Feykir


Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 4

Feykir - 15.04.2003, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 14/2003 „Þegar þetta bættist við þá leist mér eiginlega ekkert meira en svo á blikuna“ Bjöm Bjömsson skólastjóri segir frá veru sinni í Skagafirði og ýmsu öðru minnisstæðu „Ég kynntist ekki hafgolu að ráði fyrr en ég kom hingað á Krókinn og fram í Eyjafirðinum þar sem ég ólst upp gætti hennar lítið eða ekki, fannst aðeins vottur af henni milli fímm og sex á daginn, en ijörðurinn er það þröngur að hún nær ekki inn. Ég skal alveg viðurkenna að hafgolan eyðilagði fyrir mér hvert sumarið á fætur öðru fyrst eftir að ég kom hingað, en nú kann ég bara vel við hana”, segir Bjöm Bjömsson skólastjóri. Bjöm er einn þeirra manna sem hefur sett svip sinn á samfélagið á Króknum og í Skagafirði um árabil, bæði sem skólamaður og félagsmálamaður og er alltaf boðinn og búinn að aðstoða þegar á þarf að halda. Hann er nú í því vandasama hlutverki spumingameistara og dómara í keppninni „Fyrirtækin svara” sem þijú kvenfélög í Skagafirði standa fyrir. Bemskuheimili Bjöms var Syðra - Laugaland í Eyjafirði, 15 km innan við Akureyri austan megin í firðinum. Olst hann þar upp fram um tvítugt. „Það var mjög gott að alast þama upp. Þama var öðmvísi veðurfarslega en hér, staðviðrasamara og snjóþyngra. Það var gott að vera þama sem krakki og ágætt sem unglingur, bamaskóli, félagsheimili og húsmæðraskóli í tún- fætinum. Þannig að þama var líf og fjör. Það vartvíbýli ájörðinni, foreldrar mínir sinntu búskap en svo var þama prestsetur, prestur séra Benjamín Krisjánsson. Svo var þetta ein af þeim jörðum þar sem var jarðhiti eins og naínið ber með sér og því sundlaug á staðnum.” Lá þá leiðin fljótlega í kennara- skólann? „Nei, nei, ég byijaði í MA, tók land- spróf þar og siðan tvo fyrstu bekkina, hætti eftir 4. bekk sem þá hét. Ég vissi ekkert hvað ég vildi, var óákveðinn hvert ætti að stefna í náminu og hætti því og fór suður. Á unglingsárunum, áður en ég fór að heiman var ég að snúast í kringum leiksýningar í Freyvangi og Laugarborg. Þar kynntist ég ágætum körlum, Ágúst Kvaran og Guðmundi Gunnarssyni leikstjórum frá Akureyri. Þeir unnu að því að setja upp leiksýningar og ég hjálpaði til við að mála leiktjöld við einar tvær eða þijá sýningar. Mér fannst þetta geysilega skemmtilegt. Ágúst Kvaran bauð mér að reyna að koma mér að í námi í Þjóðleikhúsinu. Hann hvatti mig til að fara þangað að læra að verða leiktjalda- málari. Hann skrifaði heilmikið meðmælabréf til Guðlaugs Rósinkrans þjóðleikhússtjóra. Ég fór með bréfið og hitti Rósinkrans en þar var þá nógur mannskapur og hann vildi ekki taka lærlinga. Hjá Sambandinu syðra Réði ég mig þá í vinnu hjá Sambandinu og vann þar í bókhalds- deildinni á Sölfhólsgötunni í eitt og hálft ár. Þá flutti ég um set í véladeild- ina í Armúlanum. Byijaði þar að vinna við sölu á rörmjaltakerfum og að leggja þau á kúabúum út um sveitir. Þvældist því mikið um Suður- og Vesturlandið, við að setja upp Alfa Laval kerfi, ásamt Eggert Ólafssyni ffá Akureyri sem vann einna fyrstur við þessi kerfi og var svo seinna með Sigtryggi Bjömssyni frá Framnesi. Þegar ég hætti tók Sigtryggur við þessu enda búinn að vera úti í Svíþjóð hjá Alfa Laval.” Verlslun með Sigurgeir mági - Fyrst þú varst að vinna hjá Sambandinu, varstu þá ffamsóknar- maður ffaman af? „Það er ekkert launungarmál ég var ffamsóknannaður og virkur í félagi ungra framsóknarmanna, sat þing þeirra sem fulltrúi og hvaðeina.” Hvað tók svo við? „Á þessum tíma var ég korninn með fjölskyldu, hafði kynnst Birnu Guðjónsdóttur ffá Sauðárkróki. Ég fór að vinna í Bókhlöðunni á Laugavegi 47. Þar var í sama húsi verslunin Ratsjá, sem Sigurgeir mágur minn átti og hann var líka einn af eigendum Bókhlöðunnar. Ég vann í bókabúðinni á daginn og keyrði svo út raftækjum á kvöldin með þeim Sigurgeir og Leif Ragnarssyni. Þetta var hressilegur og ánægjulegur tími. Þetta var á árdögum sjónvarps á íslandi og mikil sala í sjónvarps- tækjum. Á hveiju kvöldi