Feykir


Feykir - 08.06.2005, Page 2

Feykir - 08.06.2005, Page 2
2 Feykir 22/2005 Aðalfundur Öldunnar - stéttarfélags Hagnaður af öllum sjóoum félagsins Glæsilegur hópur Löngumýrarmeyja sem útskrífuðust fyrír 50 árum kom saman á Löngumýri á 100 ára afmæli Ingibjargar fv. skólastjóra I. júní sl. Gunnar Rögnvaldsson skrifar Ingibjörg á Löngu- mýri 100 ára Þær voru margar ungu stúlkurnar sem lögðu leið sína að húsmæðraskólunum hér á árum áður meðan húsmæðraskólar voru og hétu, en þeirra blómaskeiði lauk að mestu fyrir allmörgum árum með vaxandi námsframboði og aukinni atvinnuþátttöku kvenna utan heimilis. Aðalfundur Öldunn- ar - stéttarfélags var haldinn þann 31.maí. Á fundinum voru reikn- ingar félagsins til af- greiðslu og var afkoma félagsins mjög góð. Hagnaður var af öllum sjóðum félagsins eða um 14,5 milljónir. Athygli vekur afko- ma sjúkrasjóðs en 6 milljóna króna hagnaður var af sjóð- num á síðasta ári en árið 2003 var hagnaðurinn 700 þúsund krónur. Aðalskýringin er sú að mun færri félagsmenn sót- tu urn sjúkradagpeninga árið 2004 en árið á undan. Ein breyting var gerð á reglugerð sjúkrasjóðs og var ákvæði um reglur varðandi sjómenn fellt út en í því kvað á unt að dagpeningar til sjó- manna skyldu miðast við skráningardaga og kauptryg- gingu síðustu 12 mánaða. I síðustu samningum sjó- manna breyttist framlag lau- nagreiðenda til jafns við aðra og er nú greitt 1% af heildar- launum sjómanna í sjúkras- jóð í stað 1% af kauptryg- gingu áður og er því eðlilegt að sjómenn eigi sama rétt og aðrir félagsmenn hvað sjúkradagpeninga varðar. Var þessi breyting samþykkt sam- hljóða. Þá var ný stjórn kjörin á aðalfundinum og er hún þannig skipuð: Þórarinn Sverrisson formaður, Hjördís Gunnarsdóttir varaformaður og Anna Guðbrandsdóttir ritari. Meðstjórnendur eru Bjarki Tryggvason, Eiríkur Jónsson, Elín K. Jóhannes- dóttir, Haraldur Hjálmars- son, Sólveig Guðbrandsdótt- ir og Særún Björnsdóttir. Varamenn í stjórn voru kjörnir: Anna Birgisdóttir, Hulda Jónsdóttir, Sigfríður Halldórsdóttir og Ágúst Marinósson. Ein af þeint konum sem lyfti Grettistaki í menntun ungra stúlkna um miðja síðustu öld var Ingibjörg Jóhannsdóttir á Löngumýri. Hennar köllun var að gefa ungum stúlkum kost á að setjast á skólabekk og nema þau fræði sem þá þóttu koma þeim að mestu gagni á lífsleiðinni. Ingibjörg var elst þriggja systra á því mikla menningarheimili sem Langamýri var. Snemma varð ljóst að Ingibjörg var óvenjulegum forystuhæfileikum gædd, varð skólastjóri húsmæðraskólans á Staðarfelli ung að árum, en eftir gifturíka dvöl þar leitaði hugurinn heim á leið. I5að má af vanefnum reyna að gera sér í hugarlund þann kraft og þá hugsjón sem Ingibjörg hefur borið með sér heim til foreldra sinna er hún tilkynnti þá ákvörðun sína að stofna skóla fyrir ungar stúlkur a æskuheimili sínu. Hún lét ekki sitja við orðin tóm, hófst strax handa við byggingu núverandi matsalar, en þar og í gamla íbúðarhúsinu hófu 20 stúlkur nám veturinn 1944- 1945. Nú fóru í hönd erfiðir tímar við uppbyggingu bæði náms og húsnæðis. Ekki var sótt í neina sjóði og tjarri því að einhugur væri nteðal Skagfirðinga um staðsetningu húsmæðraskólans. En með baráttuþreki og dugnaði var lagður grunnur af ómetanlegu starfi sem enn lifir í minningu þeirra fjölmörgu kvenna sent áttu sínar bestu stundir á kvennaskólaárunum. Ekki rná heldur gleyma öllum þeim Löngumýrarmeyjum sem létu heillast af skagfirskum herramönnum eða bændaefnum á Hólum, settust