Feykir


Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 3

Feykir - 13.08.2003, Blaðsíða 3
27/2003 FEYKIR 3 „Mikil sjálfboða- vinna iyrstu árin“ Spjallað við Ragnar Guðmundsson forseta Kiwanisklúbbsins Drangeyjar Það er stórt ár hjá kiwanismönnum í Drangey á Sauðárkróki, en á vordög- um var haldið upp á 25 ára afmæli klúbbsins með stórveislu í félagsheim- ilinu Árgarði. í tilefni afmælisins var einnig safnað fyrir heitum potti handa heimilisfólki á sambýlinu í Fellstúni á Sauðárkróki. Það var einmitt á 20 ára afmæli Kiwanisklúbbsins Drangeyjar fyrir fimm árum sem klúbbfélagar beittu sér fyrir söfnun vegna kaupa á bíl fyrir sambýlin á Sauðárkróki, sem gerði það að verkum að nú getur heim- ilisfólk þar bmgðið sér í bíltúr og rofið þannig hversdagsleikann annað slagið. Drangeyjarklúbburinn hefúr eins og kiwanisklúbbar, og reyndar aðrir líkn- arklúbbar um allt land, stutt við þá sem minna meiga sín i þjóðfélaginu. „Böm- in fyrst og fremst” em einkunnarorð Drangeyjarmanna og eins og áður er getið hefúr klúbburinn stutt afar vel við fatlaða á Sauðárkróki og í Skagafirði, og er þá ónefndur stuðningur klúbbsins við íþróttafélagið Grósku en þar taka kiwanisfélagar t.d. virkan þátt í dóm- arastörfum á bocciamótum. Einnig hefúr Drangey um árabil gefið verð- laun til bikarmóta hjá sunddeild Tinda- stóls og þannig mætti áffam telja. Síð- ast en ekki síst gefa Drangeyjarmenn öllum 7 ára bömum í Skagafirði reið- hjólahjálm á vori hveiju. Núverandi forseti Drangeyjar er Ragnar Guðmundsson múrarameistari Ragnar Guðmundsson forseti Drangeyjar við Kiwanishúsið á Eyrinni, en hann segir að það hafi skipt sköpum fyrir klúbbinn, þegar hann eignaðist eigið húsnæði. og leigubílstjóri. Þetta er í annað sinn sem Ragnar gegnir þessari ábyrgðar- stöðu en skipt er um klúbbforseta ár- lega. „Ég gekk í klúbbinn þegar hann hafði starfað í eitt ár og er meðal þeirra sem þar hafa verið lengst. Þegar við fögnuðum 25 ára afmælinu í vor, voru þeir sex sem enn em í klúbbnum af stofnfélögunum heiðraðir. Þetta em þeir Gunnar Pétursson, Hjalti Guð- mundsson, Ingimar Hólm, Jónas Svav- arsson, Svavar Einarsson og Sverrir Svavarsson.” Talið berst að fyrstu starfsámm Kiwanisklúbbsins Drangeyjar? „Þetta var mikil sjálfboðavinna sem lögð var að mörkum fyrstu árin. Þá vom aðalfjáraflanimar girðingavinna og þökulagnir. Fljótlega fómm við svo að selja fisk í sveitum Skagafjarðar. Farið var í söluferðir einu sinni í mán- uði og skiptu félagamir því á milli sín. Þessu var mjög vel tekið og salan gekk ágætlega lengi vel. Svo fór smá saman að draga úr fisksölunni, þannig að á síðasta ári hættum við henni. Þá kom í staðinn sem aðalfjáröflun útgáfa síma- skrár fyrir héraðið. Við söfnum í hana auglýsingum og þessi útgáfa gefúr okkur þokkalegar tekjur.” Auk þess sem fyrr er getið í tilefni 25 ára afmælis Drangeyjar, þá má nefna það að á 20 ára afrnæli klúbbsins barst það í tal að vegna nafns klúbbsins þá væri snyðugt að gera eitthvað úti i Drangey. Þessi fyrirheit vom efnd í vor þegar kiwanisfélagar komu upp útsýn- isskifú í eynni. Fjömtíu manna hópur fór út þegar útsýnisskifan var vígð, fólk á öllum aldri með klúbbfélögum, en auk Ragnars var það Ingólfúr Guð- mundsson sem átti drýgstan þátt í upp- setningu útsýnisskífúnnar. Félagar í Kiwanisklúbbnum Drang- ey hafa löngum verið vel á fjórða tug- inn, en síðustu árin hefur gengið erfið- lega að halda uppi félagatölunni eins og reynst hefúr í hreyfingunni í heild og annarri klúbbstarfsemi. í dag em Drangeyjarfélagar um 30 talsins. Frá afliendingu heita pottsins í sambýlinu í Fellstúni á Sauðárkróki. Ragnar Guðmundsson og Ingólfur Guðmundsson að Ijúka við að koma fyrir útsýnisskífunni í Drangey. Samvinnubókin og KS-bókin Tveir góðir kostir til að ávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 4,60% vexti, bundin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 5,10%, Ársávöxtun 5,17% —^ Innlánsdeild

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.