Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 5

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 5
27/2003 FEYKIR 5 Kántrýið afar vel heppnað á Skagaströnd Kántrýtónleikamir á laug- ardagskvöldi um verslunar- mannahelgi tókust einstaklega vel. Þeir hófust með því að hljómsveitin The Hefners sté á svið og lék létta diskósmelli. Hljómsveitarmeðlimir vom uppábúnir í stíl fyrri tíma, með hárkollur og lituð andlit. Þeir vom hressir og skemmtilegir og tónlist þeirra lífleg. Næstir á svið vom KK og Magnús Eiríks sem léku m.a. lög af metsöludiski sínum 22 ferðalög. Ahorfendur sem vom á bilinu 1000-1500 kunnu vel að meta skemmti- legan flutning þeirra félaga og tóku undir sönginn, fullum hálsi. Hljómsveitin BSG sem skipuð er þeim Björgvin Hall- dórssyni, Sigríði Beinteins- dóttur, Grétari Örvarssyni og Kristjáni Grétarssyni tók næstu syrpu. Þar vom á ferð at- vinnumenn sem kunnu sitt fag og enn magnaðist frábær stemming við kraftmikinn tón- listarflutning þeirra. Næstur á pall var kántrý- kóngurinn sjálfur Hallbjöm Hjartarson. Hann brást ekki aðdáendum sínum ffemur enn fyrri daginn og renndi sér í gegnum sína þekktu kán- trýslagara við undirleik BSG manna. Hljómsveitin Brimkló tók svo lokahnykk á tónleikana og óhætt að segja að það hafi ver- ið hnykkur sem um munaði. Tónlist þeirra félaga var hreint út sagt ffábær. Hafi einhver komið með hálfum hug yfir því að þama yrðu einungis fluttar útjaskaðar dægurflugur af hálfryðguðum poppumm. Hallbjörn Hjartarson klikkaði ekki frekar en vanalega. Sigga Beinteins var meðal einsöngvaranna. Björgvin Halldórsson leiðir gosspellsönginn. þá fékk sá hinn sami heldur betur aðra afgreiðslu. Gömlu góðu dægurflugum- ar vom keyrðar út af raffnögn- uðum krafti og greinilegt að þeir sem að því stóðu vom hvergi ryðgaðir í ffæðunum. Hljómsveitin sem núna er skipuð þeim Björgvin Hall- dórssyni, Amari Sigurbjöms- syni, Haraldi Þorsteinssyni, Guðmundi Benediktssyni, Magnúsi Einarssyni, Þóri Baldurssyni og Ragnari Sigur- jónssyni, var gífúrlega þétt og skemmtileg. Ahorfendur skemmtu sér hið besta og bæði sungu og tóku línudansaspor á túninu fyrir framan sviðið. Þótt margir ágætir lista- menn hafi komið ffam á kán- trýhátiðum á Skagaströnd und- anfarin ár er ekki á neinn hall- að þótt fúllyrt sé að þessir tón- leikar hafi í heild verið besta dagskráratriði sem setti hafi verið á svið á þeim hátíðunum. A sunnudeginum var hin hefðbundna gospelmessa. Séra Magnús Magnússon messaði og kór Hólaneskirkju söng gospellög undir stjóm og und- irleik Óskars Einarssonar. Ein- söngvarar í messunni voru: Björgvin Halldórsson, Sigríð- ur Beinteinsdóttir, Fannar Viggósson og Hugrún Sif Hallgrímsdóttir. Messan var að vanda létt og skemmtileg og tónlistarflutnigur allur eins og best verður á kosið. mikam (gfts#2 7$ i~FAIRY Bfþvottalögur S8K.169- LENOR Mýkir 750ml 199^“ ARIEL ^pvot'tðefni 1350g [599- FRON S ■Kremkex 250m| . 99- b FRON Mjólkurke^^-I^1 49-\/v á hverjum deqjj

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.