Feykir


Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 2

Feykir - 08.12.2004, Blaðsíða 2
2 Feykir 43/2004 StéttarfélagicI Samstaða_____________ Ný heimasíða opnuð í byrjun desembermánaðar var formlega opnuð heimasíða Stéttarfélagsins Samstöðu, www.samstada.is. Á henni er að finna helstu upplýsingar um félagið og starfsemi þess, ásamt upp- lýsingum um þjónustu sent félagið veitir,umsóknir o.þ.h. Stefnt er að því að félagsmenn geti fýlgst sem best með starf- semi félagsins og því sem er að gerast hjá verkalýðshreyfingun- ni í heild. Einnig verða settar inn fféttir tengdar atvinnulífi á svæðinu. Þá er hægt að senda inn fyrirspurnir, skrá sig á póstlista og skrifað pistla um það sem mönnum býr í brjósti. Heimild: www.samstada.is Lionsklúbbur Blönduóss_______ Dvalarheimili aldraðra á Skagaströnd færðar góðar gjafir Föstudaginn 3. desember síðastliðinn afhenti Lionsklúbbur Blönduóss tvo sjúkralyftara til Sæborgar, dvalarheimilis aldraðra, á Skagaströnd. Annar lyftarinn er til þess að hjálpa vistmönnum að komast í heita pottinn en hinn lyftarinn til að auðvelda starfsfólki við hjúkrun vistmanna. Bjarni Stefánsson, formaður Lionsklúbbsins, afhendi gjöfina en Pétur Eggertsson fram- kvæmdastjóri stofnunarinnar þakkaði höfðinglega gjöf. Við þetta tækifæri söng Kór eldri borgara í Húnaþingi nokkur lög. Að lokum var gestum boð- ið upp á kaffiveitingar og var þessi stund hin ánægjulegasta. Heimild: www.huni.is Leidari Guðmundur á Egilsá látinn Síðasdiðinn laugardag lést Guðmundur L. Friðfinnsson, bóndi og skáld á Egilsá í Akrahreppi. Til stóð að sveitungar hans héldu með honunt upp á 99 ára afmælið nú í desem- ber. Með Guðmundi er genginn merkur og að mörgu leiti vanmetinn maður. Guðmundur hóf að skrifa bækur á miðjum aldri og var einn fárra skálda sem var jafnvígur á allar tegundir ritstarfa. Eftir hann liggja skáldsögur, leikrit, ljóð í bundnu máli og óbundnu, barnabók og þjóðlegur fröðleikur. Hann hiaut Davíðspennann fyrir sína síðustu bók en var alla tíð sorg- lega lítið hampað af þeirri elítu sem ákveður hvort list er góð eða léleg. Guðmundur var náttúrubarn eins og glögglega kernur fram í hans skrifum. Hann og kona hans Anna Gunnars- dóttir voru meðal frumkvöðla í skógrækt og í garðinum á Egilsá er að finna einhver elstu og hæstu tré í Skagafirði. Á Egilsá voru gróðursett talsvert á annað hundrað þúsund trjáplantna. Eftir Guðmund liggur farsælt ævistarf, sem mun halda minningu hans á loíti um ókomin ár. Ártii Gimnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Feykir Útgelandi: Feykirhf. Skrilstola: Aðalgötu21, Sauðárkróki Blaðstjorn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðamiaðun Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Símar455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson Siman 4535757 Netföng: feykir@krokur. is Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónurmeð vsk. Póstfang: Box 4,550 Sauðárkrókur Setning og umbrot: Hinirsömusf. Prentun: Hvitt & Svart ehf. Solborgm kom meo óvenjulegan farm ao landi Frammastrið afJökli á hafnargarðinum á Sauðárkróki. Jökull kominn til hafnar eftír 41 ár Seinni partinn á mánudaginn kom Sólborg EA-270 til hafitar á Sauðárkróki nteð óvenju- legan farm. Þannig var að þeir á Sauðárkrókur Sólborginni \'oru á dragnóta- veiðunt djúpt norðvestur af Málmey þegar eitthvað óvenju- legt kræktist með. Þegar koniið Kveikt á jólatrénu Á sunnudaginn var kveikt á jólatrénu á Kirkjutorgi sem kom að venju alla leið frá Kongsberg í Noregi. Áður en dagskrá hófst á torginu var bænastund í Sauðárkrókskirkju þar sem þakkað var fvrir líf þeirra þriggja scm björguðust í brunanum á laugardags- rnorgun og piltsins sem lést var minnst. Eftir athöfnina var jóla- tréið tendrað. Hefðbundin dagskrá var á torginu en þar flutti sveitarstjóri ávarp, barnakór söng, jólasvein- ar komu askvaðandi niður Kirkjuklaufina og þá var dansað í kringum jólatréð. Frá bænastund í Sauðárkrókskirkju. Desemberspá Veðurklúbbsins Frá Kirkjutorgi. Spá hvrtum jólum Þá er kominn desember og þar af leiðandi tíma- bært að birta jólaveðurspána. Til að byrja með viljum við minnast á hve vel þriggja tungla spáin sem við gerðum í haust hefúr staðist. En nú er annað vetrartunglið rúmlega hálfnað. Snjórinn hefur að mestu hald- ist á þessunt tíma þrátt fýrir mikla umhleypinga í veðri og hitastigi, en um það snerist sú spá í megindráttum, snjó og umhle)'pinga. En þá að desemberspánni. Jú, við ætlum að halda okkur við hvít jól. Hvít og falleg jól. var til hafnar kom í ljós að hér var um að ræða ffammastur af Jökli SK-131 og því kannski tæplega hægt að segja að Jökull sé kominn í höfii en þó hluti af honum. Þann 9. nóvember 1963 brann Jökull á þessum slóðum og sökk, en áhöfninni, tveimur mönnum, var bjaigað um borð í Harald Ólafsson frá Hofsósi, en svo segir í bókinni íslensk skip. Eigendur bátsins voru Friðrik Jónsson, Steingrímur Garðarsson og Friðrik Frið- riksson frá Sauðárkróki. Jökull var byggður á Akureyri árið 1927 úr eik og fúru, hann var 8 brúttólestir og í honunt var 44 hestafla Kelvin K. 2 dísel vél. Að sögn Ómars Unasonar er fúll- víst að mastrið sé af Jökli. Ekki er mikið um að svona nokkuð komi upp með veiðarfærum á Skagafirði enda aðeins vitað um örfáa skips- skaða hér. Jólatunglið kviknar í N 12. desember og verður fullt á annan í jólum. Við eigum ekki von á mildum breytingum með þ\4 tungli, helstar þær að norðanáttir gætu orðið harðari og ekki loku fyrir það skotið að meira eigi eftir að snjóa. Stórra breytinga á veðurfari er þvi ekki að vænta fyrr en í fýrsta lagi með þorratungli sem kviknar þann 10 janúar, en við látum allra spár þar að lútandi bíða ffarn í janúar. Að lokum viljum við óska landsmönnum öllum góðrar aðventu og gleðilegra jóla. Veðiirklúbburiim d Dalbœ, Dalvík

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.