Feykir


Feykir - 15.04.2003, Síða 5

Feykir - 15.04.2003, Síða 5
14/2003 FEYKIR 5 ....Að þú skulir bróðir Björn / á bekknum þessum nenna. niður í bakarí til Guðjóns, þó komið væri síðla dags og allt búið í bakaríinu. Guðjón var einn niðri en þá birtist allt í einu enn ein fiillorðin kona í viðbót. Hún kom inn að norðan og um leið og hún birtist í dyrunum þá stökk Guðjón til hennar og þau dönsuðu vals á bakaríisgólfmu við tónlistina í útvarpinu. Þegar þetta bættist við þá leist mér eiginlega ekkert meir en svo á blikuna. Þama var þá komin Stína Sölva. Þau Stína og Guðjón vom gamlir félagar úr leikfélaginu og kirkjukómum. Það var ekkert óalgengt þegar þau hittust að þá gripu þau saman og tóku sporið ef var músík einhversstaðar. Og svo þegar liðið var á kvöldið og komin ró á, þá birtist allt í einu lítill drengur, hátt í tvo metra og sver eftir því, sem sagðist heita Kristján Skarpéðinsson. Ég vissi ekkert hvemig hann tengdist þesssari fjöldskyldu, enda gerði hann það ekkert, átti þama bara heima. Þetta var yndislegt fólk. Ég held að enginn hafi komist hjá því að verða skárri maður að hafa kynnst þeim Ólínu og Guðjóni. Ólína var mun pólitískari Það var lika gaman að umgangast Guðjón vegna þess að hann kenndi manni svo margt. Það sem ég kann t.d. í stangveiði á ég honum að þakka. Hann var mikill útivistarmaður og maður lærði að mesta hvað það er gott að þvælast úti í náttúmnni, þó það hafi farið lítið fyrir því hjá mér eftir að hann féll frá. Guðjón var ótrúlega léttur göngumaður. Seinasta árið sem hann lifði og var búinn að fara í allmargar krabbameinsaðgerðir, gekk hann fram að Tröllafossi, kvaddi Laxána þar, kominn vel á áttræðialdur í öllum veiðigallanum og bússum, en ekki að sjá hann léti neitt undan síga.” En hún var hörð í hom að taka í pól- itíkinni bakaríisfjölskyldan? „Já, en ég held að Ólína hafi verið mun pólitiskari en Guðjón. Það var samt sagt um Guðjón að hann bytjaði kosningabaráttuna ævinlega morguninn eftir kosningadag. Ég er alveg sannfærður um að það er þónokkuð til í því. Það var ótrúleg umferðin um kontorinn hjá Guðjóni, margir bændur og ótrúlegustu menn sem droppuðu þar inn, en það vom ekkert síður pólitískir andstæðingar en samheijar.” Þetta vom gróskumiklir tímar á Króknum? „Já bærinn var í ömm vexti og mikið að gerast. Þegar ég flyt á Krókinn vom þar tæplega 1400 íbúar, 20 ámm seinna var íbúatalan komin upp í 2500. Bærinn var að stækka gífúrlega ört og á þessum ámm vom allskonar stórir hlutir að gerast, ÚS, Loðskinn, Steinullin í undirbúningi og fleira. Ritari hjá bæjarstjórninni Ég kynntist bæjarmálunum býsna fljótt vegna þess að ég var fenginn til að vera ritari á bæjarstjómarfúndum. Það var einhvem tíma upp úr 1970 sem Rögnvaldur Gíslason, sem verið hafði ritari bæjarstjómar lenti í einhveijum veikindum. Hákon Torfason bæjar- stjóri og Guðjón fengu mig þá til að skrifa fúndargerðir fyrir bæjarstjóm. Ég sagði Guðjóni að ég kynni ekkert að skrifa fúndargerðir en hann sagði að Hákon kæmi svo snemma á fúndinn að ég gæti séð á síðustu fúndargerð hvemig þetta væri gert. Það vildi hinsvegar ekki betur til en svo að Hákon kom seint á fúndinn, lenti í basli með bílinn, slengdi bókinni á borðið og fúndurinn byijaði, þannig að mér gafst ekkert tóm til að rýna í síðustu fúndargerð. Þessi fyrsta fúndargerð sem ég skrifaði var um 20 blaðsíður. Rögnvaldi Gísla batnaði og hann kom aftur, en ég held hann hafi verið guðs lifandi feginn að losna frá ritaras- tarfmu. Á þessum tíma gátu fúndimir staðið býsna lengi. Ég man t.d. eftir 11 tíma fúndi þegar verið var að ræða fjárhagsáætlun, sá byijaði klukkan fimm og endaði klukkan fögur um nóttina.” - En svo varstu sjálfúr í bæjarstjóminni í nokkur ár? „Já það vom sjö ár og ég haföi á margan hátt gaman af því. Fyrsti fún- durinn var reyndar ekkert skemmtile- gur, var mjög langur, enda þá verið að skipa í nefndir. Engiráð Sigurðardóttir var ritari fúndarins og barst mér miði frá henni eftir borðröndinni. Syngur hátt mín sálargöm sultar fer hún að kenna meðan að sína kjaftakvöm kjömir fúlltrúar