Feykir


Feykir - 06.07.2005, Side 7

Feykir - 06.07.2005, Side 7
26/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar Vísnaþáttur 409 Heilir og sælir lesendur góðir. Því miður þarf að lagfæra nokkr- ar vísur er birtust í síðasta þætti. Glöggir vísnavinir hafa ntargir hringt og bent mér á misprentun á a.m.k. 3 vísum. Þakka ég fyrir það og bið lesendur að halda áfram að gefa upplýsingar og leiðrétta vísur. Er þá f)Tst til að taka þessa ágætu vísu Sigurðar frá Haukagili. Lyftir dagur Ijóðs við geyma Ijósi erfagurt skín. Er við Braga bjarta heima bundin saga þín. Engan fögnuð inn er fféttin, birtist upphaf á annarri vísu Sigurðar. Margir vísnavinir kvörtuðu yfir svo óskiljanlegri meinigu og skal nú lagfært með endurbirtingu: Engan fögnuð innirfréttin enga sögn um réttan stig, kyngimögnuð, grá ogglettin grúfir þögnin yfir mig. Þá er a.m.k. ein af vísum Sigrúnar Fannland í þörf fyrir leiðréttingu. Grunns ég kenndi, Bragi hendi bát til lendingar, því er endir, þér ég sendi þessar hendingar. Þá kemur hér fallega gerð hring- henda. Höfundur er Hjörleifur Jónsson ffá Gilsbakka. Banni mœða og trega tár töþuðgœði aðfinna. Reyndu að grœða scerðra sár svo að þau blœði minna. Sigrún Haraldsdóttir mun hafa ort næstu vísu er hún átti leið framhjá gömlum húsarústum. Tíminn létt um tóftirstrauk teygðist hœgt um dalinn Liðin tíð í litlum hrauk lá í moldufalin. Einhverju sinni var af ónefndum fjölmiðli gerð könnun af hverju þjóðfélagsþegnar tækju slátur á haustin. Kom meðal annars fram í þeim vísindum að láglaunafólk, sveitamenn og framsóknarmenn væru öðrum duglegri við að nýta sér þann góða mat. Að fenginni þessari merkilegu niðurstöðu mun Ölafur Stefánsson hafa ort svo. Það þjóðlega verja þeir vaskir enn þó veki með öðrum hlátur. Að helst erufákænirframsóknarmenn sem fást til aðgera slátur. Sá ágæti hagyrðingur og fyrrve- randi kaupfélagsstjóri á Húsavík Hreiðar Karlsson mun hafa talið rétt að svara með þessari. Finnast í landinu ýmsir enn sem alls ekki kunna gott að meta. En það eru hyggnir og þjóðlegir menn þessirfáu, setn slátiréta. Nokkuð umdeildur maður var skipaður hæstaréttardómari á síðasta ári. Kvaðst hann taka við því auðmjúkur. Rifjaðist þá upp fyrir Hreiðari að annar maður heði við haft svipað orðalag er hann tók við stóru embætti unr átta árum fyrr. Varfœrinn gengur um gleðinnar dyr gœtir að hinum dýra arfi. Rétt eins og Ólafur áður fyr auðmjúkur tekur við nýju starfi. Ýmsum er láta sig pólitík varða var tíðrætt um þau forsætisráðher- raskipti er fóru ffam síðastliðið haust. Hjálmar læknir á Akureyri mun eiga þessa. Allir vinir Fratnsóknatfiokksins fagna nú ogsleppa sér. Það er komin loksins, loksins loksins 15. september. Sá grínsami hagyrðingur Jón In- gvar Jónsson mun hafa ort þessa um svipað leiti. Sumars hlýja gladdi geð gott þá var að þjóra. Svo kom regn og svali með september og Dóra. Á síðasta hausti var haldinn hátíð í Reykjanesbæ, sem mig minnir að hafi heitið Ljósanótt. Sá mag- naði Friðrik Steingrímsson úr Mý- vatnssveit mun þá hafa ort þessa. Eyðslu rafmagns ei égskil en þá fer að gruna. Að líklega þá langi til að lýsa upp rigninguna. Pétur læknir ffá Höllustöðum á þessa. Víst á þrœtur verðum spör vonglöð mœtum saman. Látum bœta lund og kjör Ljósanœtur gaman. Anna Eggertsdóttir frá Steðja er þekkt meðal hagyrðinga. Eftir hana er þessi ágæta vísa. Þó éggóðum guðifalin gangi þennan veg. Egheld égyrði aldrei talin alveg venjuleg. Anna var þeldct hestakona og orti margar snjallar vísur um hesta. Lífinu tek ég laus viðfár lítið þarf að sofa. Bara ef ég á bríinan klár beisli, Itnakk og kofa. Þakka þeim lesendum sem hafa haft samband og þakkað mér fýrir lokavísu síðasta þáttar í minn- ingu Egils Helgasonar. Telja þeir að meira hefði mátt yrkja að hon- um látnum og tek ég undir það. Ástæða þess að ég hugsaði svo til hans á útfarardegi var sú að fáir Skagfirðingar voru mér hjálplegir með upplýsingar um höfunda að vísum, eða leiðrétta \'illur sem oft áttu sér stað að yrðu í þættinum. Látum Önnu á Steðja eiga loka- vísuna að þessu sinni. Eru að bresta öll mín ráð illa lesti aðfela. Allt hið besta, efað ergáð er í hesti og pela. Verið þið svo sæl að sinni Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttír 