Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 26/2005 Forsvar ehfá Hvammstanga Nýr framkvæmastjóri Um mánaöarmótin síö- ustu tók Gunnar Halldór Gunnarsson við af Karli Sigurgeirssyni sem fram- kvæmdastjóri Forsvars ehf. á Hvammstanga. í stuttu spjalli við Feyki sagði Gunnar Halldór að spennandi tímar væru fra- mundan hjá fyrirtækinu og bæri þar hæst ný þjónusta sem það væri að þróa og kynna. Um er að ræða svokall-aða skjásvörun sem er í raun beint framhald símsvörunar, en sá er munurinn að fyrirtækið sem kaupir þjónustuna kemur sér upp snertiskjá og háhraða in- ternettengingu sem viðskip- tavinurinn síðan notar til að komast í sanrband við mót- tökuritara sem staðsettur er á Hvammstanga. Þar er tekið á móti viðskiptavininum senr hann væri á staðnum þan- nig að viðskiptavinurinn ætti aldrei að koma að „lokuðunr dyrunum”. Til að halda utan um þjónustuna eru allar up- plýsingar um þessi samskipti skráð í sérstaka vefdagbók, þannig sá sem kaupir þjónust- una veit alltaf hvað er að gerast hvar svo sem hann er staddur. Aðspurður segir Gun- nar Halldór að þjónustan henti bæði litlum og stórum fyrirtækjum og að allt hafa gengið vel hingað til. „En til þess ber að líta að þjónustan er alveg ný af nálinni og því er óhjákvæmilegt að upp konri atriði sem þurfi að leysa. Hinsvegar er aldrei litið á slík tilvik sem neikvæðan hlut, heldur tækifæri til að þróa þjónustuna áfram. Þá er hug- búnaðardeildin alltaf að eflast en fyrirtækið fæst nr.a. við stór verkefni fýrir Félagsmála- og sjávarútvegsráðuneytið en sinnir einnig sérverkefnum fyrir minni aðila, fyrir utan bókhaldsþjónustuna sem var nú upphafið að fýrirtækinu.” Hjá Forsvari starfa nú 11 manns á Hvammstanga en fýrirtækið hefur einnig skr- ifstofuaðstöðu í Reykjavík. Aðspurður segist Gunnar Halldór ekki hafa orðið var við annað en að allir séu jákvæðir í garð verkefnisins og vonist til að þjónustan nái að dafna. Nánari upplýsingar: www.forsvar.is Leiðari Skiljum við og viljum við? Sú áráttn stjórnmálamanna að vilja sameina sveitatfélög, vegna þess að þá getnm við öll notið þeirrar blessunar, verndar og vcllíðunnar sent stœrðin veitir, sýnist mér tcepast eiga stuðning meðaljónanna. Attðséð er að á flestum stöðum eru venjulegir metm sem leggja á sig það starf sem til'þarj, svo viðhaldistgeti “sti sveitamennska” settt all- tafhefur einkennt þeirra heimabyggð. Dæmin erti tnörg, nœrtækast erauðvitað Sœluvika Skagftrðinga, Htinavaka, Fiskidagar á Dalvík, SMarœvintýrið, Halló Akureyri, Þjóðhátíð t Eyjum, og svo framvegis ogsvoframvegis í það óendanlega. Þetta santiar að frekar viljuin við vera lítil ogsjálfstœð, ett stórog ósamstœð, eða eftil vill vœri rétt að segja stór og splundruð. Þarna Itafa forystumeitnirnirfarið offari en þeirra hugmynd er að aðeins Alþingi lutgsi rökrétt, það erþversögnin í málinu. Sárafáir alþingismenn, þógóðirséu, geta ekki Intgsað fjrir alla liina. Við hin, sem erutn tæpast einsgáfuð, skiljum þetta ekki ogþað sem ttteira er - viljum þetta ekki. HJ Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Utgefandi: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdís Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson Stella Hrönn Jóhanns- dóttir feykir@krokur.is Simi 453 6001 Póstfang Feykis: Box 4, 550 Sauðárkrókur Áskriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Hinir sömu sf. Prentun: Nýprent ehf. Byggðasaga Skagafjarðar Fornbýli á Öxnadalsheiði Föstudaginn 1. júlí sl. fór Hjalti Pálsson ritstjóri byggðasögunnar ásamt Guðnýju Zöega fornleifa- fræðingi hjá Byggðasafninu í Glaumbæ með að- stoðarfólki upp á Öxnadalsheiði í þeim tilgangi að aldursgreina fornbýli sem þar eru. Könnunarholur á bæjarstæði Grundar. Tilvist þeirra hefur verið á fárra vitorði og ekki kunnugt unr neinar ritaðar heimildir er greini frá byggð þar utan Tryggvi Emilsson mun nefna hana í ævisögu