Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 6

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 6
6 Feykir 26/2005 M I N N 1 N (', KONRÁÐ GÍSLASON fæddur 2. janúar 1923 - látinn 24. júní 2005 Konráð Gíslason fæddist á Frostastöðum í Akrahreppi 2. janúar 1923. Hann lést 24. júní og var jarðsunginn frá Sauðárkrókskirkju 2. júlí. Bálför fer fram síðar og verður Konráð jarðsettur í Flugumýrarkirkjugarði við rætur fjallsins Glóðafeykis. Við vitum lítið hvað tekur við eftir dauðann en við trúum því að lífið haldi áfram á öðru tilverustigi og þar fáum við að hitta vini og samferða- menn þegar jarðvistinni lýkur. Konni var trúaður maður og viðhorf hans og grundvall- arreglur í lífinu voru og eru öðrum til eftirbreytni. Hann til dæmis velti fýrir sér hvort að ákvarðanir og athafnir daglegs lífs væru í samræmi við boðorðin og þá kristnu trú er hann var skírður til. Hann var félagshyggju- rnaður, alinn upp í anda Vor- manna íslands, hann hugsaði og tók sínar ákvarðanir út frá hagsmunum heildarinnar og sérdrægni og einstaklingshyg- gja voru hounj fjarri. Konni var, líkt og margir aðrir félagshyggju- og sam- vinnumenn, ekki sáttur við margar þær breytingar sem orðið hafa á íslensku sam- félagi undanfarna áratugi. Einkavæðing fýrirtækja í eigu þjóðarinnar, mammons- dýrkun og eltingaleikur við lögmál ntarkaðarins voru fjar- ri hans lífsskoðunum. Evró- pusamruninn var honum ekki að skapi. Konni var sömu- leiðis einarður andstæðingur sameiningar sveitarfélaga og hafði þar mikið til síns máls. Kjarninn í þeirri skoðun hans var að hver og einn ætti að fá að hafa jafn mikil áhrif á ákvarðanatöku í daglegu lífi og mögulegt er. Hann sá ekki tilganginn með því að fækka sveitarfélögum, leggja niður skóla og félgsheimili og færa ákvarðanatöku úr hreppsnef- ndum í eina sameinaða sveit- arstjórn. Konráð Gíslason var heil- steyptur maður og ávallt samkvæmur sjálfum sér. Það þurfti kjark til þess að segja sig úr stjórnmálaflokki sem hann hafði starfað fýrir og fýlgt að ntáluin alla sína tíð. Það gerði Konni. Lífsviðhorf hans breyt- tust ekki en það gerði stefna ílokksins og því skildu leiðir. Hann var staðfastur. Það er gott að minnast Konna. Hann var glaðvær húmoristi og hafði þægi- lega nærveru. Fylgdist vel með, krufði mál til merg- jar og myndaði sér skoðun á vel ígrunduðu máli. Mér er það eftirminnilegt þegar hann kallaði saman fólk til skrafs og ráðagerða á heimili þeirra Helgu Bjarnadóttur í Varmahlíð og skipulagði her- fræðina í hverju og einu máli. Þannig menn er gott að eiga að og ég vil þakka kærlega fýrir stuðning og velvild í minn garð í gegnum tíðina. Það er sömuleiðis til eftirbreytni að fýlgja skoðunum sínum eftir og reyna að hafa áhrif á umh- verfi sitt og ákvarðanir. Helgu, börnum og barn- abörnum votta ég samúð við fráfall Konna. Hann var farsæll maður og vinsæll og gat að ferðalokum litið stoltur yfir farin veg. Og ef ég þekki Konna rétt er hann núna korninn í kompaní með Jónasi heitnum Hallgrímssyni og þeim Fjölnismönnum, að leg- gja á ráðin um hvað sé þjóðin- ni fýrir