Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 7

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 7
14/2003 FEYKIR 7 Vísnakeppni Safnahúss Enn á ný mun Safnahúsið standa fyrir vísnakeppni í Sæluviku. Keppnin verður með sama sniði og áður. Gefhir verða tveir fyrirpartar að botna en einnig beðið um eina vísu um tiltekið efni. Fyrripartar em svohljóðandi: Vorið hefúr vitjað mín vetrar sefað harminn Mér finnst allt svo undarlegt engin skýring nærri. Að auki skulu hagyrðingar- nir glíma við gerð einnar vísu um komandi kosningamar. Að sjálfsögðu má taka þátt í kepp- ninni þótt ekki séu allir fyrri- partamir botnaðir eða einungis sett saman vísa um komandi alþingiskosningar. En ætlast er til þess að rétt sé ort með hefðbundnum hætti og standi rétt í hljóðstöfúm. Vísumar verða að hafa borist Safnahúsinu í síðasta lagi föstudaginn 25. april n.k. Veitt verða peningaverðlaun fyrir bestu vísuna annars vegar og besta botninn hins vegar. Sæluvika verður sett með dagskrá sunnudaginn 27. apríl kl. 14:00. Þar verður opnuð sýning um ævi og störf Sigurðar Guðmundssonar málara, félagar úr íslensku ópemnni syngja nokkur lög og væntanlega verða þar tilkynnt úrslit í vísnakeppninni. Keppendur í vísnakeppninni skulu koma vísum skriflega til Safnahússins í síðasta lagi fös- tudaginn 25. apríl og merkja með dulnefni, en gefa upp nafn og heimilisfang í lokuðu umslagi. Utanáskriftin er Vísnakeppni, Safnahúsinu við Faxatorg, 550 Sauðárkróki. Smáauglýsingar Ýmislegt! Til sölu vefstóll, stór og góður, Glimokra. Upplýsingar í síma 453 7016. Sumarvinna óskast! Ég heiti Stefanía oga er 15 ára. Mig vantar vinnu í sumar, helst í sveit. Er dálítið vön sveitastörum. Upplýsingar í síma 453 6038. Ég heiti Hjördís og er á fórtánda ári. Mig vantar vinnu í sumar, helst í sveit. Er svolítið vön sveitastörum. Upplýsingar í síma 453 6038. Áskrifendur góðir! Vinsamlegast munið eftir gíróseðlunum fyrir áskriftargjöldunum. Skilvísi ykkar er grundvöllurinn fyrir útgáfu blaðsins. Frumherji eða fj öllis tamaður Sigurður Guðmundsson málari 1833-2003 Sýning í tilefni stofnunar Leikminjasafns Islands 2003 sem verður opnuð í Safnahús- inu á Sauðárkróki sunnudag- inn 27. apríl nk. kl. 14.00 Sigurður Guðmundsson málari (1833-1874) er einn af merkustu brautryðjendum ís- lenskrar menningarsögu. Hann var fátækur bóndasonur frá Hellulandi í Skagafirði sem braut sér komungur leið til mennta í Konunglega listahá- skólanum í Kaupmannahöfn, lauk þaðan námi og sneri aftur heim til íslands tuttugu og fimm ára gamall. Sigurður er einn fjölgáfaðasti listamaður sem Islendingar hafa átt og kom ótrúlega miklu í verk á stuttriævi. Hann vakti fyrst al- menna athygli fyrir hugmyndir sínar um endurskoðun hins hefðbundna hátíðarbúnings ís- lenskra kvenna. Þá liggja eftir hann um áttatíu mannamyndir, teikningar og olíumálverk. Hann tók einnig virkan þátt í leikhúslífi höfúðstaðarins, eftir að hann settist þar að, málaði leiktjöld og em sex baktjöld varðveitt frá hans hendi í