Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 7

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 7
27/2003 FEYKIR 7 Frægur kappi til Neista Neista á Hofsós barst óvæntur liðsauki á dögunum þegar leikarinn og leikstjórinn góðkunni Baltasar Kormákur fór að mæta á æfingar og rifja upp takta ífá því hann lék seinast með Breiðabliki í 3. aldursflokki sumarið 1981. Baltasar hefur dvalið í sumar ásamt fjölskyldu sinni á ættaróðalinuHofí .Hesta- mennskan er aðalsport Balt- asars, en þegar hann hafði riðið fram hjá íþróttavellinum nokkrum sinnum í sumar og séð Neistamenn á æfingum fór að kitl’ann að skella sér í boltann aftur, það væri kominn tími til að hreyfa sig. Og kap- pinn hefur verið iðinn að mæta á æfingar að undanfömu og virðist njóta sín vel. „Þetta er geysilega gaman, en ég var með nokkuð mikla strengi eftir fyrstu æfingamar, enda hefiir maður ekki notað þessa vöðva lengi”, sagði Baltastar. Hann lék sinn fyrsta leik með Neista gegn Magna á Grenivík sl. föstudagskvöld, Baltasar Kormákur ásamt Magnúsi G. Jóhannessyni fyrir- liða Neista tv. og Dusko Dimitrivich þjálfara. kom þá inná þegar 10 mínútur voru til leiksloka. Ekki er ljóst livort „Balti” nær að leika fleiri leiki með Neista þar sem að komið er undir lok tímabilsins, en kappinn hefúr engu að síður verið að sýna takta á æfingum á undanfömu og er greinilega brúklegur í 3. deildinni. Reyndar vom Neistamenn að gantast með það þegar Baltasar mætti á sína fýrstu æfingu að líklega væri hann að leita að leikumm í sína næstu mynd, enda sumir þar stigið á fjalimar við góðar undirtektir. Það gengur vel að dæla upp úr Sauðárkrókshöfn og fylla undir Strandveginn. Eins og sjá má er þetta myndarleg „spýja“ sem kemur frá dæluskipinu Perlu þegar hún losar sandinn sem kemur upp úr innsiglingunni í höfnina. Smáauglýsingar Ýmislegt! Smáíbúð til leigu. Til leigu er smáíbúð fyrir einstakling eða nægjusamt par í Háuhlíð 1, Sauðárkróki. Ibúðin er með sér inngangi og er laus frá 15. ágúst. Upplýsingar í síma 453-5632 og 899-5632. Áskrifendur góðir! Munið að greiða seðlana fyrir áskriftargjöldunum. Bikarkeppni FRI fór fram á Laugardalsvelli 8.- 9. ágúst og var keppnin jöfn og spennandi. Þeg- ar upp var staðið voru það FH-ingar sem hömp- uðu Dikarnum með 171,5 stig, sterkt lið Breiða- bliks með Jón Arnar Magnusson í fararbroddi náði öðru sæti með 162 stig. UMSS hafnaði í jriðja sæti og hlaut 158 stig. Bestum árangri í iði IJMSS naoi Sunna Gestsdóttir, sem sigraði í ímm greinum. * I miklu hitaveðri sl. laugardag gerði þrumur og eldingar í Húnaþingi og í kjólfarið dundi yfir mikil úrhellisrigning. Eldingu laust niður á Vatnsnesi og urau tveir sveitabæir rafmagns- lausir um tíma. Þá fór Kjalvegur í sundur við Bláfellsháls vegna vatnselgs en vegagerðamenn fóru strax á staðinn og lauk viðgerð aðfaranótt sunnudagsins. Þetta er í annað skiptið á stuttum tíma sem þrumuveður gerir i Húnaþingi, en það gerðist einmitt í lok síðasta mánaðar. Samkvæmt dómi Héraðsdóms Norðurlands vestra þarf Sveitarfélagið Skagafjörður að ;reiða fyrrverandi sveitarstjóra, Snorar Birni ^ irðssyiý, rúmlega eina mdjón króna í orlof á _ Efrvinnu I framhaldi af dómnum fól byggðar- ráð núverandi sveitarstjóra að skoða málið nán- ar með lögmönnum sveitarfélagsins. Sigui ynrvi Neistamenn unnu öruggan sigur á Hvöt í leik á Hofsósi í gærkveldi. Lokatölur urðu 3:1. Neisti var kominn í 3:0 snemma í seinni hálfleik, en missti þá fljótlega tvo menn út af vegna tveggja lra spjalda. Þeir léku því níu megnið af seinni álfleiknum og tókst Hvöt að skora þegar tvær mínútur voru til leiksloka. Andri Jóhannsson, Helgi Páll Jónsson og Milo skoruðu fyrir Neista. Hvot hefði ekki dugað að sigra Neista í gær til að halda í vonina um úrslitasæti, þar sem Magni sigraði Vask á Akureyri, 0:1. gul nái Fljótamenn mót- mæla húsfhitningi íbúar í Fljótum eru ósáttir við flutning íbúðarhúss í eigu Svetiarfélagsins Skagfjarðar, frá Lambanesreykjum á Sauð- árkrók, þar sem nýta á húsið fyrir skóladagheimili. Ibúamir afhentu sveitarstjóm Skaga- fjarðar undirskriftalista með mótmælum við ákvörðun sveitarstjómarinnar um að flytja burtu húsið, og benda á að ekki sé fúllreynt hvort að unnt verði að halda áfram starfsemi i fiskeldi á Lamba- nesreykjum. Því geti orðið not fyrir húsið í Fljótum áffarn. 75 íbúar skrifa undir yflrlýsing- una. Talsmaður íbúanna, Trausti Sveinsson á Bjamar- gili, er óhress með að þegar hefúr verið hafíst handa við að flytja húsið þrátt fyrir óskir um ffestun. Lokafrestur á innritun Nú fer hver að verða síðastur að skrá sig til náms. Sérstök athygli er vakin á námi í grunndeild tréiðna og grunndeild rafiðna. Tvö pláss eru laus í hvorri deild um sig á haustönn 2003. Hægrt er að fá inni á heimavist skólans og kostar húsnæði með fimm daga fæði kr. 26.888 á mánuði að jafnaði yfir skólaárið. Frábær aðstaða er til að stunda íþróttir, útivist og hestamennsku. Jafnframt er auglýst eftir kennara til að kenna grunnteikningu (18 vikustundir) og kennara í hlutastarf (1/3) í stærðfræði. Umsóknarfrestur er til 24. ágúst nk. Nánari upplýsingar eru gefnar í síma 455 8000 og á heimasíðu skólans www.fnv.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.