Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 2

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 2
2 I EYKIK 27/2003 Fjölmemii í bæinn á Króksmótið Eysteinn Orri Gunnarsson og Gunnar Gíslason að störfum við uppgröftinn. Fomminjavertíð á Hólum Það verður mikið um að vera á Króknum um helgina þegar fram fer 14. Króksmót Tindastóls og Fiskiðjunnar. Um 500 krakkar keppa á mót- inu, frá 18 félögum, flestum af Norðvesturlandi, en einnig úr öðmm landsfjórðungum, aust- an, sunnan og vestan. Þetta er svipaður fjöldi og síðustu tvö ár, en að þessu sinni settu vall- armál mótinu ákveðnar skorð- ur. Eyþór Einarsson formaður knattspymudeildar Tindastóls sagði að minna hafi verið lagt í að kynna Króksmótið að þessu sinni þar sem sýnt var að ekki yrði hægt að nýta aðalleik- vanginn fyrir mótið, vegna ffamkvæmda sem þar standa yfir. Því verða vellir af skom- um skammti. Hinsvegar verð- ur staðan allt önnur á næsta ári þegar 15. Króksmótið verður haldið. Engu að síður má búast Búið er að ganga frá leik- mannamálum hjá Tindastóli fyrir komandi keppnistímabil í úrvalsdeildinni í körfúboltan- um. Stærstu breytingamar em þær að rússinn sterki Michail Antropov er horfinn á braut, sem og varnarbakvörðurinn sterki Oli Barðdal, er dvelur nú í Danmörku við nám. 1 þeirra stað koma tveir bandarískir leikmenn, en skotbakvörður- inn Cliflon Cook, sem var einn besti leikmaður deildarinnar á liðnum vetri verður áffarn með Tindastóli. Eins og síðasta vet- ur þjálfar Krstinn Friðriksson liðið og Kári Marísson verður aðstoðarþjálfari. Bandaríkjamennimir tveir em Charlton Brown 198 sm, kraftframheiji og miðheiji ffá Texas A&M og Adrian Park 191 sm skotbakvörður frá Eastem Kentucky. Báðir em þessir leikmenn ungir að ámm, 24 ára gamlir. Brown lék síðast í Finnlandi 2001 -2002 og var þá með 33,5 stig í leik og 20 ffáköst að við miklu fjöri á Króknum um helgina eins og alltaf er á Króksmóti. Mikið líf var einnig á í- þróttasvæðinu um verslunar- mannahelgina á Knattspymu- skóla Islands. 73 nemendur sóttu skólann, krakkar á aldrin- um 13-16 ára og vom allir á- nægðir. Þetta ffamtak Tinda- stóls, knattspymuskólinn var nú í fimmta sinn, og hefúr spurst vel út, enda mjög góður kostur fyrir unglingana að sinna áhugamálinu í góðum hópi. Reyndar fóru ljölmargir unglingar úr Skagafirði á ung- lingalandsmótið á ísafirði og stóðu sig þar mjög vel. Útlit er fýrir að næsta unglingalands- mót verði haldið á Sauðárkróki að ári, og því gæti farið svo að þar yrðu tvö landsmót á næsta ári, og því nýja íþróttasvæðið mjög vel nýtt fyrir stónnót. meðaltali. Adrian Parks er með 11 stig, þijú ffáköst í leik og tvær stoðendingar að meðal- tali. Þá er Matthías Rúnarsson kominn aftur eftir smáhlé og Hans Bjömsson hefúr tekió fram skóna eftir nokkurt hlé. Það veikir hinsvegar hópinn hjá Tindastóli að Sigurður G. Sigurðsson hefur að nýju gengið til liðs við Þór og Gunnar Andrésson og Oskar Sigurðsson verða við nám í Danmörku fyrri hluta vetrar, en líkur á að þeir komi inn þeg- ar líður á tímabilið. Sem kunnugt er var frammistaða Tindastólsliðsins ffam úr vonum á liðnum vetri. Liðið komst í undanúrslit og stóð sig ágætlega á móti Grind- víkingum, sem síðan urðu að játa sig sigraða fyrir geysi- sterkum Keflvíkingum. Ljóst er að Tindastólsmenn ætla sér stóra hluti í vetur, en hinvegar er líka sýnt að skarð Antropovs í liðinu verður vandfyllt. Nú í vikulokin lýkur Hóla- rannsóknunum þetta sumarið, en ffá því um mánaðamótin júní-júli hefur fjölmennur hóp- ur unnið að fomleifarannsókn- unum á Hólum. Þetta er annað sumarið sem þessar rannsóknir standa yfir, en samkvæmt upp- haflegri áætlun eiga þær að ná yfir fnnm ár. Ljósmyndari og tíðinda- maður Feykis brá sér til Hóla í liðinni viku. Þó að rigndi nokk- uð þennan dag var unnið við uppgröftinn, en hinsvegar get- ur rigningin gert rannsóknar- fólki óhægt um vik, enda er þetta vandasamt verk þegar halda þarf til haga ýmsu sem í jarðlögunum finnst. Tveir ungir námsmenn vom að grafa í tóftum sem talin er hafa verið peningshús, minnsta að kosti á einhveijum tíma. Þetta vom þeir Eystinn Orri Gunnarsson guðffæðinemi úr Hafharfírði og Gunnar Gísla- son ffá Glaumbæ, sem er að velta fyrir sér verkffæðinámi, en jafhvel gæti vel hugsað sér að verða bóndi. Þeir sögðu að þetta væri búið að vera mjög skemmtilegt. „Það má segja að þetta sé svona hálfgert vertíð- arlíf hjá okkur héma. Þetta er fólk frá ýmsum þjóðum, býsna stór hópur og við emm saman stóran hluta úr sólarhringnum. Andinn er mjög góður í hópn- um. Það má segja að þetta sé „fornleifavertíð”, sagði Ey- steinn Orri. Skammt ffá þeim Gunnari og Eysteini er Oðinn Haralds- son að störfum en hann er fyrsta árs nemi í fomleifaffæði við Háskóla Islands, en nýbyij- að er að kenna þessa ffæði- grein við Háskólann. Oðinn sagði að það væri geysilega gott að fá strax að vinna að verkefnum eins og þeim sem unnið er að á Hólum, þar sem margir kæmu að hlutunum og um fjölbreytilegan vettvang væri að ræða. Hann hefði t..d. í vikunni á undan verið á gamla þingstaðnum í Hegranesi og talið barst einnig að rannsókn- unum í Kolkuósi sem vom þá nýbyijaðar. í gamla verkstæðishúsinu á Hólum hefúr Hólarannsóknin bækistöð og þar er búið að setja upp lítið tölvuver má segja, og unnið í hveiju skoti. Það sama er reyndar uppi á ten- ingnum þegar farið er inn í skólahúsið á Hólum. Þar em vinnustaðir út um allt hús og sumstaðar plássið ekki mikið. „Þröngt mega sáttir sitja”, seg- ir einhversstaðar og það á vel við á Hólum. Sjálfsagt gera sér ekki margir grein fyrir því hvar þar er orðinn fjölmennur vinnustaður, að öllu jöfnu vinna um og yfir 50 manns á Hólum. Óðinn Haraldsson er á fyrsta ári í fornleifafræði og segir miknn feng í því að vinna að Hólarannsóknunum. TVeir nýir kanar til Tindastóls L. ói íáð fréttablað á KIR Morðurlandi vestra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftai'verð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símai" 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Seming og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.