Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 8

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 8
13. ágúst 2003,27. tölublað, 23. árgangur. Sterkur auglýsingamiðill Nýir aðilar taka við á HveravöUum Þann 1. október á sl. ári varð sú meginbreyting á rekstri og umsjón á Hveravöllum að Ferðafélag Islands lét þar af allri umsjón í hendur Svína- vatnshrepps sem eiganda landsins. Stofiiað var einkahlutafélag um uppbyggingu og starfsem- ina á Hveravöllum og hefiir staðurinn verið skipulagður með tilliti til náttúravemdar og heilsárs íyrirgreiðslu og þjón- ustu við það marga fólk sem leggur leið sína um Kjöl og umhverfi hans. Hlutafélag um Hveravelli ermyndað af þrem- ur jöfnum hlutum: Svínavatns- hreppi og tveimur ungum mönnum, sem báðir era Hún- vetningar og sjá þeir alfarið um allar ffamkvæmdir. Byrjunarframkvmædir era þær að komin er ný dísel raf- stöð við hlið lítillar er fyrir var og fyrst og fremst var starffækt vegna veðurathugunar á staðn- um, en nýja stöðin á að ffam- leiða nægjanlega orku fyrir alla starfsemi sem nú er fyrirsjáan- leg á staðnum. Þá hafa hita- lagnir verið endumýjaðar með- al annar að aðalþjónustuhús- inu, endurbætt og aukið við tjaldstæði og fleira. Hlutafélagið sér raunar um alla fasta starfsemi sem ffam fer á Hveravöllum, nema veð- urathuganimar, en séð er um girðingavörslu fyrir sauðfjár- veikivamir, landvörslu, heysölu til hestamanna og svo sjálft aðalstarfið þjónustuna við ferðalanga. Mikil og vaxandi umferð er um Hveravelli og mikið að gera. Fast starfslið er þó aðeins tvær ungar konur er stjóma og vinna að daglegum rekstri og sú þriðja sem annast girðinga- vörsluna. Fyrir nokkra átti ffétta- ritari leið um Hveravelli og hvortveggja átti viðræður við veðurathugunarfólkið og stúlk- umar tvær sem stjóma sjálffi umferðarmiðstöðinni. Fjórir stórir langferðabílar vora þá á staðnum auk smærri bíla. gg. Húnþing vestra Bóka- og skjalasafn í nýtt húsnæði Sl. mánudag var Bóka- og skjalasafn Húnaþings vestra opnað í nýju húsnæði á Höfða- braut 6 á Hvammstanga. Safnið var reyndar í sama húsi áður, flutt milli hæða í stærra og að- gengilega húsnæði. Kostnaður við endurbætur og innréttingar varð um 12,6 milljónir. Að sögn Skúla Þórðarsonar sveitarstjóra þýðir þetta bæði bætta aðstöða og aðgengi fyrir notendur. Einnig var komið fyr- ir í húsnæði safhsins tölvum með intemettenginu, eins og krafa er nú um í nútímaþjónustu safha. Skúli sagði að mánudag- urinn hafi verið mjög ánægu- legur, en efnt var til móttöku í tilefni opnunarinnar. Safhvörður Bóka- og skjala- safhs Húnaþings vestra er Sig- ríður Tryggjadóttir. (0 Sími: 453 6666 VlE Sími: 453 6622 Ný bryggja í Drangey Jón Eiríksson Drangeyjaijarl hefur staðið í stórræðum að undanfömu. A síðustu tvemur mánuðum tæpum hefur verið unnið að hafhar- bótum í Drangey og búið að steypa þar öfluga bryggju, en í hana fóra tæplega 90 rúmmetrar af steypu, enda fjórir metrar þar sem dýpst var. Trébryggja sem fyrir var í eynni, og byggð af Jóni og hans mönnum fyrir nokkram árum, fór í brimi á næstsíðasta vetri, þegar akkerissteininn úti í sjónum hvolfdist á legu sinni. Jón sagðist í samtali við Feyki hafa fengið vaska sveit manna með sér í þetta verk, m.a. bæði sveitarstjórann og organistann í síðustu steypu. En þetta heföu verið svona fimm til sex menn yfirleitt. Flytja þurfti 200 tonn af steypu- efni út í eyna og var það gert í 42 ferðum, en steypt var úr tveimur bátum í fyrra, eins og Jón mælir steypumagnið. Fyrsta steypan í sumar var 20. júní og síðan er búið að vera talsvert stíf vinna við bryggju- smíðina. Fyrir liggur loforð ffá Sturlu Böðvars- syni samgönguráðherra um fjögun'a milljóna króna fjárveitingu til bryggjusmíðinnar. Jón vonast til að með þessari ffamkvæmd sé lendingin tryggð i Drangey til ffamtíðar. „Mað- ur hefur verið að reyna að vama því að lending- in fari öll í sjóinn. Það hefur verið reynt að gera það sem hægt er. Það er t.d. ágætis gangvegur ffá altarinu og ágætist stígur upp á brúnina það- an. Og þokkalegur stigi upp á Lambhöfðann, en maður kemur ekki öllu í verk”, segir Jón Drang- eyjaijarl. Grettishátíð um helgina Grettishátíð verður haldin í Húnaþingi vestra um næstu helgi. Hátíðin hefst með Grett- isvöku i félagsheimilinu Hvammstanga á laugardags- kvöld, 16. ágúst kl. 20.00. Síð- an verður fjölskyldudagur að Bjargi í Miðfirði á sunnudegin- um ffá kl. 11 til 16. A Grettisvökunni á laugar- dagskvöld flytur Einar Kárason erindi, Þórarinn Eldjám les úr verkum sínum og Ólafur Kjart- an Sigurðarson syngur og leik- ur af fingram ffam á hljóðfæri allt ffá GSM-síma til mand- ólíns. Þá verður Grettis saga leikin á „mettíma” af íþrótta- leikhúsinu. Kvæðamannafélag- ið Vatnsnesingur lætur til sín taka og hljómsveitin Rain leik- ur ffumsamin lög. Fjölskyldudagurinn að Bjargi í Miðfirði hefst með sögustund og rölti. Þá verður grillað, tónlist, söngur, leikir og skotbakkar að ógleymdri afl- raunakeppni Grettishátíðar. Meðal verðlauna er ferðavinn- ingur, utanlandsferð, en keppt er bæði í karla- og kvenna- flokki. Skráning er í síma 455 2512 eða á grettir.sterki@gret- tistak.is. Blaðamaður Feykis var við- staddur Grettishátíðina á síð- asta sumri og varð ekki fyrir vonbrigðum. Söguröltið t.d. gefur ótrúlega innsýn í Grettis- sögu, þar sem að hægt er að sjá marga staði sem þekktir at- burðir úr Grettissögunni gerð- ust og ósjálffátt rifjast sagan upp. Þá er jafhan mikið líf í kringum aflraunakeppnina. fiM KlftKJUTt&tl /j KA<Jfy/Ahl4Cn>&i >> Bókabúð Brynjars BÓKABÚB hefur opnar á nýjum stað, Kaupvangstorgi 1 ð Sauðárkróki BKmJARS

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.