Feykir


Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 5

Feykir - 14.04.2004, Blaðsíða 5
13/2004 FEYK3R 5 „Einu sinni var” Kirkjuklaufm ber nafn sitt af kirkjunni sem var syðsta húsið í Króknum 1892 og fram um aldamótin 1900 og lengur. Læknishúsið var reist 1901 en á þeirri lóð er nú sýslumannsembættið og Lands- banka-útibúið. (Læknishúsið stendur nú undir Nöfúm í miðri Skógargötunni.) Síðan tóku við Flæðamar og Malirn- ar sem Sauðáin flæmdist um og var dálítið illvíg í vetrar- flóðum. Nú rennur Sauðáin suðaustur með Sauðárhæðinni og ofan í Sauðármýrar og til Tjamartjamar. Sjúkrahúsið og bóknámshúsið standa á sjálffi Sauðárhæðinni. Á gömlu Fæðunum em nú íþróttavöllur, sundlaug, banki og Safnahús. Kirkjuklaufin var fjölfarin snemma á 20. öld og sífellt meir sem skepnuhald jókst á Króknum framyfir miðja öld- ina. Mikil tún vom unnin á Móunum en fyrr á tímum var fjölfarið upp í Sauðárhálsa og að Hlíðarenda til mótöku, þar sem að nú er golfVöllur. Það láu því flestra leiðir um Kirkjuklaufina og margir Króksarar hafa farið þar sína síðustu för í kirkjugarðinn þar sem víðsýni er mikið til allra átta í Skagafirði. Það var því eftirsótt að byggja og búa sunnan og ofan kirkju. Beint sunnan kirkjunnar stendur Suðurgata 2. Þar býr nú Baldvin Kristjánsson með- hjálpari og bankamaður með sínu fólki. Þetta hús er fyrsta steinhlaðna hús bæjarins og var lengi nefnt ljósmyndara- hús. Daniel Davíðsson myndasmiður lét byggja húsið 1907 og '8. Jón Pálmi ljós- myndari, mikill og vinsæll for- ustumaður í félagsmálum og síðan landflótta vegna pen- ingafölsunarmálsins, bjó í fá- ein ár í húsinu. Síðan Pétur Hannesson faðir Hannesar skálds. Næst ofar í Klaufinni stóð Framnes byggt 1914. Á síðari ámm kallað Garðs- hólmi, enda verslað þar og lengi umboð helstu happdrætt- anna á íslandi. Sigga og Garð- ar Hansen bjuggu þar lengi. Þetta hús var fjarlægt 1. apríl sl. og var með öllu horfíð eftir sex stunda vinnu stórvirkra vinnuvéla. Vestan við Fram- nes stendur Skriða byggt 1915. Þarbjuggu í áratugi Jón Stefánsson og Margrét Jó- hannsdóttir ásamt sonum sín- um Áma og Kjartani. Allt var þetta fólk kennt við Skriðu. Ámi í Skriðu em nú aldinn orðinn og býr í Suðurgötunni, en Kjartan bróðir hans syðra. Skriða er nú sem eyja í miðri götu og hlýtur að hverfa alveg á næstunni. Efst að sunnanverðu stóð Ævarsskarð byggt 1925, en það hús var rifið 31. mars sl. og ekki nema dagsverk. I þessu húsi var lengst Krist- Og visnagerðin hefúr veitt þér mikla lífsfyllingu? „Já hún hefúr gert það mik- ið. Þegar ég kom suður gekk ég í kvæðamannafélagið Ið- unni í Reykjavik og þar er alltaf mikið um yrkingar. Þá má líka geta þess að við Ingi Heiðmar Jónsson náðum sam- an hóp af hagyrðingur, og komum því á að haldin yrðu landsmót hagyrðinga. Þau ganga ennþá yfir landið, það er eitt ár í hveijum landsfjórðungi og eitt í Reykjavík og ná- grenni. Það tekur fimm ár að