Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 8

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 8
15. aprfl 2003,14. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill O Shejl . IDBO^ha Stefán Guðmundsson stjórnarformaður KS afhendir þeim Skúla Skúlasyni skólameistara á Hólum og Sólrúnu Harðardóttur viðurkenninguna „Skagfirskt framtak“. Hólaskóli fékk vidurkenn- inguna Skagfírskt framtak Á aðalfúndi Kaupfélags Skagfirðinga sem haldinn var laugardaginn 12. apríl sl. veitti Menningasjóður Kaupfélags Skagfirðinga viðurkenninguna „Skagfirskt framtak 2003”. Að þessi sinni hlaut hana Hólaskóli Háskólinn á Hólum og Skúla Skúlason skólameist- ari. Afhenti Stefán Guð- mundsson, formaður stjómar Menningarsjóðsins og stjóm- arformaður Kaupfélags Skag- firðinga, Skúla auk viðurkenn- ingarskjals, listaverk úr silfri, smíðað af Jens Guðjónssyni. Menningarsjóður Kaupfélags Skagfirðinga veitir þessa viðurkenningu til einstaklinga, fyrirtækja eða stofnana sem sýnt hafa frumkvæði og áræðni í verkefnum til eflingar atvinnu- og menningarlífs í Skagafirði. Mjólkurbændur ánægðir Aðalfúndur samlagsdeildar Mjólkursamlags Húnvetninga og Félags kúabænda í A.-Hún. var haldinn á Blönduósi 27. mars sl. Fram kom á fúndinum að rekstur samlagsins var hagstæður á síðasta verðlagsári og skilaði rúmlega átta millj- óna hagnaði. fnnlagt mjólk- urmagn nam 4,3 milljónum lítra sem er örlitil aukning frá fyrra ári. Innleggjendum mjólkur fækkaði úr 53 niður í 48 en meðalinnlegg framleiðenda óx úr 79 þúsund lítrum árið 2001 í 90 þúsund lítra árið 2002. Mesta mjólk frá einum framleiðenda var 173 þúsund lítrar, en mesta innlegg úr einni sveit var úr Svína- vatnshreppi og litlu minna úr Bólstaðahlíðarhreppi, en báðir hreppamir lögðu inn yfir átta hundrað þúsund lítra. Hæst var meðaltal tveggja innleggjenda úr Áshreppi tæplega 118 þúsund litra, en lægst sjö inn- leggjenda úr Skagahreppi er losaði 71 þúsund litra. 99,5% allra þeirrar mjólkur sem kom til mjólkurstöðvarinnar á Blönduósi fór í fyrsta gæðaflokk og 11 innleggjendur eða fast að einn af hveijum fjórum fengu heiðursviðurken- ningu fyrir úrvals gæðamjólk. í umræðum á fúndinum kom m.a. fiam að vel gert skipu- lag í vinnslugreinum mjólkur- stöðvarinnar á Blönduósi með tilliti til heildarffamleiðslu Mjólkursamsölunnar og sölu- möguleika. Nýtísku fjósbyg- ging á Brúsastöðum í Vatnsdal þykir og horfa til framfara í mjólkurfJamleiðslu í héraðinu en þar er nú eini framleiðslus- taðurinn í Áshreppi. Nokkurs uggs gæti aftur á móti í máli manna um næstu búvöm- samninga með tilliti til verðfalls og mikillar sölutregðu búvöm framleiðslunnar í heild. gg- Kaupfélagsstjóri á aðalfundi „Má ekki veikja s j ávarútveginn“ „Mikilvægt er að Skaga- fjörður verði raunhæfur valkostur til framtíðar, þegar fólk velur sér búsetu. Hagsmunir Kaupfélags Skag- firðinga og íbúa héraðsins fara saman”, sagði Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri í ávarpsorðum sínum á aðalfaundi Kaupfélags Skagfirðinga sl. laugardag. Kaupfélagsstjóri vék að landsmálunum í inngangsræðu sinni og sagði m.a. „Stöðugleiki í efnahagslífi og festa í stjóm fiskveiða ráða hvað mestu um þróun atvinnulífs á landsbyggðinni á næstu árum. Án öflugra fyrirtækja á lands- byggðinni er óraunhæft að tala urn möguleika landsbyggðarin- nar til að keppa um búsetuval fólks við höfúðborgarsvæðið. Einu öflugu fyrirtæki lands- byggðarinnar era sjávarútvegs- fýrirtækin. Með því að veikja gmndvöll þeirra með kú- vendingu í fiskveiðistjóm, hvort sem það er með óhóflegri sérsköttun, fymingu veiðiheim- ilda með uppboðskerfi eða öðmm vanhugsuðum aðgerðum, er verið að kalla yfir landsbyggðina ómældar hör- mungar. Öllum atvinnugreinum er mikilvægt að búa við starf- sskilyrði, þar sem leikreglur lig- gja fyrir svo hægt sé að byggja upp fyrirtæki með langtímas- tefnu. Sú tíð á ekki lengur heima í vestrænu hagkerfi, að rekstrarskilyrðum atvinnu- greina sé kúvent eftir úrslitum þingkosninga hveiju sinni. Slík hagstjóm er viðhöfð í vanþróuðum einræðisríkjum og á ekkert erindi inn í íslenskt efnahagslíf og í raun hafa stjómmálamenn á íslandi ekkert leyfi til að að íhuga slíkar aðgerðir og hvað þá ffamkvæ- ma slík skemmdarverk á atvin- nulífmu nú þegar komið er ffam á 21. öldina.” Skemmtun Heimis Mikíl skemmtun verður haldin í reiðhöllinni Svaða- stöðum nk. laugardagskvöld. Þama verður margt til skemmt- unar, söngur, glens og gaman auk reiðsýninga. Fram koma m.a. Karlakórinn Heimir, Jóhannes Kristjánsson eftirherma, Óskar Pétursson, Djákninn ffá Myrká, Abbaatriði úr Blöndu- hlíðinni, söngelsk gmnnskóla- böm úr Skagafiðri og fleira. Kynnir á samkomunni verður Óskar Pétursson frá Álftagerði og væntanlega mun hann smella sínum góða húmor inn þegar við á. Það er Karla- kórinn Heimir sem stendur fyrir skemmtuninni og að sögn Páls Dagbjartssonar formanns kórs- ins er þetta tilraun til þess að auka framboð menningar og skemmtunar yfir páskahátíðina og var hugsað sem valkostur fyrir skíðafólk og aðra ferðamenn sem koma í héraðið um páskana, en þar sem að snjóinn vanti nú í hlíðar Tindastóls verði heimafólk og gestir að huga að annarri afþreyingu, svo sem menningu og skemmtun. Áformað er að skemmtun í þessa vem á Svaðastöðum verði árleg, en þar þykir hljómburður mjög góður og hentugt að taka á móti fjölda fólks. Skemmunin þann 19. apríl hefst klukkan 21. ...bílar, tiyggngar, bækur, ritföng, framköllun, rammar, tímarit, ljósritun, gjafavara... BÓKABÚÐ BRYNcJABS SDÐUBGÖ'nj 1 SÍMI 453 5950 Flísar, flotgólf múrviðgerðarefnl Aðalsteinn J. Maríusson Sími: 453 5591 853 0391 893 0391

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.