu núna
sem ekki þykir asnalegt að vera í dansi.
Ég held reyndar að fyrir strákana þá
skipti það rosalega miklu máli að það sé
karlmaður sem kennir dansinn, en
reyndar em það við karlamir sem
stjómum hinum aðilanum. Þetta er
kannski eitt af fáu vígjunum sem við
eigum eftir ennþá.“
- En er þetta ekki svolítið feimnis-
mál hjá sumum ennþá að bvrja dans-
inn?
„Jú það getur verið mikið átak að
vinna á feimninni gagnvart hinu kyninu.
Fyrir ungling sem hefúr farið í gegnum
bamaskólann án þess að fara í dans, þá
getur það verið mikið feimnismál t.d.
fyrir strák að halda í hendina á stelpu í
,drliðar saman hliðar“, og ná ffam þess-
um eðlilegum samskiptum kynjanna,
sem er töluvert atriði fyrir alla í lífinu.
Góð forvörn
Ég tel dans vera eina bestu forvöm
sem til er fyrir fólk í lífinu. Þegar ég hef
rætt þetta atriði við unglinga þá höfúm
við komist að þeirri niðurstöðu að það
er femt sem þú gerir þegar þú ferð út að
skemmta þér. Við fömm út til að borða,
njóta skemmtiatriða, dansa og drekka!
Nú ef þú kannt ekki að dansa, og ert
ekki tilbúinn að bjarga þér með það, þá
er aðeins eitt sem þú gerir eftir að þú er
búinn að borða og fylgjast með
skemmtiatriðinum. Þannig að ég tel
dansinn það mikilvægasta fyrir
skemmtanalífið.
Það er gaman aö segja ffá því að ég
hef verið með námskeið fyrir fúllorðna,
tæplega 100 manns héma á Sauðár-
króki. einu sinni í viku í vetur. Fólk
virðist mjög ánægt og mér sýnist að all-
ir ætli að halda áffam eftir áramótin.
Mér finnst skemmtilegt að hafa náð því
að færa sönginn í Skagfirðingum niður
í fætuma. Vonandi á maður effir að sjá
fleiri fætur bregða á leik. Þetta er sterk
og góð líkamsrækt, ein af þeim fáu sem
hjónafólk getur smndað saman. Svo á
ég vitaskuld efir að heimsækja leikskól-
ana og kíkja á Fjölbrautaskólann, en ég
var þar með góðan hóp í fyrra, þannig
að það er nægur akur að plægja“.
- Nú spyrja sjálfsagt margir, er
þetta einhver bóla eða verður Logi
eitthvað áfram á staðnum?
„Ég ákvað þegar ég kom hingað að
vera að minnsta kosti í þijú ár, taka þetta
sem þriggja ára verkefni og ég held ég
standi við það. Ég held að það sé lág-
markstími til að geta fylgt því eftir sem
maður er að reyna að byggja upp“, seg-
ir Logi Vígþórsson danskennari. En
þess má geta að auk þess að kenna dans
á Sauðákróki, hefúr hann kennt dans-
hóp á Skagaströnd, sem og í skólunum
ffam í firði fyrir áramótin. Eftir áramót
er síðan planið að skólamir Flandna
Vatna bætist við í danskennslunni.