sinni. Hjörleifur heitinn Kristinsson á Gilbakka var áhugamaður um fornbýli á Öxnadalsheiði og kunni að segja frá þremur bæjurn sem verið heíðu á heiðinni, nefndi þá Grjótá, Grund og Blómstursvelli. Þá vitneskju mun hann hafa fengið úr munnmælum, helst frá Stefáni Jónssyni á Höskuldsstöðum. Byggðasöguritari hefur leitað þessara bæja og fundið minjar unr tvo. í Skógarhlíðinni er ein húsatóft neðan við útsýnis- og hvíldarplan Vegagerðarin nar. Þar er skjólsælastur staður í Silfrastaðaafrétt og grösugar grundir sem hafa þó í tímans rás legið undir skriðuföllum sem kunna að hafa farið yfir bæinn, því engin bæjartóft er sýnileg á svæðinu. Um 400 nretra vestan við Grjótá, undir brekkurótum, rétt ofan við gamla veginn eru hins vegar minjar um heilt býli með túngarði, nokkrum húsum og ókennilegum garð- lögum. Þennan stað kalla menn Grund. Þriðja býlið Grjótá hefur ekki fundist þrátt fýrir ítrekaða leit. Vera kann að það Hólarí Hjaltadal_____________ Tvennar pflagrímagöngur Þann 13. ágúst n.k. verða gengnar tvennar pílagrímagöngur heim að Hólum. Pílagrímagöngur er ekki nýjar af nálinni á Islandi. Fyrr á öldum lagði fólk ótrúlegar veglengdir að baki í slíkurn göngum. Þau allra hörðustu eins og Guðríður Þorbjarn- ardóttir senr bjó í Glaumbæ fyrir um lO.öldum, gekk alla leið suður til Rómar. Flest létu sér nægja að ganga styt- tri vegalengdir og sækja helga staði innanlands heim. Máltækið „að fara heim að HólunT' varð til á dögurn Jóns helga Ögmundarson- ar fyrsta Hólabiskups en hann hvatti fólk til að vitja Hóladómkirkju reglulega. Enn er endurnærandi fyrir líkama og sál að koma heinr að Hólum. Því hefur verið ákveðið að efna til pílagríma- gangna til Hóla, í tengslunr við Hólahátíð sem fer franr dagana 12.-14. ágúst. Annars vegar verður lagt upp frá Atlastöðum í Svarf- aðardal og gengið hina fornu þjóðleið yfír Heljardalsheiði. Fararstjórar verða prests- hjónin séra Einar Sigurbj- örnsson og séra Guðrún Edda Gunnarsdóttir. Þetta er ganga senr flest ættu að ráða við. Hinsvegar verður gen- gin forn biskupaleið frá Flugumýri í Blönduhlíð og komið niður hjá Hvammi í Hjaltadal, skanrmt inn- an við Hóla. Fararstjórar verða Þórarinn Magnússon á Frostastöðum, gangnastjóri í hafi verið austan við Grjótána en þar hefur mikið landsvæði farið undir vegagerð. Raunar væri eins trúlegt að ofangreindur bær hafi heitið Grjótá því hann er í mikilli nánd við Grjótána. Farið var á bæjarstæði Grundar og gerðar þar könnunarholur í vegg. I ljós kom að hann var byggður eftir árið 1000 en ekki tókst að ákvarða lok búsetu þarna. Ekki fannst snefill af öskulaginu frá Heklu 1104, né heldur frá Heklu 1300, sem nýtast svo vel við aldursgreiningu í torfveggjum. Reyndar sást öskulagið frá Heklu 1766 en bærinn hefur farið í eyði löngu fýrir þann tíma. IJklegast má telja að þarna hafi verið byggt og búið á 11. Eða 12. Öld en á 13. Öld kólnaði veðurfar og má ætla að þá hafi Grund/ Grjótá orðið óbyggileg sakir vetrarþyngsla því hún er í 480 m hæð yfir sjávarmáli og er þar með sá bær sem liggur langhæst yfir sjávarmáli í Skagafirði. Byggðasöguritari hefur undanfarið verið að skoða sig um í Norðurárdalnum, nú- verandi og fyrrverandi landi Silffastaða, og telur sig hafa fundið greinilegar minjar unr fornbýli á mörgum stöðum í Silfrastaðalandi, þ.e. á Skelj- ungshöfða, á Gvendarnesi, á Bessakoti og Ketilsstaða- grundum. Auk þess við Vala- gilsá í landi Frenrri-Kota og í Ulfsstaðapartinum sunnan Norðuár. Akrahreppi og kona hans Sara R. Valdimarsdóttir. Biskupa- leiðin telst nokkuð erfið og ekki ráðleg nerna fyrir þau sem eru vön göngum. Tekið verður fornrlega á móti pílagrímum með helgi- stund í Hóladómkirkju kl. 18. Nánari tilhögun píla- grímagagnanna verður aug- lýst síðar en fólk hvatt til að taka daginn frá og hefja und- irbúning!

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.