3. deildin í knattspyrnu_ Óskar með 8! Hvöt Blönduósi kjöldró hið heimsþekkta lið Afríku í 3. deildinni um síðustu helgi. Staðan í hálfleik var 9-0 en síðari hálfleikur var talsvert jafnari en lokatölur leiksins urðu 14-1. Óskar Snær Vignisson gerði sér lítið fyrir og skoraði átta rnörk sem verður að teljast viðunandi árangur svo ekki sé meira sagt! Þá mætti Hvöt vinum sínum í Neista á Hofsósi síðustu helgina í júní. Þar var um hörkuleik að ræða í rigningunni. Hvöt komst í 0-2 með mörkum Frosta Bjarnasonar og Árna Adolfs- sonar en Mark Duffield og Hjörvar Árni Leósson jöfnuðu metin með tveimur mörkum skömmu fyrir hlé. Neistamenn sóttu grimmt í lokin og þóttust óheppnir að hafa ekki landað sigri. Neisti fékk síðan Skallagrím úr Borgarnesi í heimsókn síðastliðinn föstu- dag og sigruðu gestirnir 1-4. Bikarkeppni FRI_____________ Þróttmikið starf USAH Húnahornið segir frá því að mikið starf er hjá USAH nú í sumar líkt og síðasta sumar. Dagana 6. og 7. júlí verður héraðsmót á Blön- duósvelli og er keppt í 4. aldursflokkum hjá körlum og konum og hefst mótið stundvíslega kl. 18:20 en skráning fer Ifam á staðn- um og hefst kl. 18:00 báða dagana. Stigakeppni er milli félagana hafa allir télagar í aðildarfélögum USAH þátt- tökurétt. Að móti loknu verður verðlaunaafhending og gefandi verðlauna er KB tmnki. Síðustu helgina í júní fór fram Bikarkeppni FRÍ 2. deild á Sauðárkróks- velli en USAH sá um fram- kværnd mótsins. Keppnin var ótrúlega jöfn og spenn- andi enda voru úrslit ekki kunn fyrr en eftir síðustu keppnisgreinina. HSÞ sigr- aði í heildarstigagjöfinni með 69 stig og vann sér þannig þátttökurétt í 1. de- ild að ári. Sameiginlegt lið USAH/USVH varð í 3. sæti með 62 stig. Að sögn fram- kvæmdastjóra USAH var samstarf USAH og USVH í þessari keppni mjög gott og geta bæði samböndin verið stolt af sínu fólki eftir þessa keppni. Það er vonandi að samstarf verði aftur að ári. UMSS í þriðja sæti Lið UMSS hafnaði í þriðja sæti í 1. deild í Bikarkeppni FRÍ en keppnin fór tram á Laugardalsvelli í júní. Það var lið FH sem sigr- aði í stigakeppninni og það bæði í karla- og kvenna- flokki. Rúnar skorar með hjólhestaspyrnu. Stórt tap Stóla í 2. deildinni í knattspyrnu Skellur í Mosó Meistaraflokkur Tinda- stóls fékk slæman skell í Mosfellsbænum á föstudaginn þegar þeir öttu kappi við lið Aftureldingar. Þeir Mosfellsbæingar höfðu hafið keppni í 2. deildinni illa og voru í níunda sæti fýrir leikinn. Það hefði því verið sterkt fyrir Stólana að ná góðum úrslitum en það var hreinlega aldrei í spilunum því Afturelding komst yfir snemma leiks og var yfir 3-0 í hálfleik. Þeir bættu svo tveimur mörkum við í síðari hálfleik og sigruðu því 5-0. Það má kannski segja sem svo að Stólarnir séu enn að súpa seyðið síðan í leiknum á Eskifirði þegar Bjarki og Steini urðu fýrir meiðslum því þeir eru enn ekki komnir á ferðina. Ilic Mladen var með Stólunum í gær en hópurinn var ansi hreint þunnskipaður og má benda á að hinir ágætu t\'íburabræðurÁrniogSteini Vifússynir voru báðir á bekknum en hafa ekki verið viðriðnir lið Tindastóls í sumar. Lið Tindastóls er nú í áttunda sæti í 2. deildinni eftir átta leiki og markatalan 9 í mínus. Otlitið er því ekki glæsilegt sem stendur og augljóst að nú þarf að bíta á jaxlinn. Næst leika Stólarnir við sameinað lið Leifturs/ Dalvíkur næstkomandi fimmtudag en þeir Trölla- skagakappar eru sem stendur í neðsta sæti nteð 6 stig. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Bíll til sölu Toyota Rav árgerð 1996, ekinn 115 þús. kílómetra, beinskiptur, litur blár. Sumar- og vetrardekk. Vel með farínn bíll á góðu verði efsamið er strax. Upplýsingarí sima 822 1144 og 4535392. RAV4 til sölu Til sölu Toyota Rav4, árg. "99. Gott viðhald m.a. ný tímareim. Upplýsingar í s. 453-5808 eða 849-1813, Ólöf. Súkka til sölu 33" breyttur Suzuki Vitara V6, sjálfskiptur, 1996 árg., ekinn 98 þús. km., tengdamömmubox, dráttarkúla, geislaspilari, litaðar afturrúður, rafmagn í rúðum, loftpúðar báðum megin, samlæs■ ingarog þjófavörn. Fullkominn í veiðiferðina i sumar og skíðin i veturl! Verð 1.100 þús. Skipti á ódýrari bil i góðu ásigkomulagi koma til greina. Nánari uppl. gefur Karl í sima 6916669.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.