bestu og landinu sem hann ann. Árni Gunnarsson Þeir hverfa nú af vettvangi einn aföðrum frumkvöðlarnir sem ruddu brautina fyrir framförum þjóðarinnar á tuttugustu öldinni. Þeir sem unnu óskiptir með hug og hönd að hag héraðs síns, að heill ættjarðarinnar. Þjóðin á þeim mikið að þakka. Kynni okkar Konráðs hóf- ust fljótlega eftir að við fjölsk- yldan komum í Skagafjörð vorið 1981 og ég gerðist skólastjóri á Hólum í Hjal- tadal. Svo vildi reyndar til að sonur Konráðs, Bjarni Ste- fán, var í hóp fýrstu nemenda minna þar og Gísli Rúnar einn af starfsmönnum. Þá fann ég mjög sterkt fýrir því hversu stórfjölskyldan á Frostastöðum bar mikinn og góðan hug til Hóla. Konráð sjálfur lauk bú- fræðiprófi frá Bændaskólanum á Hólum 1942 og minntist veru sinnar þar ætíð með gleði og þakklæti. Sagði hann mér að námsdvölin þar hefði reynst sér drjúgt vegarnesti í fjölbreyttu ævistarfi. Hug hans ntá meðal annars rnerkja af því að hann sagði ávallt „ Ertu að fara heimeftir“, þegar spurt var um hvort verið væri að fara heim að Hólum. Mér sem nýfluttum í Skagafjörð er þetta orðtak minnistætt. Ég mat það mikils og hugurinn sem því fylgdi greiptist inn í vitundina. Þau Konráð og Hel- ga brugðu búi og fluttu í Varmahlíð. Og þegar leiðin lá þar um var svo sjálfssagt að korna við hjá þeim hjó- num, þiggja góðgerðir og eiga stutt spjall. „Það er allt í lagi að koma seint“ sagði Helga þegar við Ingibjörg litum þar við eitt sinn undir miðnættið. Heimili þeirra var svo einstak- lega þrungið hlýju og gestrisni og þegar kvatt var og þakkað fýrir góðgerðir eruin við þegar farin að hlakka til að koma aftur. Konráð var mikill söng- maður, glettinn og hrókur alls fagnaðar en einarður og heill í samskiptum. Konráð hafði brennandi áhuga á félagsmálum og fýig- dist vel með stjórnmálum en í honurn átti samvinnuhug- sjónin og félagshyggjan öflu- gan talsmann. Það var gott að eiga Konráð sem vin og ráðgjafa og félagsstarfi Vin- stri-grænna í Skagafirði var mikill styrkur að leiðsögn hans og margháttuðum stuðningi. Konráð var mikill unnandi náttúrunnar. Er ég þess full- viss að hann mun í einlægni geta tekið undir kveðju Magn- úsar Gíslasonar ffá Vöglum til Skagfirðinga: „Meðan „ Vötnin“ ólgandi að ósum sínum renna iðgrœnn breiðist gróður um sléttur, hœð og laut geisiar árdagssóJar á bröttum tindum brenna blessun Drottins ríkulega falli þér skaut“ í lok Sæluviku, 30. apríl sl. eftir söngdagskrá í Miðgarði stóðum við hjónin upp ffá kaffiborðinu á heimili Kon- ráðs og Helgu í Varmahlíð, endurnærð af gestrisni þeirra. Við ætluðum að kveðja inni í stofú en þá stóð Konráð á fæt- ur „ég fýlgi ykkur til dyra“. Nú fýlgjum við honum til dyra og þökkum hlýjar ntinn- ingar um góðan vin og félaga sem bæði leiddi og miðlaði samferðafólkinu ríkulega af hugsjónum og mannkærleik. Blessuð sé minning Kon- ráðs Gíslasonar frá Frosta- stöðum. