Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 1
Fjölbrautaskóli Norðurlands vestra Mikil fjölgun á heimavist Umsoknum um heimavist hefur fjólgað um fimmtung og verða nemendur þar eitthvað á annað hundrað en nemendur skólans í heild næsta skólaár. Skólameistari horfir með bjartsýni á skólastarfið næsta vetur og segir að ýtt verði á flot nýju þróunarstarfi í kennslu- háttum með nýtingu marg- miðiunar sem gera á nem- endurn auðveldar með nám. Stefnt er að því að nemendur geti með myndrænum hætti fýlgst með útleiðslum á stærð- fræðiformúlum og verði gert kleift að fara hraðar í gegnunr námsefhi áfanga en áður var gerlegt. Við Fjölbrautaskólann verður mikið fjör í verknámi næsta vetur en tvær deildir heíja starfsemi senr ekki var á eitthvað á fimmta hundrað síðasta skólaári. Það er annars vegar Vélstjórnarbraut 2.stigs en 14 nenrendur hefja þar nám og hins vegar er verknámsdeild rafiðna endurreist með fullum krafti og stýrir Gísli Árnason þar verkum. Unnt er að bæta við tveimur nemendum. F)TÍrtæki hafa styrkt skólann með búnaði sem gerir okkur fært að sinna þessu nýja verkefni. Aðsókn að bygginga-og mannvirkjadeild hefur verið góð og eru nokkrir nemendur kornnir á biðlista. Ánægjulegt er til þess að vita að nemendur skólans hafa á undanförnum árum unnið til viðurkenninga og náð bestum árangri á landsvísu í mörgum greinum. Loks má nefha að fullskipað er nokkurn veginn í verknám málmiðna en ekki er útilokað að koma þar einum að. Meðal nýjunga í verknámi verður eldsmíði sem bændurn og búaliði verður boðið að kynna sér í vetur og stendur til að halda námskeið ef eftirspurn vaknar. Stefnt er að því að kennslubúnaður í verknámi verði svo vel úr garði gerður að hann teljist til þess besta sem þekkist í framhaldsskólum og verði starfsfólki og aðstandendum skólans til mikils sórna. Mjólkursamlag Skagfirðinga Birgðir að Að sögn Snorra Everts- sonar hjá Mjólkursam- lagi KS eru birgðir hjá mjólkursamlaginu að minnka í staðinn fyrir að aukast eins og venjan er á þessum árstíma. Má rekja þessa jákvæðu þróun til aukinnar neyslu mjólkurvara á landsvísu en sá böggull fylgir skammrifi að Mjólkursamlagið vantar meiri mjólk til að hafa undan eftir- spurn. Mikil þörf er því á að auka við mjólkurkvótann í héraði eða að minnsta kosti reyna eftir fremsta megni að halda í minnka þann kvóta sem fýrir er. Það er því nokkuð áhyggjuefni hversu margir kúabændur í héraðinu hafa verið að selja kvótann að undanförnu og hætta. Samlagið 70 ára í júlí Sagt er frá því á vef KS að þann 16. júlí árið 1935 var fyrsta mjólkin lögð inn hjá Mjólkursamlagi KS á Sauðárkróki. Starfsfólk Mjólkursanrlags- ins ætlar að minnast þessa áfanga með því að hafa opið hús föstudaginn 15. júlí n.k. frá kl. 12:00 til 16:00. Blönduós Tjaldsvæðið opnað um síðustu helgi Tjaldsvæðið á Blönduósi var formlega opnað um síðustu helgi, um mánuði seinna en í venjulegu ári. Ástæðan var sú að for- svarsmenn Glaðheima, reksr- araðila tjaldsvæðisins, tóku þá ákvörðun að opna ekki form- lega tjaldsvæðið f)Tr en bygg- ingu hins umdeilda þjónustu- húss, sem gárungarnir hafa gefið nafnið „sprengihúsið”, væri lokið. Hinsvegar hafa gestir og gangandi mátt gista á tjald- svæðinu endurgjaldslaust þar til um síðustu helgi. Að sögn starfsmanns upp- lýsingamiðstöðvarinnar á Blönduósi var þar mjög rnargt urn manninn unt helgina, tjaldsvæðið sneysafullt og tólk jafnvel farið að tjalda inn á milli bústaðanna í Brautarhvammi. Þá voru 2 og 3 húsbílar og felli- hýsi á hverjum rafmagnsstaur og þurftu starfsmenn upplýs- ingamiðstöðvarinnar að bjarga málunum með millitengjum svo að allir sem þurftu kæmust í rafmagn. Því var ekki amalegt að geta tekið á móti fólkinu og boðið því svona góða aðstöðu og þjónustu eins og með hinu nýja þjónustuhúsi, en þar er að finna tvær sturtur, salerni, þvottavél, þurrkara auk séraðstöðu fj'rir fólk í hjólastólum. Þá lét viðmælandi Feykis þess getið að umgengni um svæðið hafi verið til mikillar fýrirmyndar og hvergi bréf- snifsi að finna eftir að fólk hélt úr sínum næturstað.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.