Þjóð- minjasafhinu. Sigurður vakti fyrst opinberlega máls á nauð- syn þess að stofna Þjóðminja- safn og var hann í raun fyrsti þjóðminjavörðurinn þó að hann bæri aldrei neinn embætt- istitil og fengi nánast engin laun fyrir gríðarlegt starf sitt í þágu safnsins. Sigurður Guðmundsson var mótaður af rómantík nítjándu aldar. Hann gerði sér grein fyrir því að miklar samfélags- breytingar væm í vændum og fom íslensk þjóðmenning kynni að glatast ef ekki yrði spymt við fótum. Hann varð því í verki hvort tveggja í senn: þjóðlegur íhaldsmaður og ffamfarasinni. Sigurður áttaði sig t.d. öllum öðmm fyrr á því að höfúðstað landsins yrði að efla og prýða og lagði ffam ýmsar róttækar hugmyndir um það sem sumar komust ekki í framkvæmd fyrr en mörgum kynslóðum eftir hans dag. Má þar nefna hugmyndir um stofnun Þjóðleikhúss, sem hann mun hafa orðið fyrstur til að orða í alvöru, vatnsveitu, sundlaug og útivistarsvæði og grasagarð í Laugardalnum. Leikminjasafn íslands var stofnað hinn 9. mars 2003 þeg- ar 170 ár vom liðin ffá fæðingu Sigurðar Guðmundssonar mál- ara. Safnið er sjálfseignarstofn- un sem hefúr að bakhjarli 27 félög og samtök leiklistafólks, leikhús og stofnanir sem vinna að leiklistarmálum. Stjóm safnsins ákvað að fyrsta sýning þess skyldi fjalla um ffumlieij- ann Sigurð Guðmundsson, málara og Skagfirðing, hún yrði haldin á heimaslóð hans og unnin í samvinnu við Byggðasafn Skagfirðinga, Héraðsskjalasafn Skagfirðinga og Þjóðminjasafn íslands. Auglýsing í Feyki ber árangur! Munið skrifstofu Krabbameinsfélagsins Aðalgötu 10 b. Opið þriðjudaga frá kl. 11-13 og fimmtudaga frá kl. 17-19. Sími 453 6030 og 863 6039. OPIÐ HÚS hjá Ferðþjónusturmi í Skagafirði Ferðaþjónustuaðilar í Lýtingsstaðahreppi og Varmahlíðarhverfi bjóða ykkur öllum að koma og skoða aðstöðuna á milli kl. 13:00 og 17:00 þann 26. apríl næstkomandi. Eftirtaldir aðilar bjóða ykkur að líta við hjá sér Sölvanes, Lýtingsstaðir, Bakkaflöt, Hótel Varmahlíð, Hestasport / Ævintýraferðir, Lauftún, JRJ Jeppaferðir og Orlofshús. Verið velkomin að kynna ykkur aðstöðu og framboð hjá Ferðaþjónustunni. Næst verður opið hús hjá ferðaþjónustunni á Sauðárkróki og nágrenni. Atvinnu- og teráamalanefnd, heroámalafulltrui og Hólaskóli. Tillaga að starfsleyfi fyrir RARIK á Norðurlandi vestra í samræmi við ákvæði reglugerðar nr. 785/1999 um starfsleyfi fyrir atvinnurekstur sem getur valdið mengun, liggja starfsleyfistillögur fyrir RARIK á Norðurlandi vestra: frammi til kynningar á sveitarstjórnarskrifstofum Húnaþings vestra, Torfulækjarhreppi, Siglufirði, Skagaströnd, Skagafirði og Sveinsstaðahreppi. Skriflegar athugasemdir við starfsleyfistillögurnar skal senda til Heilbrigðiseftirlits á Norðurlandi vestra að Sæmundargötu 1, 550 Sauðárkrókur, fyrir 20. maí 2003. Allir þeir sem telja sig málið varða hafa rétt til að gera athugasemdir við starfsleyfistillögurnar. Sauðárkróki, 10. apríl 2003 Sigurjón Þórðarson heilbrigðisfulltrúi.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.