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason Hlynur Hallsson opnar sýningu Götumvndir í Gallery ASH Hlynur Hallsson opnar sýninguna „götumyndir - roadmovies" í Gallerí ash í Varmahlíð, laugar- daginn 9. júlí klukkan 14.00 Á sýningunni eru átta textaðar ljósmyndir sem henta sérstaklega vel fýrir ferðamenn sem eiga leið um þjóðveg númer 1 því þær eru á íslensku, þýsku og ensku. Verkin eru öll frá þessu ári og hafa verið sýnd hjá Galleri 21 í Malmö og Galerie Robert Drees en hér er um íslandsfrumsýningu að ræða. Allir eru velkomnir á opnun og það kostar ekkert inn. Hlynur Hallsson er fæddur á Akureyri 1968. Hann nam myndlist við Myndlistaskólann á Akureyri, Myndlista- og handíðaskóla íslands og við listaháskólana í Dússeldorf, Hamborg og Hannover þar sem hann lauk mastarsnámi 1997. Hlynur hefur haldið yfir 30 einkasýningar á síðustum árum og tekið þátt í um 50 samsýningum. Hlynur er bæjarlistamaður Akureyrar 2005. Þetta verður seinasta sýningin sem haldin verður í ash galleríi þar sem haldnar hafa verið 3-4 sýningar á sumri undanfarin ár. Anna S. Hróðmarsdóttir þakkar öllum þeim sem hafa litið við til að skoða sýningarnar. > Ólafshússmótarööin í golfi 07 á Sauðárkróki 6. - 7. júlí > Hérðasmót USAH í frjálsum íþróttum á Blönduósi 7. júlí > Knattspyrna á Króknum M.fl. karla - 2. deild, Tindastóll - Leiftur/Dalvik, kl. 20.00 > Fornleifarölt á Hólum kl. 17.00 8. júlí > Steaknight á Kaffi Krók, kl 18-22 > Gengið til móts við Galdra-Loft á Hólum, kl. 22.00 9. júlí - 2. ágúst > Hlynur Hallsson opnar Ijósmynda- og textasýningu í Ash galleríi, Lundi í Varmahlíð 9. júlí > Dagsferö í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Fornleifarölt kl. 13.00 Hólar í Hjaltadal, Skagafjörður 10. júlí > íslenski safnadagurinn Dagskrá í Heimilisiðnaðarsafninu á Blönduósi > íslenski safnadagurinn Heyannir og handverk í Glaumbæ í Skagafirði > Markaðsdagur í Varmahlíð > Firmakeppni í golfi við Blönduós > Fjölskyldudagur á hestaleigunni, Lýtingsstöðum í Skagafirði > Dagsferð í Laugarfell með JRJ jeppa- ferðum. Farið frá Varmahlíð kl. 11 > Guðsþjónusta í Knappstaðakirkju í Skagafirði kl. 14.00. Árleg reiðmessa. Sr. SigurðurÆgisson. Kaffisopi og meðlæti undir kirkjuveggnum að messu lokinni. > Guðsþjónusta í Hóladómkirkju kl. 11.00. Tónleikar í Hóladómkirkju kl 14.00. Kór Selja- kirkju syngur undir stjórn Jóns Bjarnasonar. Kaffihlaðborð á veitingastaðnum Undir Byrðunni, hefst kl. 15.00 > Helgistund í Skagastrandarkirkju 11. júlí > Skotfélagið Ósmann með opinn skot- völlinn, frá kl 18-21 við Sauðárkrók 12. júlí > Barnadagar á Hólum, dagskráin hefst kl. 15.00 13. júlí Meistaramót GSS í golfi við Sauðárkrók 13. -16. júlí Meistaramót GÓS í golfi við Blönduós 14. júlí Fornleifarölt á Hólum kl. 17.00 söfn & sýningar Á NORÐURLANDIVESTRA Glaumbær - opið alla daga frá 9-18 Minjahúsið á Sauðárkróki - opið alla daga frá 14-17 Víðimýrarkirkja - opið alla daga frá 9-18 Vesturfarasetrið - opið alla daga frá 11-18 Vatnalífssýningin á Hólum - opið alla daga frá 10-18 Samgönguminjasafn Skagafjarðar - opið alla daga 13-18 Heimilisiðnaðarsafnið á Blönduósi - opið alla dagafrá 10-17 Byggðasafnið á Reykjum - opið alla daga frá 10-18 upplysingar@skagafjordur.is

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.