Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 4

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 4
4 FEYKIR 27/2003 Nýsköpunarverkefnið „Til móts við söguna“ Kristborg Þórisdóttir og bandaríski fornleifafræðingurinn Douglas J. Bolander eru meðal þeirra er vinna að Hólarannsókninni. Fomleifarannsóknimar sem þessi árin er unnið að á Hól- um, hafa nokkur áhrif út í samfélagið og m. a. er i vinnslu skemmtilegt nýsköpunarverkefni sem tengist rannsóknunum. Það er Sigrún Fossberg Amardóttir 28 ára húsmóðir og leikskólakennaranemi sem vinnur að verkefninu en hún fékk þá hugmynd í mars sl. að gera fomleifarannsóknir áhugaverðar og aðgengilegar gmnn- skólanemum, í þeim tilgangi að vekja þannig áhuga þeirra á sögunni og átthagatengslunum. Sigrún sótti um styrk til Nýsköpunarsjóðs vegna þessa verkefnis sem hún hefur unnið að á Hólum í sumar. Verkefnið heitir „Til móts við söguna” - Fomleifarannsóknir á Hólum í Hjaltadal gerðar aðgengilegar íyrir böm. Það em Nýsköpunarsjóður og Byggðasafn Skagfirðinga sem styrkja verkefnið, sem metið er þriggja mánaða vinna. „Þetta er búið að vera geysi- lega skemmtilegt að vinna hér í sumar og verkefnið er mjög á- hugavert. Eg hef fulla trú á að því verði vel tekið þegar það verður fullbúið, það skapi nýja vídd hjá bömum og unglingum sem eru að velta fyrir sér lífinu á jörðinni fyrr og nú, þessu ei- lífðar íhugunarefni”, segir Sig- rún. Sigrún segir að það sé svo- lítið skrítið að hugsa til þess að áhuginn sinn hafi beinst að þessu sviði. „Þegar ég var í grunnskóla hafði ég ekki minnsta áhuga á sögu og fannst hún frekar leiðinleg. Svo þegar ég kom í Fjölbrautaskólann og Þór Hjaltalín núverandi minja- vörður kenndi mér, þá fór hann með okkur í vettvangsferð á gamla þingstaðinn í Hegranesi. Þá gekk hann um svæðið og rifjaði upp söguna, hvað þama hafði gerst fyrir langa löngu, og þá var eins og sagan opnaðist iyrir mér. Ég þakka Þór eigin- lega það að ég fékk þessa hug- mynd að verkefninu í vetur, þessi sögufræðsla sem ég fékk frá honum hefur blundað í mér þennan tíma, segir Sigrún en það er einmitt Þór og Ragn- heiður Traustadóttir fomleifa- ffæðingur forstöðumaður Hóla- rannsóknanna, sem em um- sjónarmenn Sigrúnar í verkefit- Það er skemmtilegt að glugga í þessa nýju kennslubók fyrir böm í fomleifafræði. Sig- rún nálgast viðfangsefnið á skemmtilegan hátt og skýrir á einfaldan máta hvemig fom- leifafræðingar vinna og til- ganginn með rannsóknunum. Gluggum aðeins í texta „Til móts við söguna” sem kannski á þó eftir að taka eilitlum breyt- ingum, áður en ffágangi er lok- ið. Jörðin okkar er búin að vera til í mörg ár, margar aldir og þúsundir ára. Það er erfitt að gera sér grein fyrir svo mörg- um ámm. Hvert æviskeið er Sigrún Fossberg Arnardóttir vinnur að verkefninu á Hólum, seni ætlað er að gera forn- leifarannsóknir áhugaverðar og aðgengilegar grunnskólanemum, í þeim tilgangi að vekja þannig áhuga þeirra á sögunni og átthagatengslunum. bara agnar pínu brot af öllum þessum milljón ámm. Eins og eitt lítið sandkom í fjöm - ja eða eitt skref af öllum skrefum sem þú hefur stígið yfir ævina. Hvert skref skilur eftir sig fótspor, rétt eins og hvert ævi- skeið skilur eftir sig leifar. Jörðin geymir margar gerð- ir af jarðlögum og þar er hægt að finna margskonar vísbend- ingar sem gefa okkur innsýn í menningu fyrri tíma. En getur þú hjálpað fom- leifafræðingum að rannsaka fyrri tíma? Hólar í Hjaltadal er gamalt biskupssetur. Það var i kring- um árið 1100 að fólk krafðist þess að settur yrði biskupsstóll á Norðurlandi. I fyrstu vildi enginn gefa jörðina sína en að lokum gaf Illugi Bjamason, sem var prestur á Hólum jörð- ina sína undir biskupssetur. Það gerði hann „ fyrir guðs sakir og nauðsynja heilagrar kirkju”. Minjamar sem koma úr jörðinni em gamlar og frá mis- munandi tímabilum. Þess vegna þurfa fomleifaffæðingar að beita nokkmm aðferðum til að skera úr um aldur minjanna. Að skoða jarðlög er ein að- ferð sem fomleifafræðingar notast við. Hægt er að sjá hvort búið er að hreyfa við jarðlagi eins og sést á myndinni á blað- síðu 3, þar sem grafin hafa ver- ið niður leirbrot. Þar sést að jarðlagið hefur verið hreyff til. Hér á Islandi er gott að skoða jarðlögin með tillit til hvenær eldfjöllin okkar hafa gosið. Eftir hvert eldgos verð- ur til gjóska sem dreifist yfir jörðina, líkt og það sé stráð hveiti yfir gólf. Þegar unnið er að fomleifa- uppgreftri er athugað hvort hægt sé að finna fræ, plöntu- leifar, skordýraleifar og þ.h. Þannig er hægt að segja til um hvaða gróður óx á svæðinu og jafnvel gefið vísbendingar um loftslag og veðurfar á mismun- andi tímum. Einnig má fá hug- myndir um notkun jurta í gamla daga sem skepnufóðurs og til heimilishalds. Leifar jurta sem em ftamandi í ís- lensku umhverfi, geta sagt okkur til um hvort íslendingar hafi keypt jurtir sem gefa tilefni til að álykta um erlend sam- skipti og styðja vísbendingar um viðskiptatengsl. Við Hólarannsóknina starfa margir sérfræðingar, einn af þeim er Steve, hann tekur sýni úr jarðveginum og vinnur með hann. Fyrst fer hann á vettvang og tekur sýni í fötur. Síðan bleyt- ir hann upp í jarðveginum þannig að fræin fljóta ofan á vatninu, síðan er flotið sigtað, þurrkað og skoðað í víðsjá. Leifar af skordýmm geta sagt til um hvaða tegundir hafi lifað á ákveðnu svæði eða í til- teknuhúsi. Eins geta skordýra- leifar sagt fyrir um aðstæður þar, t.d raka og hitastig. Slíkar upplýsingar gera fomleifafræð- ingum kleift að skera úr um hvort tiltekið mannvirki hafi verið útihús eða mannabústað- ur. Til em tegundir skordýra sem einungis lifa á og með mönnum og aðrar sem aðeins hafast við hjá tilteknum dýra- tegundum. Það er auðveldara að sjá hvaða hlutir það em sem finn- ast ef maður hefúr séð þá áður. En þá er líka gaman að láta hugann reika; skildi þessi lykill hafa gengið að skúffú, kistli eða hurð? Hver skyldi hafa verið eigandi hans, skyldi það hafa verið biskup á Hólum eða vinnuhjú? Feykir næst 27. ágúst

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.