Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 5
26/2005 Feykir 5 Landsbankamót Tindastóls Hressir krakkar á knattspyrnumóti Tindastólsstrákar fagna afkrafti. Landsbankamót Tlndastóls í knattspyrnu var haldið í fyrsta skipti á Sauðárkróki um síðustu helgi en það voru knattspyrnukempur í 4. flokki (bæði strákar og stelpur) sem höfðu þátttökurétt. Það er mál manna að mótið hafi tekist vel og það sé komið til að vera. Kristjáni þakkað fyrir með handabandi en Ellen gefur aðdáenda eiginhandaráritun. ÓÞ Tónleikar í Hóladómkirkju Húsfyllir hjá KK og Ellen Veður til sparks var hið ágætasta á laugardeginum; sólin lét kræla á sér og á miUi helltist rigning ofan af himninum eins og hellt væri úr fötu. Á sunnudeginum kólnaði og hvessti eftir því sem á daginn leið. Keppendur gistu í Árskóla í góðu yfirlæti og ekki er annað að heyra en að vel hafi til tekist með mótið. Um tvöhundruð manns komu á tónleika í Hóla- dómkirkju á mánudags- kvöldið. Þar fluttu syst- lcynin Kristján og Ellen Kristjánsbörn mörg af sýnum þekktustu lögum á undaförnum árum. Tónleikarnir voru hald- nir að tilstuðlan Hólanefn- dar og Guðbrandsstofnunar sem hafa staðið fyrir tónlei- kahaldi á Hólum síðdegis á sunnudögum um tíma. Var kirkjan og inngangurinn full og nokkrir hlýddu á utan- dyra sem var vandalaust því Skagafjörðurinn skartaði sýnu fegursta þetta kvöld. Eins og við var að búast voru hinir fjölmörgu áheyrendur ekki sviknir af flutningi þeirra systkyna sem var sérlega vandaður og ekki spillti ágætur hljómburður Hóladómkirkju fyrir. Flutt voru nokkur lög af sálrna- plötu Ellenar sem út kom fj'rir síðustu jól og einnig ýmiss dægurlög sem þau hafa gert vinsæl á undanförnum árum. Var þeirn þakkaður flutn- ingurinn og ekki síður sér- lega elskuleg framkoma með lang\'innu lófataki í lokin auk þess sem margir gestir þök- kuðu þeim með handabandi eftir hljómleikana. Þetta voru sjöttu tónleikar þeirra syst- kyna á landsbyggðinni á nok- krum dögum og jafnframt þeir síðust að þessu sinni. Þess má geta að nk. sunnudag verður Seljakórinn í Hóladómkirkju og helgina þar á eftir verður blásaratrío úr Reykjavík og 24 júlí mun kór Glerárkirkju verða þar með hjómleika. ÖÞ: Magnús Helgason afhendir verðlaun. Þróttar-stelpur með bikar. Tindastóls-stelpurnar til í slaginn! r tomato \ KETCHUP j ^gWAIT.NOMfg Heinz tómatsósa 907 gr. ORA maís 1/2 ds. Hunts BBQ sósur McVities Caramel kex 300 gr. 4 Ef þú kaupir 2 pk. af Kellog s færö þú handklæði i kaupbætir. Food line maccarónur 500 gr. QQ Food line pastaskrúfur 500 gr. QQ Food line spaghetti 1 kg,

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.