Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 6

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 6
6 FEYKIR 27/2003 Hagyrðingaþáttur 365 Heilir og sælir lesendur góðir. Þrátt fyrir að segja rnegi að nokkuð sé liðið á þetta góða sumar, er hiti og sprettutíð eins og á vori. Er vel við hæfi að byija þáttinn á þessari fallegu vorvísu Guðmundar Birgissonar. Vorið skartar skrúða dýrum skýrist hjarta sumar ljósi. Morgun bjart i huga hýrum húmið svala stemt að ósi. Oft verður fólki það til bragðs að horfa til baka yfir lífsleiðina. Sveinn H. Jónsson sem ég held að hafí verið kenndur við Blöndubakka hér í sýslu mun hafa ort þessa. Sá sem hinsta brotið blað við bemskuþrána hefúr, verður í draumi að vitja um það sem vakan ekki gefúr. Þegar Björn Friðriksson sem var einn af stofnendum kvæðamannafé- lagsins Iðunnar lést orti Sigurður Jóns- son frá Haukagili svo. Gleðin var þér víst að hæfi vel þig geymi feðramoldin. Nú er lokið langri ævi lífsins skuld að fúllu goldin. Gunnar Einarsson Bergskála mun hafa ort þessa. Ei skal kvarta leiðarljós lýsir svartar nætur. Engilbjarta á ég rós innst við hjartarætur. Þá rifjast upp vísa skáldsins Gísla Ólafssonar frá Eiríksstöðum. Fárra hylli hlotnast mér hygg ég spilling vísa. Ég er að villast veginn hér sem vatn á milli ísa. Ragnar Asgeirsson var snjall hag- yrðingur á seinni tíð. Væri gaman ef lesendur gætu vikið að þættinum vís- um eftir hann. Mun þessi vera eftir hann. Tíminn líður alltof ótt ekkert tekst að vinna. Sé ég fram á svarta nótt sólskins vona minna. Þá var Bjöm S. Blöndal einnig landsþekktur hagyrðingar á sinni tíð og er vonandi enn að minnsta kosti hjá þeim sem eldri em. Svo orti hann um reiðhestinn. Snjallt mér bætir Blesi þor, Blakks ei fætur rasa, bjartar nætur, von og vor við mér lætur blasa. Önnur vísa kemur hér eftir Bjöm. Mörg þó seima mörkin ijóð móðs að teymist prjáli. Ennþá geyma íslensk fljóð unaðshreim í máli. Einn af kunnari hagyrðingum hér Norðanlands á fyrri hluta síðustu aldar var Friðbjöm Bjömsson ætíð kenndur við Staðartungu. Lést hann þar í mars 1945. Fyrsta vísa sem mig minnir að ég hafi lært eftir Friðbjöm er ort þegar honum ásamt samferðamönnum var synjað um gistingu. Hef ég reyndar heyrt tvær útgáfur af síðustu hending- unni, en finnst vísan betri svona. Héðan ffá þó hrekjast meigum heims hvar þjáir vald. Skála háan allir eigum alheims bláa tjald. Reynslunni ríkari gefúr hann sam- ferðamönnum eftirfarandi ráð. Gakktu státinn lífsins leið lítt mun grátur bæta. Láttu kátur hverri neyð kuldahlátur mæta. All kunnar urðu eftirfarandi vísur Friðbjöms sem ortar munu til sam- ferðamanns. I viðskiptunum var hann fær vildi hjálpa snauðum. Gekk þó af þeim oftast nær efiialega dauðum. Gjaman vildi guði í vil gefa smælingjunum. Fékk bara aldrei tíma til að taka af peningunum. Þegar hann sagði sjálfur frá sínum kosta grúa, æði margur átti þá örðugt með að trúa. Að lokum þessi kunna staka Frió- bjöms sem gaman er að kveða á gleði- stundum. Vemm kátir öls við ál eyðum grát og trega. Nú má láta sál að sál svigna mátulega. Ragnheiður Magnúsdóttir frá Borg á Mýrum mun vera höfúndur að þessari. Það er senn að koma kveld kveður dagur heiður. Að minninganna arineld er mér vegur greiður. Þá held ég að Kári Sólmundarson eigi þessa. Vonar anda Guðs mér gaf gull þó blandist trúar. Milli landa, lengsta haf ljós að handan brúar. Að lokum þessi fallega vísa sem ég veit því miður ekki efúr hvem er. Þýtur í stráum þeyrinn hljótt þagnar kliður dagsins. Guð