keyrðum við út sjónvörp, þvottavélar og ísskápa. Þegar þetta gekk svona vel ákváðu þeir Ratsjármenn að koma upp útibúi á Króknum. Þar sem ég var á lausu varð að samkomulagi að við flyttum norður á Krókinn og ég yrði með þessu verslun í tvö ár að minnsta kosti. Verslunin var til húsa í Búnaðarbankahúsinu, en eftir tvö ár var ákveðið að leggja hana niður. Markaðurinn var ekki eins mikill og aðgengilegur hér og menn ætluðu. En nú var ekki seinna vænna að fara að ákveða hvað maður ætlaði að taka sér fyrir hendur. Á þessum árum var ég t.d. í byggingarvinnu yfir sumarið. Vann þá hjá Hlyn og t.d. er eitt sumar á sjúkrahúsþakinu einkar minnisstætt. Þá voru vinnufélagamir Ólafur Ingimarsson seinna læknir og Ingimar Jóhannsson, nú starfsmaður Sjóvá Almennra. Ég hef sjaldan hlegið jafn- mikið eins og af sögum sem Ingimar var að segja af körlum og kerlingum fram i Lýtingsstaðahreppi. Það var verið að skipta um efhi á þakinu og við þurftun að hreinsa upp hvert tjörulagið að öðm, í óskaplega góðu veðri. Það var blítt að vera upp á sjúkrahúsþakinu þetta sumar með þessum ágætu félögum. í kennsluna hjá Birni Dan Svo gerðist það um áramótin ‘69- ’70, að Kristín Líndal sem kenndi hjá Bimi Dan við Bamaskólann fór í bam- seignaffí. Ég fór þá inn sem forfalla- kennari og leiðbeinandi og kenndi til vors. Bimi hefiir allavega ekki litist verr á það sem ég var að gera en það að hann linnti ekki látum fyrr en hann náði að telja mig á að sækja um inngöngu í Kennaraháskólann sem þá var fjögurra vetra nám. Þar sem ég hefði próf úr 4. bekk í MA, tók ég stöðupróf í sex greinum og settist beint inn í þriðja bekk, sem þýddi tvo vetur í kennara- háskólanum. Þannig byijaði minn kennaraferill. Ég kenndi síðan æfingakennsluna suður í Lækjarskóla í Hafharfirði sein- ni veturinn og man eftir því að þegar kom að því að ég ætti að taka kennsluprófið, spurði Þorgeir gamli Ibsen „og hvað ætlarðu svo að kenna?” Ég sagði honum að ég ætlaði að kenna skrift. Hann hristi hausinn og sagði: „ég held þú sér vitlaus, það er ekki hægt að kenna skrift til að taka próf úr því”. Ég sagði honum að ég hefði undirbúið mig fyrir það og því yrði svo að fara sem vildi. Allavega komst ég í gegn og þetta lukkaðist allt saman. Ég byijaði svo að kenna hjá Bimi Dan þegar ég kom heim vorið ‘72, sem þýðir að maður er búinn að vera rúm- lega 30 ár við þetta. Ég var búinn að kenna við Bamaskólann í tvö ár þegar það gerðist í júní ‘74 að Bjöm varð bráðkvaddur á leiðinni hingað norður. Þótt kennsluferillinn væri ekki lang- ur var ég samt mjög hvattur til að sækja um starfið og taka þetta að mér, en ég verð að viðurkenna að mér fannst ég varla hafa næga undirstöðu eða reynslu. Það varð þó úr að ég sótti um skólastjórastöðuna og fékk hana.” - En nú giftist þú inn í bakaríisfjöl- skylduna, það hefur væntanlega verið viðburðaríkt að koma á Krókinn í fyrstu? „Já ég var búinn að hitta Guðjón og Ólínu fyrir sunnan og svo létum við Bima gifta okkur heima á Laugalandi. Séra Benjamín gaf okkur saman. Bakaríið líkt farfuglaheimili Já mér fannst ótrúlegt að koma í bakaríið í fyrsta skipti, vissi ekki hver- slags farfulgaheimili þetta var. Það þurfti meira en einn dag til að átta sig á því hveijir voru heimilismenn og hver- jir voru gestir. Ég man eftir því að mér fannst bakaríið vera fullt af eldri konum, fannst ég vera að heilsa nýjum og nýjum konum allan daginn. Þetta náttúrlega tengdist því að það var mikið að gera hjá Ólínu og kannski var Rotary þennan dag. Það vildi svo til einmitt þennan dag að Anna Þorkels var eitthvað að hjálpa Ólínu. Þá drop- puðu þær inn í heimsókn Sigríður á Skefilsstöðum og Pála sem var á Stöðinni. Jóhanna Sölvdóttir á Helgafelli kom þama líka og þær voru kynntar fyrir mér. Og svo þegar ég heilsaði Siggu frænku, sem kölluð var systur Ólínu, þá sagði hún í gaman- sömum tón „hver andskotinn er þetta drengur, þú ert að heilsa mér í þriðja skiptið. Þá sá ég að ég var orðinn alveg mglaður og best væri að koma sér

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.