fara hringinn og við emm nú komin vel á annan hring. Næsta hagyrðingamót verður á Hvolsvelli á sumri komandi.” Og Ingi Heiðmar og ffú em í miklu uppáhaldi hjá Jóa enda hefúr hann verið til heimilis hjá þeim síðustu árin. Hann segir mjög létta stemningu myndast á hagyrðingamótunum og þá skapast það andrúmsloft að menn séu fljótir að yrkja. Þeir séu hver öðmm skemmtilegri hagyrðingamir sem þama hitt- ast og ekki em síst í uppáhaldi hjá Jóa Þingeyingamir, og hann nefúir þá Friðrik Stein- grímsson í Mývatnssveit og Jóhannes Sigfússon á Gunn- arsstöðum. Að öðmm hag- yrðingamótum ólöstuðum hafi það sem haldið var á Borgarfirði eystra fyrir nokkmm ámm líklega verið það alskemmtilegasta. - En hvemig lyst Jóa ann- ars á ástandið á landsbyggð- inni? „Mér líst illa á ástandið. Ég er svo mikill sveitamaður í mér að mér finnst hörmung hvem- ig sveitimar em að fara. Ég hef samt alltaf haft trú á því að þetta eigi effir að lagast en það verður þó aldrei í sömu mynd og það hefúr verið.” „En það er vorhugur í manni þegar maður kemur heim”, segir Jói og hann klikk- ur út í þessu spjalli með vísu sem varð til meðan við röbbuð- um saman. Vorið tæpast verður tál vorið léttir byrði. Vor i hjarta vor í sál vor í Skagafirði. 'V Eins og sjá má hefur Kirkjuklaufin breytt um svip. Skriða sem stendur sunnan götunnar, skarar nokkuð inn að götunni. björg Guðmundsdóttir ffá Ási í Hegranesi og þangað láu leiðir „Nesmanna” flestra fyrr á tíð þegar farið var í kaupstað eða á mannamót. Björgvin Jónsson í Ási byggði ofan á húsið hjá móðursystir sinni, en flutti upp í Hlíðarhverfi með sínu fólki unr 1980. Húsið var illa farið undir það síðasta og lítill sómi sýndur. Brýn þörf fyrir greiðar samgöngur upp á Móa varð að ganga fýrir. Landsmótið á sumri komanda flýtti fyrir breytingum. Þau eru mörg sporin sem kynslóðirnar hafa átt um Kirkjuklaufina. Fólk að fara í kartöflugeymsluna í heila öld eða upp á tún. Böm að leik í löngum sparksleðalestum al- veg niðurfyrir kirkju. Það voru glaðir dagar. Það var ísleifur gamli Gíslason kennari, kaupmaður, hómoristi og í miðju samfé- lagsins í nærri 60 ár, sem tölti í elli sinni upp til hennar Krist- bjargar ffá Ási sem var mat- móðir hans á efri árum. Göngulagið var auðþekkt. ís- leifúr var mjög kirkjurækinn og átti sitt fasta sæti að norðan- verðu og fastagestur í gömlu Gúttó. Sjáið þið ekki samfélagið í Klaufinni er þeir hittust á föm- um vegi Jón „stóri”, Fúsi Bjöms; bróðir Jóns í Gránu, Jón í Skriðu, Kristján Hansen og ísleifúr. Sitthvað hefúr nú verið spjallað. hing. HELGARTILBOB Honey Nut Cheerios kr. 319 Ofnsteik kr. 899 kg. Gulrófur kr. 89 kg Gulraetur kr. 149 kg Gular baunir 500 gr. 39 kr. Coco Puffs kr. 298 Cheerios kr. 298 Hrossasaltkjöt m beini 198 kr. kg Folaldasaltkjöt úrb. 299,- Lambasaltkjöt I fl. 310,- Lambasaltkjöt 11 fl. 223,- Lambasaltkjöt úrb 395,-

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.