er að bjóða góða nótt í geislum sólarlagsins. Veriði þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum 540 Blönduósi, sími 452 7154. Héraðsblöðin vanmetin Á liðnum vetri vann Birgir Guðmundsson blaðamaður á Akureyri skýrslu um héraðs- fréttablöðin, hlutverk þeirra og tilgang fyrir byggðimar. Skýrslan var byggð á könnun sem Birgir framkvæmdi fyrir Háskólann á Akureyri og þar kom fram að hlutverk héraðs- fféttablaðanna er metið mjög mikilvægt af íbúum svæðanna. í niðurstöðu skýrslunnar sagði meðal annars: „Það hlýtur að vera um- hugsunarefni að hlutur héraðs- fféttablaða í byggðafestu og búsetuskilyrðum skuli ekki hafa verið umtalaðri en raun ber vitni, miðað við þá áherslu- breytingu sem orðið hefúr í al- mennri byggðaumræðu á síðari ámm og birtist í tveimur síð- ustu Byggðaáætlunum. Þetta bendir til þess að hlutverk hér- aðsfféttablaða í þessum efnum hafi almennt verið vanmetið. Þetta vanmat kemur meðal annars fram í því að þessi teg- und fjölmiðlunar skuli ekki hafa komið sterkar inn í um- ræðumar í rannsóknarverkefn- inu um Betri Byggð, sem Byggðastofnun og atvinnuþró- unarfélögin víða um land stóðu að. Þar kom aftur á móti ffam hugmynd um grenndarút- varpsstöðvar sem samfélags- styrkjandi starfsemi. Svo virð- ist sem héraðsfféttablöðin, sem er sá miðill sem er víða til stað- ar, gjaldi þess að vera orðinn svo fastur hluti af umhverfmu, að hann gleymist jafnvel þegar menn líta í kringum sig og ræða nýjar leiðir til að styrkja innviði samfélaga. Engu að síður skipta blöðin máli fyrir byggðalög sín og auka þar lífsgæði, atvinnu og lýðræðislega umræðu. Flest bendir til að með tiltölulega einföldum og takmörkuðum stuðningsaðgerðum væri hægt að bæta og auka þjónustu þess- ara miðla verulega, enda ljóst að erfið rekstrarskilyrði setja þeim nokkuð þröngar skorður. Úr því að stjómvöld hafa hvort sem er yfirlýsta stefhu um að bæta búsetuskilyrði á lands- byggðinni þá ætti ekki að vera erfitt fyrir þau að réttlæta opin- beran stuðning við þessa miðla - hugsanlega með svipuðum rökum og gert er í nágranna- löndum íslands. Einn vaxtarbroddur hér- aðsmiðlanna liggur án efa í tæknidrifinni framþróun þar sem netið og vaxandi notkun þess gæti komið þessum miðl- um til góða. Á upphafsskeiði ó- háðu héraðsfréttablaðanna skipti það máli að þau nýttu sér hina nýju prenttækni sem gerði útgáfúna ódýrari og á margan hátt auðveldari. Svipað kann að verða uppi á teningnum nú. Forráðamenn íslenskra héraðs- fréttablaða eru augljóslega opnir fýrir því að nýta sér nýja möguleika sem opnast með veraldarvefhum. Þar af leið- andi er fúll ástæða er til að ætla að íslensk héraðsfréttablöð muni nota sér veftæknina í auknum mæli og jafnvel fylgja fordæmi enskra kollega sinna og beina sjónum sínum sér- staklega að brottfluttum íbúum sveitarfélagsins og bömum og unglinum.” „Þristurinn", DC-3 seni þjónað hefur landsmönnum í 60 ár, er þessa dagana í hringflgi um landið.. Með hringfluginu er fagnað fjórum afmælum; 100 ára afmæli flugsins, 30 ára afmæli Flugleiða, 60 ára afmæli vélarinnar sjálfrar og þess að 45 ár eru síðan landgræðsluflugið hófst. TF-NPK Páli Sveinssyni hefur á undanförnum 30 árum verið flogið í land- græðsluflugi af flugmönnum Flugleiða og fleiri í sjálf- boðavinnu fyrir Landgræðslu ríkisins. Páll Sveinsson var til sýnist á Alexandersflugvelli síðdegis í gær. Til vinstri á myndinni er Björn Thorodssen flugstjóri og þá hleðslumennirnir Omar Jónsson og Björn Björnsson.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.