Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 8

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 8
SHELL SPORT SKAGFIRBINGABRAUT 29 SAUÐARKROKI SIMI 453 6666 Si®lls])0vt Skagafjörður Landsvirkiun leggur Brimnesskógum lið Fólk úr umhverfishópi Landsvirkjunar sem vinnur undir kjörorðinu “Margar hendur vinna létt verk", f.v. HjaltiAxel Yngvason, Dagbjört Vestmann Birgisdóttir, Sigurður Gústafsson og Steinn Kárason framkvæmdastjóri Brimnesskóga. Hópur ungs fólks úr Umhverfishópi Landsvirkjunar vann nýlega að endurheimt hinna fornu Brimnes- skóga í Skagafirði þegar gróðursettar voru á fimmta þúsund birkiplöntur og á annað hundrað gulvíðiplöntur. Steinn Kárason fram- kvæmdastjóri Brimnesskóga ffæddi hópinn í upphafi verks um forsögu og hugmynda- fræðina að endurheimt Brim- nesskóga, en til verkefnisins er eingöngu notað náttúrulegt skagfirskt birki, reynir og gulvíðir, sem upprunnið er í Hrolleifsdal og Austurdal í Skagafirði. Gróðursetningin tók um 130 klukkustundir og hafði hópurinn aðsetur í Grunnskólanum á Hólurn í Hjaltadal meðan á verkinu stóð. í Landnámabók Ara fróða er sagt frá Brimnesskógum í Skagafirði, sem voru svo gróskumiklir að hryssan Fluga týndist í skóginum. Nú er þar skógvana land, einungis móar og melar. Markmiðið er að endur- heimta þessa fornfrægu skóga á sjálfbæran og vísindalegan hátt, og er tilgangurinn m.a. að renna styrkari stoðurn undir vistvæna- og menningartengda ferðaþjónustu, efla atvinnu á svæðinu sem og vísindalegt skólastarf og vistvæna skóg- rækt. Þetta er annað árið sem skagfirskar trjáplöntur eru gróðursettar til að endurheimta hina fornu Brimnesskóga, en síðastliðið haust unnu um 150 grunnskólabörn frá Sólgörð- um, Hofsósi, Hólum og Sauðárkróki ásamt sjálfboða- liðum að gróðursetningu. Nú eru liðin ellefu ár síðan Steinn Kárason tók greinar af birki í Hrolleifsdal til ágræðslu og fræræktar. Vonir standa til að fyrsta fræuppskera af kyn- bótabirki fáist í Gróðrar- stöðinni Mörk í Reykjavík með haustinu. Starfsemi félagsins byggir á frjálsum fjárfram- lögum, en meðal styrktaraðila eru Yrkju-sjóður Vigdísar Finnbogadóttur, KB - banki og Landbúnaðarráðuneytið. Stjórn félagsins skipa auk framkvæmdastjóra, Vilhjálmur Egilsson, Jón Ásbergsson og Sölvi Sveinsson. 1 J tÁþ, KF* Sviðsstjóra í Skagafirði gerður nettur grikkur Álver í Ráðhúsinu? Á meðan Áskell Heiðar Ásgeirsson sviðsstjóri markaðs- og þróun- arsviðs Sveitarfélags- ins Skagafjarðar var í sumarfríi var skrifað undir rannsóknarsamn- ing við Alcoa og Iðnaðar- ráðuneytið. Það sem kom kappanum kannski meira á óvart þegar hann kom úr fríinu var að búið var að breyta skrifstof- unni hans í Ráðhúsinu í álver - eða þannig! Einhverjir óprúttnir ná- ungar höfðu klætt hvern ein- asta hlut á skrifstofunni inn í álpappír; meira að segja flagg- ið á borðinu, viftuna og tölvu- skjáinn. Þegar Feykir hafði veður af þessu og kíkti í heimsókn var búið að afldæða skrifstofú- stólinn og töhoiskjáinn - enda mynd af sigurreifúm Liver- púddlum á desktoppnum. Ekki tók Heiðar þessu þó illa og ekki var kölluð til óeirðalögregla. Sökudólgarn- ir kíktu í heimsókn með svip hinna ekki svo saklausu á andlitinu og spurðu hvað væri í gangi og voru þeir umsvif- alaust leiddir í gildrur hins reynda embættismanns. Lögreglan_________________ „Átakið að skila árangri" Björn Mikaelsson, yfirlögregluþjónn á Sauðárkróki, segir hraðakstursátak vera að skila sér. Menn þar á bæ hafa verið að stöðva og sekta að jafnaði vel á annan tug bílstjóra á hverjum degi frá því að umferðarátakið sem Feykir greindi frá í síðasta tölublaði hófst, en mestur fór fjöldinn í tæplega 30 manns á einum degi. Er þar mest megnist um að ræða hraðak- stur, þó engan ofsaakstur, en einnig er nokkuð um að ljós- abúnaði bíla sé ábótavant, að skráning kerra og aftanívagna sé ekki lögum samkvæmt og einhverjir hafa ekki verið að nota bílbelti. Það er því nok- kuð ljóst að átakið er að skila árangri og vonandi að hann standi til frambúðar. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi gekk umferðin um Húna- vatnssýslurnar nánast áfalla- laust fyrir sig um helgina og höguðu sér flestir hverjir vel í umferðinni. Þó er alltaf misjafn sauður í mörgu fé og var einn öku- maður stöðvaður í Hrútafirð- inum á mánudaginn sl. á 145 km hraða á klst. Veðrið_________________ Hlýnar Veðrið hefur ekki verið nema sæmilegt í upp- hafi vikunnar og spáð er norðanátt og þokulofti við ströndina í dag. Síðan á þetta eitthvað að lagast um leið og snýst til sunnan- áttar og þá hlýnar en re>mdar gætu fylgt einhverjar skúrir. ® 455 5300 Spara&u reglulega með KB sparifé Œ KB BANKI -krafturtil þínl Skagafjarðarveitur Hitaveitulagning á undan áætlun í samtali Feykis við Pál Pálsson, veitustjóra hjá Skagafjarðaveitum, kom fram að vinna við lagn- ingu hitaveitu í Akra- hreppi er nú í fullum gangi og er verkið nokkuð á undan áætlun. Verið er að vinna ffá dælustöð við Syðri-Grund í báðar áttir á kaflanum frá Dalsánni að Flugumýri, 545 4100 www.bustadur.is 1 BUSTÁÖUR jafnframt því sem vinna er hafm við borholu 13 í Varmahlíð sem á að sjá Akurhreppingum fyrir heitu vatni. Ætlunin er að ljúka meira en helmingi verksins á þessu ári en verklok eru áætluð í september 2006. RAFVERKTAKAR - sérverslun með raftæki ^ rafsjá hf SÆMUNDARGÖTU 1 SAUÐÁRKRÓKI SÍMI453 5481

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.