hér að og auðguðu mannlífið svo rnikið, að ekki er gott að gera sér í hugalund hvernig unthorfs væri í dag hefði það ekki kornið til. í þessu samhengi er gaman að vitna í orð eins bóndasonarins sem alla daga mændi heim að Löngumýri. “Þetta var skrítið drengur minn og öllu snúið við, í þá daga hlakkaði maður til haustsins, en kveið vorinu” Árið 1962 var sjón Ingibjargar farin að daprast og þrekið að minnka. Til að tryggja áframhaldandi starfsemi staðarins í hennar anda tók hún þá ákvörðun að gefa þjóðkirkjunni Löngumýri, allar byggingar og töluverðra landspildu. Ingibjörg var sanntrúuð kona og vissi sem var að hennar hugsjónir og ævistarf yrðu best varðveittar með þessu móti. Kirkjan stóð fyrir húsmæðrakennslu til 1977 er forsendur slíkrar starfsemi breyttust eins og fyrr er getið. í dag er starfið fjölbreytt, en markmiðið fýrst og fremst að hlúa að ýmsum minnihlutahópum sem ekki hafa fyllilega sömu möguleika og aðrir í lífsbaráttunni, s.s. eldri borgurum, fötluðum og sjúkum. Námskeið, fundir og kristilegar samverur af ýmsurn toga eru stór þáttur ásamt safnaðarstarfi Glaumbæjarprestakalls. Enn þann dag nýtur staðurinn góðverka Ingi- bjargar og vinkonu hennar og samkennara Bjargar Jóhannesdóttur, en þær létu stórar peningagjafir renna til staðarins sent nýttir hafa verið til uppbyggingar, nú síðast við byggingu kapellunnar og þjónustuhúss sem stendur á grunni gamla skólahússins. Þessar línur eru settar niður af því tilefni að þann 1. júní sl. hetði Ingibjörg Jóhannsdóttir orðið 100 ára. Svo skemmtilega vildi til að þann sama dag hittust á Löngumýri konur sem útskrifuðust þaðan fj'rir 50 áruni. Þar var glatt á Hjalla eins ogvonerogvísaogþarvarþeirri hugmynd kastað fram sem hér með er kontið á framfæri að gaman væri að safna santan í bók minningarbrotum frá nemendum á Löngumýri, en þar kærni saman bæði mikill fróðleikur og skemmtun. Fyrirhugað er að minnast afmælis hinnar merku konu og frumkvöðuls Ingibjargar á Löngumýri á haustdögum og verður þess getið nánar síðar. Gunmr Rögnvaldsscm Löngumýri Leiðari Þriðja stjórnsýslustigið Uppbygging stóriðju í Hvalfirði og á Austurlandi, meðvituð uppbygging stjórnvalda á Akureyri og bættar samgöngur rnilli höfúðborgvarsvæðisins og nágrannabyggða hafá bre)4t byggðamálum á íslandi verulega. Atvinnusvæði höfuðborg- arinnar spannar frá Rangárvöllum vestur í uppsveitir Borg- arfiarðar. Á miðju Austurlandi er þensla vegna stóriðju og á Akureyri hafa opinber umsvif vaxið jafnt og þétt. Utan þessara svæða fækkar fólki víða og tekjur dragast sarnan. Við þessar aðstæður þarf að skoða vandlega hvort heppilegt gæti verið að taka upp þriðja stjórnsýslustigið á íslandi. Til dærnis mætti skoða kosti þess og galla að hafa hina fornu landsfiórðunga sérstakar stjórnsýslueiningar er tækju við verkefnum ríkis og að hluta sveitarfélaga, svo sem skattheimtu, vegagerð skólamálum og fleiru. Að sjálfsögðu er fátt um töfralausnir í byggðamálum en okkur ber skylda til að skoða alla kosti er gætu verið skynsamlegir. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefandi: Feykir hf Skrifstofa: Aðaigötu21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guöbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjori & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÚliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónurhvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf.

x

Feykir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.