Feykir - 28.01.2004, Síða 2
2 FEYKIR 4/2004
Söngvarakeppni
Grunnskólans
Söngvarakeppni Grunn-
skóla Húnaþings vestra var
haldin í Félagsheimilinu á
Hvammstanga í liðinni viku.
Þetta er árleg skemmtun i
skólanum og rennur allur ágóði
í ferðasjóð nemenda skólans.
Stóð keppnin í nær tvær og
hálfa klukkustund, enda kepp-
endur fjölmargir, en alls 35
sungu 27 lög. Var skemmtun-
in vel sótt af íbúum Húnaþings
vestra og er það mat undimtaðs
að söngvarakeppnin hafi tekist
mjög vel.
Keppnin var tvískipt eftir
aldursflokkum. í fyrri hluta
hennar kepptu yngri nemendur
gmnnskólans og í seinni hluta
eldri nemendur. Veitt vom
verðlaun fyrir fyrsta, annað og
þriðja sæti í báðum aldurs-
flokkum.
I yngri aldurshópnum sigr-
aði Fríða Maiý Halldórsdóttir, í
öðm sæti lenti Kolbmn Ama
Bjömsdóttir og þriðja sætið
hreppti Þorvaldur Helgi Jó-
hannsson. 1 eldri aldurshópn-
um bar Kristinn Rúnar Víg-
lundsson sigur úr býtum, annað
sætið hlaut Ragnheiður Soffia
Georgsdóttir og í þriðja sæti
lenti Sylvía Hera Skúladóttir.
Sigurvegaramir sungu síðan
lög sín aftur að lokinni verð-
launaafhendingu, Fríða Marý
söng lagið „Við saman” með
Hljómum og Kristinn Rúnar
söng „Higher and higher” með
Jet Black Joe, en hann mun
einmitt flytja sama lag þegar
Nýr Essóskáli
á næsta sumri
Byggingamefnd Blöndu-
ósbæjar afgreiddi á fúndi sín-
um í gær tvö mál, sem tví-
mælalaust flokkast undir
stórmál. Tekin var fyrir um-
sókn Olíufélagsins um leyfi
til að rífa núverandi Essó
skála við Norðurlandsveg og
byggja nýjan tæplega 500
fermetra skála á sama stað.
Er áformað að í þessar ffarn-
kvæmdir verði farið á næst-
unni og nýr skáli verði tekinn
í notkun á sumri komanda.
Jafnffamt lá fyrir bygg-
ingamefnd ósk um álit vegna
fyrirhugaðra framkvæmda
við Efstubraut 1 en þar er
stefnt að byggingu ullar-
þvottastöðvar Istex en heima-
menn hafa stofnað fjárfest-
ingafélag, m.a. til að kaupa
og byggja húsnæði fyrir stöð-
ina. Verði af þessum ffam-
kvæmdum verða til um það
bil 10 ný ársverk á Blöndu-
ósi. Bæði þessi erindi fengu
jákvæða umfjöllun bygging-
amefndar og er því ekkert að
vanbúaði að hafist verði
handa.
Lokið við sjóvöm
á Blönduósi
Þessa dagana eru starfs-
menn Fjarðar sf. á Sauðár-
króki að Ijúka við sjóvömina
neðan við athafnarsvæði
Landssímans á Blönduósi.
Um er að ræða u.þ.b 200 m
gat sem átti eftir að loka og
verður þá sjóvömin samfelld
frá ósi Blöndu til Blönduóss-
hafnar. Er þetta lokaverkefni
Fjarðar sf. en þeir höfðu áður
lagfært sjóvamir á Víkum og
Kálshamarsvík á Skaga og á
Skagaströnd. Var þetta allt
gert eftir útboð ríkisins. Verk-
efnið á Blönduósi tafðist að-
eins vegna þess að sökum
góðrar veðráttu fengu þeir að
klára frágang við Þverár-
fjallsveg fyrst. Var það allt í
góðri sátt við bæjaryfirvöld á
Blönduósi.
Fréttavefúrinn Húni greindi
ffá þessu í gær.
Frá söngvarakeppni Grunnskólans á Hvammstanga í félagsheimilinu sl. fimmtudag.
hann keppir, fyrir hönd félags-
miðstöðvarinnar Orion, á
söngvakeppni Samfés næst-
komandi laugardag.
