Feykir


Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 15

Feykir - 18.12.2002, Blaðsíða 15
44/2002 FEYKIR15 Pistil þennan flutti Agnar á minningarhátíð á Hofsósi í haust. Þegar ég var að alast upp var orðið atvinnuleysi ekki til, það var óþekkt hugtak og tilgangslaust með öllu. Vagn Hrólfsson, nú látinn fyrir mörgum árum, átti mörg börn. Hann var faðir þeirra Vagnsbama iyrir vestan. Vagn var mesti dugnaðarmaður og vann mikið. En eitt haustið fékk hann ískis eins og slæm bakveiki var kölluð í gamla daga. Nú voru góð ráð dýr. Vagn gat hvorki farið á sjó né stundað erfið- isvinnu. Hann keypti sér hárklippur og auglýsti að hann tæki að sér að klippa karlmenn. Þetta þótti nokkuð skritið til- tæki því enginn vissi til þess að Vagn kynni að klippa fólk. Einar Guðfinns- son, sem átti Bolungavík, frétti af þessu framtaki Vagns og !ét klippa sig hjá honum , mætti svo á sína skrifstofú nánast snoðaður með smá hártoppa ofan á höfðinu. Dætur hans fóru að skamma hann fyrir að láta fara svona með hárið á sér. Einar brást hinn versti við og sagði: „Hann Vagn á mörg böm og ef hon- um verður það til góðs að ég láti hann klippa mig, þá er nú í lagi þótt ég sé ekki vel klipptur i nokkur skipti. Vagn tók að sér klippingar meðan hann gat ekki stundað aðra vinnu, því úr því Einar Guðfinnsson lét hann klippa sig, gerðu aðrir það líka. elli og ók alltaf sjálfur þótt hann þætti ekki snjall ökumaður, síðustu árin, sem hann lifði. Eitt haustið var nafiii hans alþingismaðurinn með honum í bíl að haustlagi og þá sagði Einar Guðfinns- son við nafna sinn alþingismanninn: „Jæja, Einar minn, nú ætla ég að hætta að keyra bílinn minn í vor, ég er alveg hættur að sjá nokkum skapaðan hlut en ég get bara ekki misst bílinn í vetur, það er svo erfitt að ferðast gangandi í myrkrinu. Ég hef í hugleiðingum mínum rifj- að upp nokkur atriði úr æsku minni. Þegar við eldumst verða æskudagamir sifellt sveipaðir meiri ævintýraljóma, oft stóra sólskinið í lífi okkar. Ég óska ykkur góðra daga í þessu fallega plássi og vil ljúka orðum mín- um með því að lesa brot úr ljóði Jóns úr Vör um æskuþorpið, en það heitir: Ég er svona stór Enginn slítur þau bönd, sem hann er bundinn heimahögum sínum. Móðir þín fylgir þér á götu er þú leggur af stað út í heiminn, en þorpið fer með þér alla leið. Nýr stjórnandi hjá Rökkurkórnum Á haustdögum hófst 24 starfsár Rökkurkórsins með því að ráðinn var til starfa nýr stjómandi Sveinn Sigurbjömsson trompetleikari og skólastjóri Tónlistaskóla Skagafjarðar í stað Sveins Áma- sonar sem hætti sl.vor eftir gott starf með kómum í allmörg ár. Undirleikari kórsins er Rögnvaldur Valbergsson. Félagar í kómum em um 30 talsins og em æfingar tvö kvöld í viku á miðvikudags-og sunnudagskvöldum. Með nýjum stjómanda koma nýjar áherslur. Á jólatónleikum kórsins sem verða í Miðgarði 27. desember kemur það til með að heyrast. Á dagskrá kórsins verða auk jólalaga, bæði gömul og ný lög. Sveinn Sigurbjömsson mun leika á trompet í laginu Miðnæturstemming. Ungt tónlistarfólk úr Skagafirði mun skemmta á jólatónleikunum. Þær Berglind Stefánsdóttir og Linda Sigfúsdóttir leika á flautu ásamt Pál Szabo tónlistarkennara sem leikur á fagot. Dagrún Leifsdóttir syngur nokkur lög við undirleik Rögnvaldar Valbergssonar. Skemmtilegt er að fá tækifæri til að fylgjast með þessu unga fólki. Eins og ávallt á jólatón- leikum verður kaffihlaðborð að hætti Rökkurkórsins. Eftir áramót mun kórinn æfa m.a. lög úr söng- leiknum Oklahoma og fleiri létt lög. Kórinn verður að venju með vortón- leika í Miðgarði í mars og tekur þátt í kóramóti í Sæluviku ásamt Karlakómum Heimi og gestakórum, auk þess er áætlað að leggjast í ferðalög um Norðurland eins og venja er til á vorin. Með sífellt auknu kórstarfi í Skagafirði dreifist söngfólkið, en Rökkurkórinn býður allt áhugasamt söngfÚlk velkomið til starfa með kómum. Körfubolti!!! Síðasti leikur ársins Tindastóll - ÍR fimmtudagskvöld kl. 19,15 Tindastól áfram á sigurbraut! Mætum og styðjum Hðið Sendum starfsfólki og viðskiptavinum okkar fjær og nær bestu jóla og nýársóskir Einar Guðfinnsson lifði ffarn i háa Agnar H.Gunnarsson, Miklabæ. FISKIÐJAN SKAGFIRÐINGUR

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.