Feykir


Feykir - 15.04.2003, Side 2

Feykir - 15.04.2003, Side 2
2 l EYKIK 14/2003 Frá sýningu LS á nýju leikriti Hávars Sigurjónssonar, Ertu hálf dán? Mynd/JS. Sæluvikustykkið „Ertu hálf dán? eftir fyrrverandi ritstjóra Feykis Verk Guðmundar á Fjalli sýnd í Miklabæj arkirkju Nú um páska sýnir Hrossa- ræktardeildin Gráni verk Guð- mundar Hermannssonar á Fjalli. Syning þessi er lialdin á þeim tímamótum að Guð- mundur lætur af störfum sem handmenntakennari í Varma- hlíðarskóla. Guðmundur hefur um langan tíma sinnt hand- verki eins og hann kýs sjálfur að nefna list sína, því auðvitað er þetta list. Guðmundur hefiir á liðnum ámm meðal annars farið að nota hrossbein sem grunnefni í verk sín, sem em um margt heillandi hugar- flugsverk. Sýningin verður í Mikla- bæjarkirkju og verður opið hús skírdag, laugardaginn fyr- ir páska og annan í páskum frá klukkan 14 til 17 alla dagana. Sýningin verður opnuð form- lega með stuttri athöfn á skír- dag kl. 14. Boðið verður upp á léttar veitingar. Verum öll vel- komin og njótum þess að sjá það sem vel er gert. Gleðilega páska. Hrossaræktardeildin Gráni. Senn líður að Sæluviku og það er orðið stutt í frumsýn- ingu hjá Leikfélagi Sauðár- króks á Sæluvikustykkinu sem að þessu sinni er ffumsamið íslenskt leikrit „Ertu hálf dán” eftir Hávar Sigurjónsson, fyrr- verandi ritstjóra Feykis sem nú um stundir er með afkastameiri leikritaskáldum þjóðarinnar. Hávar byijaði að skrifa þetta sfykki á jólaföstunni og lauk því í febrúarmánuði eða rétt í þann mund sem æfingar hófust hjá LS. „Hugmyndin að þessu leikriti varð til í leikhúsinu og spratt út af brandara. Eg var að fíflast við vin minn í leikhús- inu, og þegar ég leiddi hugann að þessari glettni sá ég að það væri hægt að gera eitthvað úr þessu, það bættust við fleiri persónur og ég ákvað að nýta þetta sem efnivið í leikrit. Leikurinn gerist einmitt í leikhúsinu. Leikaramir em að æfa leikrit og þegar þeir em að undirbúa sýninguna fara að gerast hlutir sem tmfla og það kveður svo rammt að þessu að sýningin fer algjörlega úr böndum. Þetta er eginlega leikrit inni í leikritinu”, sagði Hávar þegar blaðamaður Feykis hitti hann að máli að lokinni æfmgu í Bifföst sl. sun- nudag. „Eg myndi nú eiginlega segja að þetta væm þq'ú leikrit þegar allt er talið”, skaut Þrös- tur Guðbjartsson leikstjóri inn í Hávar Sigurjónsson, eitt afkastamesta leikritaskáld þjóðarinnar og fyrrverandi ritstjóri Feykis. samtalið. En aðspurður sagði Þröstur að æfingar hefðu gengið vel og þetta liti allt mjög vel út fyrir ffumsýningu. „Þetta leikrit hefúr alls engan boðskap og ein persón- an í leiknum hittir alveg naglann á höfuðið þegar hún segir „Leikritið er fyrir fólk sem vill hafa gaman af hlut- unum og er ekki fyrir það að taka með sér vandamálin heim úr leikhúsinu””, segir Hávar. Þröstur leikstjóri segir að leikhópurinn hafi hlegið mikið á æfingum í vetur og ennþá sé fólk að drepast úr hlátri þegar færi gefst þannig að hann efist ekki um að þessi leikur muni falla áhorfendum í geð. Hlutverkin em mjög jöfh í þessum leikriti, 10 talsins leikin af átta leikurum og er þetta fólkið sem hefur að mestu borið hitann og þungan af sýningum hjá LS síðustu misserin. Fmmsýningin verður sunnudagskvöldið 27. apríl nk., að sjálfsögðu í Bifföst. íslenska óperan í Miðgarði íslenska óperan leggur land undir fót eftir páskana og sýnir „Tvær óperur á einu kvöldi” í Laugarborg í Eyjafirði 26. apríl og Miðgarði sunnudaginn 27. apríl kl. 17.00. Sýningin í Miðgarði er liður í dagskrá Sæluviku Skagfirðinga og er haldin í samstarfi við Tónlistarfélag Skagafjarðar. „Tvær óperur á einu kvöldi” em útdráttur úr óperunum Madama Butterfly eftir Puccini og Itölsku stúlkunni í Alsír eftir Rossini. Flytjendur eru fimm fastráðnir söngvarar Islensku ópemnnar; þau Hulda Björk Garðarsdóttir sópran, Sesselja Kristjánsdóttir mezzósópran, Davíð Olafsson bassi, Jóhann Friðgeir Valdimarsson tenór og Ólafur Kjartan Sigurðsson bar- itón og píanóleikarinn Clive Pollard, sem segja má að gegni hlutverki heillar hljómsveitar. Höfundur útdráttanna er Ingólfur Níels Ámason sem jafnffamt er leikstjóri. Sýningin hefst í Nagasaki og endar í Alsír. Báðar íjalla óper- umar um örlög kvenna sem hnepptar em í ánauð - önnur gerir sér ekki grein fyrir því fyrr en of seint, hin er sér miðvitan- di um aðstæður sinar og hefiir þess vegna möguleika á að bjar- ga sér. Hér mætast tvær óperur, tvær örlagasögur, gaman og alvara í nýstárlegri sýningu sem fléttar saman verk tveggja meistara ópembókmenntanna, þeirra Puccinis og Rossinis. Næsti Feykir kemur úr miðvikudaginn 30. apríl Afmælismót tileinkað Haraldi í tilefni af 80 ára affnæli Haraldar Hermanns- sonar ffá Ysta-Mói stendur Skákfélag Sauðár- króks fyrir móti um páskanna. Áhugi Haraldar á skáklistinni spratt upp úr miklu skáklífi í Fljót- unum. Haraldur hefiir lengi auðgað skáklíf í Skagafirði og verið þátttakandi á mótum ffá því fyrir miðja síðustu öld. Síðustu áratugi hefiir Haraldur verið öflugur liðsmaður Skákfélags Sauðárkróks og lagt mikla vinnu í að efla skák- líf í firðinum. Von er á ýmsum góðum gestum á mótið, má þar nefna stórmeistarana Helga Ólafsson og Helga Áss Grétarsson auk öflugra skákmanna ffá Reykjavík og Akureyri ásamt skagfirskum skákmönnum. Tefldar verða 7 umferðir og fær hver þátttak- andi 30 mín. til umráða. Telft verður í Ólafshúsi. Fyrsta umferðin hefst kl. 16:00 föstudaginn langa og verða tefldar 4 umferðir þann dag. Á laugardegi verða tefldar 3 umferðir og hefst sú fyrsta kl. 10:00. Áhorfendur em velkomnir og er aðgangur ókeypis. Skráningu þarf að tilkynna fyrir kl. 20:00 fimmtudaginn 17. apríl í síma 892 6640 eða í netfang: unnar@krokur.is Óliáð fréttahlað á Norðurlandi vestra Kernur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir @ krokur. is. og feykir@simnet.is Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. Áskriftarverö 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & Svart hf.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.