spenna. Að þú skyldir bróðir Bjöm á bekknum þessum nenna að hanga 20 ára töm telst bara bilun eða þannig... - Við breytingar á skólamálum á Sauðárkróki, vorið 1998, þegar ákveðið var að sameina gmnnskólana á Sauðárkróki, ákvað skólanefnd að hafna báðum skólastjórunum og ráða nýjan skólastjóra. Þetta var ekki sár- saukalaust fyrir Bimina, Bjömsson hjá Bamaskólanum og Sigurbjörsson hjá Gagnfræðaskólanum, eins og gefúr að skilja. „Það var tekin mjög afdráttarlaus ákvörðun að sameina skólana undir eina stjóm. Byggja upp Árskólann og koma öllum skólanum undir eitt þak. Þetta var mál sem gert var að kosn- ingarmáli, kannski trúðu menn því að það gæti gerst, að unnt væri að koma skólanum undir eitt þak, en ég held það hafi ekki endilega verið”, segir Bjöm, sem kveðst aldrei hafa verið trúaður á að það væri gerlegt, enda yrði þá kominn 1200 manna vinnustaður á mjög þröngt svæði við aðalumferðarhom í bænum, þar sem ekki væri skynsamlegt að leiða saman fjölda bama. „En upp úr þessu um vorið þá var ég eginlega búinn að ákveða að hætta öllum afskiptum að skólamálum og farinn að huga að hvort ekki væri önnur vinna sem ég gæti komist í. Ég var á launum sem skólastjóri fram á haustið og var þess vegna rólegur. Það var gerður starfslokasamningur við mig eins og Bjöm Sigurbjömsson. Þá kom upp sú staða að það vantaði skólastjóra á Hofsós. Ég ákveð að slá til og sé ekkert eftir því. Það er mjög gott að vera í Hofsósi, gott samfélag. Við höfum í skólanum verið blessunarlega laus við vandamál, svo sem vín- og tóbaksneyslu ungmenna, það vandamál er í lágmarki. Hinsvegar höfúm við önnur van- damál. Það em bæði kostir og gallar að skólinn er svona lítill. Til dæmis er mjög erfítt að fá íþróttakennara þar sem ekki er íþróttahús og sundlaug á Hofsósi. Það getur líka verið mjög erftitt að fá fagkennara í verkgreinar, því þetta em svo fáir tímar sem um er að ræða. Annars emm við með býsna góðan kjama af menntuðum kennu- mm, og emm vel sett hvað almenna kennslu varðar. En skólahúsið er gamalt og bam sins tíma, sem þarf að endumýja mjög mikið. Fyrir síðustu kosningar lýstu öll framboðin því yfir að við væmm næst í röðinni. Á næstunni verður ráðist í vemlegar viðgerðir á skólahúsnæðinu að utan. Það gengur ekki að sé stöðugur raki inn úr veggjum og það verður að komast fyrir allar steypu- skemmdir.” - Nú hefúr vakið athygli góð frammistaða krakkanna fra Hofósi, á dögunum vom t.d. þaðan tvö af þremur efstu í Stóm upplestrarkepp- ninni. „Já þetta vil ég m.a. þakka því að við emm með gott kennaralið. Hjá okkur eins og allsstaðar em góðir krakkar og þegar þau hafa lagt sig fram, skilar það árangri. Við emm líka með góðan íslenskukennara, Fríðu Eyjólfsdóttur, sem hefur hjálpað krökkunum. Hinsvegar er skóli eitthvað þar sem góðir nemendur, hæfir kennarar, góð námsaðstaða og vilji til að gera góða hluti fer saman. Góða hluti má líka alltaf gera betri og ég held að það sem okkur vantar mest núna sé betri náms- aðstaða, sérstaklega fyrir íþróttir og verk- og sérgreinar. En þegar búið verður að finna heita vatnið í nágrenni Hofsóss, hvort sem það verður í Kýrholti eða uppi í Hrollleifsdal, þá verður strax byggð sundlaug og íþróttahús, búið að lagfæra skólann og þá verður þetta orðið gott.” Nú víkur burtu vetur Skagfírski Kammerkórinn held- ur vortónleika sína í Sauðárkrókskirkj u miðvikudaginn 16. apríl kl. 21 og á Löngumýri annan í páskum 21. apríl kl. 14. Nú bjóðum við upp á tvo staði og mismunandi tímasetningu svo flestir ættu að ftnna stað og stund sem hentar. Einnig viljum við benda á að þetta eru fyrstu tónleikamir sem haldnir em í nýjum sal á Löngumýri. Á dagskrá er að venju tónlist úr ýmsum áttum. Meðal annars hluti af messu frá Argentínu, Misa Criolla. Einsöng syngur gamall kórfélagi úr Eyjafírði, Haukur Steinbergsson, undirleik annast Kristján Kristjánsson og Pál Bama Szabo en hann stjómar einnig kómum. Við þökkum fyrir góðar móttökur á þessum unga kór og óskum ykkur gleiðilegra páska, segir í tilkynningu frá kammerkómum.

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.