Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 1

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 1
rafsjá hf RAFVERKTAKAR SÉRVERSLUN MEÐ RAFTÆKI SÆMUNDARGÖTU1 SAUÐÁRKRÓKI Kaupfélag Skagfirðlnga Mikill hagnaður og síðasta ár gott Góður dagur við smábátabryggjuna á Sauðárkróki, grásleppusjómennirnir Þorvaldur Steingrímsson og Ragnar Sighvatsson. Invest kannar iðnaðarkosti fyrir Norðurland vestra Rekstrarhagnaður KS eftir skatta var 258 milljónir á síðasta ári. Hagnaður sam- stæðunnar fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 935 millj- ónir, samanborið við 967 milljónir árið á undan. Veltufé frá rekstri er um 690 milljónir samanborið við 828 milljónir árið 2001 og 667 milljónir árið 2000. Fjárfestingar samstæðunnar vom meiri en nokkm sinni fyrr á einu ári, eða um 1.100 milljónir. Helstu fjárfestingar ársins vom: Kaup á hlutabréfum í Hesteyri ehf. kaup á hlutabréfum í Steinullarverksmiðjunni, kaup á hlutabréfum í Fiskiðjunni Skagfirðingi og fjárfestingar við uppbyggingu á nýtísku slát- urhúsi og kjötvinnslu á Sauðárkróki. Fram kom í máli kaupfélagsstjóra Þórólfs Gíslasoanr að rekstrarumhverfi fyrirtækja á síðasta ári var um margt nokkuð hagstætt, en gengissveiflur gjaldmiðla mjög miklar og sterk staða krónunnar síðari hluta ársins veikti mjög rekstrarumhverfi sjávarútvegs- ins og annarra útflutningsgreina. Verðbólga fór lækkandi frá því sem verið hafði á árinu 2001, en raunvextir héldust áffam verule- ga hærri en í samkeppnislön- dum. Kaupfélag Skagfirðinga hefúr á síðustu ámm verið að auka hlut sinn í Fiskiðjunni Skagfirðingi og átti í árslok 90% af heildarhlutafé í félaginu. Hesteyri ehf., sem er hlutafélag í eigu Fiskiðjunnar Skagfirðings h.f. og Skinneyjar-þinganess h.f. á Homafirði, keypti á árinu 25% eignarhlut í Vátrygginga- félagi íslands h.f. Stjóm Kaupfélags Skag- firðinga tók um það ákvörðun að byggja upp nýtískulega og tæknilega fullkomna kjötaf- urðastöð á Sauðárkróki. Þessar ffamkvæmdir hafa staðið ffá árinu 2000. Verulegum fjár- hæðum hefúr verið varið til verkefúsins og gert er ráð fyrir að ffamkvæmdum ljúki að mestu á þessu ári. Með þessum ffamkvæmdum verður til hér í Skagafirði eitt allra, ef ekki fúll- komnasta sláturhús og kjöt- vinnslustöð landsins. „Kaupfélag Skagfirðinga er fyrirtæki með mjög fjölþætta starfsemi og blandaðan rekstur. Fyrirtækið leggur rekstrarlegar forsendur til gmndvallar ákvarðanatöku, en horfir jafn- ffamt til og er meðvitað um staðsetningu sína í Skagafirði”, segir Þórólfúr Gíslason. Iðnþróunarfélags Norður- lands vestra hefur sótt um styrk til Impru að upphæð kr. 5.000.000, vegna undir- búnings og rannsókna, er tengjast iðjukostum á Norð- urlandi vestra. Umsóknin var kynnt á fundi byggða- ráðs Skagafjarðar á dögun- um. Fulltrúar meirihlutans í byggðaráði Gísli Gunnarsson og Bjami Jónsson sögðu í bók- un á fúndinum að umsókn IN- VEST væn í samræmi við þá stefnu Sveitarfélagsins Skaga- fjarðar að vinna með Blöndu- óssbæ og Höfðahreppi að leit að heppilegum iðjukostum fyr- ir svæðið. Megi í því sambandi vísa til sameiginlegs fúndar sveitarstjóma Sveitarfélagsins Skagafjarðar, Blönduóss og Höfðahrepps þann 21 mars síð- astliðinn þar sem ákveðið var að þessi sveitarfélög ynnu sam- an að leit að heppilegum at- vinnukostum fyrir svæðið. Gunnar Bragi Sveinsson fúlltrúi minnihluta sveitar- stjómar lét bókað: Aðkoma Sveitarfélagsins Skagafjarðar að þessari um- sókn er ekki tímabær. Sveitar- félagið hefúr komið að slíkri vinnu í gegnum Atvinnuþróun- arfélagið Flring hf. Þar sem leitað var iðnaðar og iðjukosta fyrir Skagafjörð. Þar hefúr mikið starf verið unnið og miklu til kostað. Undirritaður telur að hagsmunum íbúa sveitarfélagins Skagafjarðar verði betur borgið með þvi að halda áffam með þá vinnu í stað þess að byija á ný á byij- unarreit. Ljóst er að Skagfirð- ingar em komnir lengst allra sveitarfélaga á Norðurlandi í leit að hentugum iðnaðar og/eða iðjukostum og því væri það gegn hagsmunum Skag- firðinga að halda ekki áfram með þá vinnu.“ —KTeM£ÍM chjDI— Aðalgötu 24 Skr. sími 453 5519, fax 453 6019 • ALMENN RAFTÆKJAÞJÓNUSTA • FRYSTI- OG KÆLIÞJÓNUSTA • BÍLA- OG SKIPARAFMAGN ÆI bílaverkstæði sími: 95-35141 Sæmundargata 1 b 550 Sauðárkrókur Fax: 36140 lavi ger ir & Hj Ibar avi ger ir 0 R ttingar ^Sprautun

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.