Feykir


Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 05.03.2003, Blaðsíða 3
8/2003 FEYKIR 3 Frakkir unglingar í söngkeppninni Það var ekkert smástuð á „Söngkeppni FNV” sem haldin var á sal skólans sl. fimmtu- dagskvöld. Mikið er lagt í þessa keppni og ljóslega hefur það orðið „Fásurum” hvatning hvemig þeirra fulltrúum hefur vegnað í Söngkeppni fram- haldsskólanna á undanfömum árum, en á skömmum tíma hafa þeir þrívegis fagnað sigri, fyrst Hrafnhildur Yr Víglundsdóttir, síðan Svcrrir Bergmann og svo Eva Karlotta á síðasta ári. Það var talverðu kostað til að þessu sinni. Gæðabandið „17 vélar” ffá Dalvík, með söngkonuna kumiu Hem Björk í broddi fylkingar sá um hljóð- færaleikinn í flestum laganna og léku einnig í hléinu sem dómneffidin tók sér til að gera úrslitin klár. Þau vom fjórtán númerin sem í boð vom að þessu sinni, og viðfangsefnin mjög fjöl- breytileg, allt ffá ballöðum upp í dauðarokk, rapp og pönk. Sumir vom á háalvarlegum nótum, en aðrir vom með húmorinn og flippið í bland, eða létu það ráða ferðinni. Það var hreint ótrúlegt að verða vitni að því hvað unglingar í dag em ffakkir og láta allt flakka, nokkuð sem hefði verið stranglega bannað og sent út í ystu myrkur fyrir ekki svo löngu. Til að mynda vom þeir félagar „Two Stalions” Gummi og Maggi, frá Stóm-Ásgeirsá og Blönduósi, á ystu nöf en þrælskemmtilegir. Ein og hálf kippa og fimm búnir, vom þrælgóðir og liprir í dansinum, eitt af líflegri atriðum kvölds- ins. Það var þó „lopapeysukór- inn” sem þótti skarta frumleg- asta atriðinu. Þeir Jón Marz for- seti nemendafélagsins, Gunni Sig, Palli Camel, Kári V-tec og Tobba ritstýra sungu með ýms- um afbrigðum „Kmmmi sat í klettagjá” Lopapeysukórinn var með frumlegasta atriðið. Ein og hálf kippa.... voru iíflegir og skemnitilegir. Fólk var vel með á áheyrendabekkjunum. Sigurvegararnir Gunni og Kiddi rappa sigurlagið. Rapplag í úrslit Það verða rappamir „Gunni og Kiddi”, Gunnar Andrésson og Kristinn Loftur Einarsson, sem sigmðu í keppninni að þessu sinni og var textinn sem þeir fluttu eftir Helga Sæmund Guðmundsson aðal rímnaskáld Fjölbrautaskólans. Þeir Gunni og Kiddi verða því fúlltrúar FNV í Söngkeppni ffamhalds- skólanna sem ffam fer á Akur- eyri 20. mars nk. á tvítugsaf- mæli Gunna, en um Kidda má segja að hann var valinn besti rappari Islands á músíktilraun- um á síðasta ári. I öðm sætinu urðu Ragna Dís Einarsdóttir og Sigrún Kristinsdóttir með rólegt og hugljúft lag. Þriðja varð síðan Dagný Bryndís með lagið „Call me”, sem einnig er í ljúfari kantinum. Síðast en ekki síst má geta þrenningarinnar og klæðskipt- inganna sem sáu um kynningar á söngvakeppninni. Þau áttu mjög góða spretti: Atli Þór Fanndal Reykjavík, Steinar Öm Sturluson Ytri - Löngumýra og Aníta Sigurbörg Ásmunds- dóttir Sauðárkróki. Blákaldar staðreyndir um fyrsta flokks AEG frystikistur af ýmsum stærðum Vörunr. Heiti Brútto lítrar Netto litrar Hæð sm Breidd sm. Dýpt sm. Körfur Læsing Rafm. notkun kWh Verð 1 2 H S HF 120 132 126 86 55 61 1 Nei 0,60 39.900.- 22 H L EL 22 215 205 86 72 73 1 Já 0,71 45.900,- 35HL EL 35 347 332 86 105 73 2 Já 0,92 49.900,- 39 H L HFL390 401 382 86 130 65 2 Já 1,31 56.900,- 45 H L EL 45 447 428 86 130 73 2 Já 1,13 56.900,- 53 H L EL 53 527 504 86 150 73 3 Já 1,26 66.900,- 61 HL EL 61 607 581 86 170 73 3 Já 1,41 73.900,-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.