Dómarar keppninar vom
Benedikt Guðni Benediktsson,
Kristín Guðmundsdóttir og
Rakel Runólfsdóttir. Kynnar
keppninar vom Sylvía Hera
Skúladóttir og Bryndís Björk
Hauksdóttir. Hljómsveitina
skipuðu Jóhann Benediktsson
á gítar, Sigurvald Ivar Helga-
son á trommur, Páll Bjömsson
á bassa og Elinborg Sigurgeirs-
dóttir á hljómborð.
Eftir þessa keppni er ljóst að
við eigum nóg af upprennandi
söngvumm hér í Ffúnaþingi
vestra og eigum við ömgglega
eftir að sjá einhver þeirra skapa
sér gott nafn í söng i ffamtíðinni.
Jón ívar Hcrmannsson.
Söguslóð á Vatnsnesi
Opinn fúndur um málefhi
ferðaþjónustu á Vatsnesi var
haldinn í Hamarsbúð á Vatns-
nesi í fyrrakvöld. Meðal dag-
skrárliða fúndarins vom fyrir-
lestur þeiira Ásbjöms Björg-
vinssonar frá Hvalamiðstöð-
inni á Húsavík um markaðs-
setningu hvalaskoðunarferða,
og Hrafnhildar Yrar Viglunds-
dóttur um búsetuminjar tengd-
ar útræðri á Vatnsnesi.
Hrafnhildur Ýr Víglunds-
dóttir vann BS verkefni um
þetta efni á síðasta vonnisseri í
sambandi við nám sitt í ferða-
málaffæði við Háskóla Islands
og var erindi hennar á fúndin-
um byggt á niðurstöðum þess
verkefnis. Hugmynd Hrafn-
hildar er að sett verði upp eins
konar söguslóð á Vatnsnesi,
þar sem ferðamönnum gefist
kostur á að kynnast sögu ver-
búða, sjósóknar og landbúnað-
ar á nesinu. Helstu áningastað-
ir söguslóðar yrðu: Sandvík,
Skarðsbúð, Hamarsbúðir sem
standa í landi Almennings,
Stapar og Krossanes. Þessi
hugmynd hefúr fengið góðar
undirtektir hjá ráðamönnum í
Húnaþingi vestra, að sögn
Hrafnhildar ýrar er mjög lík-
legt að „Söguslóð á Vatnsnesi”
verði að vemleika á næstu
ámm ef nægt fjármagn fæst.
Á söguslóð er hugmyndin
að hafa tvo mannaða áfanga-
staði. Annars vegar Sandvík,
þar sem um væri að ræða eins-
konar safn, en þar væri stað-
settur einn leiðsögumaður.
Miðstöð söguslóðar er hins-
vegar hugsuð við Hamarsbúðir
en þar er húsnæði fyrir hendi.
Þar er hugmyndin að hafa
Gestastofú, þar sem fram færi
veitinga- og minjagripasala.
Minjagripir yrðu að vera
lýsandi fyrir sögu og náttúm
Vatnsnessins og skilyrði að
þeir væm bæði hannaðir og
framleiddir af heimamönnum.
Annað slagið væri möguleiki
að setja upp fjömhlaðborð í
anda þeirra sem haldin hafa
verið í Hamarsbúð. Möguleiki
væri að útbúa sérstaka verbúð-
ardagskrá i kringum hlaðborð-
ið þar sem sýnd væm gömul
vinnubrögð eins og beiting,
flatning og annað slíkt.
Störf við Gestastofú og at-
burði henni tengdri gætu verið
margvísleg, og þar skapast eitt
fast starf í 3-4 mánuði á ári, á-
samt einum til þremur hluta-
störfúm eftir aðsókn. Að mati
Hrafnhildar ýrar gætu síðan
önnur störf skapast í kringum
Söguslóðina, ef heimamenn
hefðu áhuga að nýta sér, af-
þreying eins og hestaleiga,
selaskoðun, sögusvið Natan-
sögu Ketilssonar á Illugastöð-
um og þar ffam eftir götunum.
Frá fjönihlaðboröi í Hamarsv.
Óháð fréttablað á Norðurla ndi \ estra Kemur út á miðvikudögum. Útgefandi Feykir Ritstjóri: Þórhallur Ásmundsson. hf. Skrifstofa: Ægisstíg 10, Sauðárkróki. Áskriftarverð 210 krónur hvert tölublað með Póstfang: Box 4,550 Sauðárkróki. Símar: 453 vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. 5757, 897 5729 og 854 6207. Netfang: feykir Setning og umbrot: Feykir. Prentun: Hvítt & @ krokur. is. og feykir@simnet.is Svart hf.