Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 3
14/2003 FEYKIR 3 Þorvarður Guðmundsson á Reykjaskóla, einn hvatamanna að afmælinu, fylgir afmælisbarninu til sætis. ávarpi sínu að uppeldinu á Bjargs bæjunum og taldi það gmnninn sem Lóa hafi byggt sitt á. Það voru 16 manns í heimili á þessum tveim bæjum og auk þess mikið um sumarkrakka. Karl sagði að leiða mætti líkum að því að hvatinn af stofnun Lóuþræla hafi verið gamli kórinn sem oft var með æfingar heima á Bjargi og Páll organisti stjómaði alla tíð ásamt Jóhanni Kr. Briem presti á Melstað. Margt skemmtilegt var til skemmtunar í afmælisfagnaðinum, Til að mynda var þar góður skerfiir frá bömum Olafar, sem sum hver em mikið í tónlistinni. Til að mynda var stórskemmtilegur leikþátturinn hjá þeim bræðrum Einari og Páli. Þá var meðal söngatriða, Bessastaðakórinn, ættarkórinn, sambland frá Ytra- Bjargi og Bessastöðum, sem alls taldi 28 manns. Það er misjafnt hvað fólk skilar til síns samfélags og líka ærið mismunandi hvað framlag þeirra er mikils metið. Söng- félagamir í Lóuþrælum og Sand- lóum vom ekki í minnsta vafa um það þegar kom að 60 ára afrnæli söngstjóra þeirra, Olafar Pálsdóttur á Bessastöðum, að ekki kæmi annað til greina en þeir héldu veislu henni til heiðurs. Þetta ntikla veislukvöld fór fram í félagsheimilinu á Hvammstanga laugardagskvöld- ið 5. apríl sl. Ólöf er fiá Ytra-Bjargi í Mið- firði og ólst þar upp í hópi.sjö systkiha. Foreldrar hennar vom Páll Karlsson bóndi og organisti við Melstaðar- og Staðarbakka- kirkju og Guðný Friðriksdóttir frá Stóra - Ósi. Ólöf nam í Reykjaskóla en fór snemma að leggja stund á hljóðfæraleik og leysti þá stundum föður sinn af við organistastörfm. Ólöf giftist Bimi Einarssyni frá Bessa- stöðum og setti þau þar saman bú. Bjöm er látinn langt fyrir aldur fram, en böm þeirra em fjögur: Guðný Helga bóndi og búffæðingur, Einar véltækni- ffæðingur, Páll Sigurðurbílstjóri og Ingunn matvælaffæðingur. Ólöf hefur starfað í Húna- þingi vestra meginhluta ævinnar, tók við organistastarfi af föður sínum og árið 1985 gekkst hún fyrir stofhun Karlakórisns Lóu- þræla og hefur stjómað kómum allan þann tíma, sem og Lóu- þrælunum sem nokkrar eigin- konur Lóþræla stofnuðu. Þá hefiir Ólöf, eða Lóa, eins og hún ef jafhan kölluð, verið tón- listarkennnari við Tónlistarskóla Húnaþings vestra um árabil. Hún var glæsileg'veislan sem • boðið var upp. Kórfólk aflaði hráefnis og það var hanterað af Karli Örvarssyni kokki á Reykja- skóla, sem einnig er félagi í Lóuþrælum. Stóð fagnaðurinn fram undir fjögur um nóttina. Ræður vom þama nánast bannaðar, en þó fengu þeir að segja nokkur orð Guðni Þór Ólafsson prófastur á Melstað, sem sagði ffá kynnum sínum af organinstanum, Halldór Pálsson Ólöf Pálsdóttir á Bessastöðum ásamt börnum sínum: Ingunni, Einari og Guðnýju Helgu. Páll Sigurður var uppl á sviði að spila og syngja. (Axelssonar) frændi Lóu ffá Ytra-Bjargi og annar frændi hennar Karl Sigurgeirsson ffam- kvæmdastjóri á Hvammstanga, sem einnig er ffá Bjargi. Veislustjóri var Friðrik Pálsson, hjá SIF áður SH, bróðir Lóu, og fórst skemmtilega úr hendi. Meðal annars var sungið annað slagið og upp úr þurrn gamalt útvarpsstef, þar sem textinn var ekki nema eitt orð endurtekið í misjöfnum tóntegundum: „Lóa, Lóa, Lóa, Lóa”. Karl Sigurgeirsson vék í Fjölmenni hjá Lóu söngstjóra Bessastaðakórinn, ættarkórinn, tekur lagið en hann taldi alls 28 manns. Lóa kom á óvart með því að afhenda öllum söngmönnum í Lóuþrælum skyggnishúfur. Hún kom með þær í tveimur stórum töskum upp á svið og vissi enginn hvað í þeim var. Safnahús Skagfirðinga Fjöllistamaður og frumherji Sigurður Guðmundsson málari (1833-2003) Sýning í Safnahúsi Skagfírðinga á Sæluviku 27. apríl - 6. maí Opin alla daga frá kl. 14:00 - 19:00 Við opnunina 27. apríl verður stutt dagskrá. Meðal annars munu félagar úr íslensku óperunni taka lagið. Leikminjasafn íslands Héraðsskjalasafn Skagftrðinga Byggðasafn Skagftrðinga

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.