Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 26/2005 Spjallað við Huldu Jónsdóttur „Gamla konan hætt að passa" Hulda ásamt góðum félögum sem komu með blóm handa gömlu konunni siðata daginn. Þann 30. júní síðastliðinn breyttist lífið á Víðigrund- inni á Króknum. Þar hafa börn verið í pössun hjá Huldu Jónsdóttur og Hilmi (Bubba) Jóhannessyni í 30 ár en nú er gamla konan hætt að passa, eins og Hulda segir sjálf. Feykir spjallaði pínulítið við Huldu. - Hvenær byrjaðir þú að passa börn hér á Króknum? „Það var áriðl975 en við Hilmir fluttum á Krókinn 1972. Ég byrjaði 7 ára að passa börn á Húsavík.” - Hversu mörg börn hafa verið hjá þér? „Ætli það séu ekki um 150 börn en ég hef aldrei haldið skrá vegna þess að ég vil ekki vera stofnun eða fyrirtæki, bara kona sem passar börn. Þetta byrjaði mjög hægt. Fyrstu árin voru engar reglur og þá passaði maður eins mörg börn og maður treysti sér til.” - Hvað hét fyrsta barnið sem var hjá þér? „Kristín Þöll Þórsdóttir, dóttir Þórs Þorvalds og Lillu Bjarman, sem var afar ákveðið en skemmtilegt barn.” - Af hverju að passa börn? „Það var bara tilviljun, það vantaði bara pláss á leikskóla og vantar enn, en ég er þó hætt, enda búin að standa mína pligt.” - Hvað hefur þú lagt mesta áherslu á varðandi uppeldið á börnunum? „Að hafa sem fæstar reglur en láta fara eftir þeim. Ég reyni að kenna öllum börnum að gegna því það verða allir að hlýða mér. Og Bubbi líka! Það hefur alltaf verið mikið sungið hjá mér því öll börn hafa gaman af að syngja, allar tegundir af vísurn og lögum. Svo hef ég líka lagt áherslu á að börn leiki sér sjálf til þess að þau verði sjálfstæð og verði sjálfstæð í hugsun. Hjá mér mega börn líka vera löt því allir eru latir annað slagið. Stundum er gott að vera latur og horfa upp í loftið á skýin.” - Heldurðu að börnin hafi verið ánægð í vistinni? „Já, ég held það. Ég man ekki eftir því að hafa passað barn sem leiddist hjá rnér. Ég hef verið ákaflega heppin með foreldra því það er mikið atriði að vera heppin með foreldra því það er enginn vandi að ná til flestra barna. Ég hef líka passað mikið fyrir sömu ættirnar og síðari árin hef ég jafnvel passað börn barnanna sem voru hjá mér og það ætti vonandi að benda til þess að ánægja hafi ríkt með vistina á Víðigrundinni. Einnig passaði ég börn Bergrúnar og Eiríks en Bubbi orti: Um barmbörnin hugsarhún í heldurfleiri langar Arna, Heiðar, Örn ogRún eru þar heimagangar. Þetta sífellt þráði hún meir, þarna kom í lokin Eir. Þau heita Bríet Arna, Ingimar Heiðar, Hilmir Örn, Malen Rún og Kristel Eir.” - Hvað á að gera núna? „Það er allt í lagi með framtíðarvinnu því Bubbi er genginn í barndóm.” Síðan var rekinn upp mikill hlátur eins og vera ber á Víðigrund. Hólaskóli gefur út gönguleiðakort Tröllaskacji - tæki- færi í ferðaþjónustu Ferðaþjónusta er ört vaxandi atvinnugrein í nútíma þjóðfélagi. Fjölgun erlendra gesta ásamt auknum ferðalögum íslendinga kallar á meiri og betri þjónustu við ferðamenn. Meðvitund gesta og kröfur varðandi gæði þjónustu og öryggi á ferðalögum eru sífellt að aukast. Á sarna tíma fjölgar þeirn ferðamönnum senr kjósa að ferðast á eigin vegum án milligöngu sérstakra ferða- skipuleggjenda. Slík þróun skapar vissulega mörg tækifæri í hinum dreifðu byggðum landsins og er Skagatjörður þar engin undantekning. Ársverk í ferðaþjónustu í Skagafirði eru fleiri en nrarga grunar og má gera ráð fýrir að þeirn geti hæglega íjölgað enn frekar á komandi árum ef rétt er á málum haldið. Aukin áhersla á fagmennsku, gæði og öryggi er mikilvægur þáttur í frekari uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu, hvort sem er á sviði veitingarekstrar, gistingar eða afþreyingar. Franrboð afþreyingar í Skagafirði er mjög fjölbreytt og má þar nefna m.a. hestatengda ferðaþjónustu, fljótasiglingar, veiði, eyja- siglingar, og fugla- og nátt- úruskoðun að ógleymdum söfnurn og sýningum ásamt möguleikum á að skoða minjastaði þar sem meðal annars fer fram merkur fornleifauppgröftur. Samhliða auknurn fjölda ferðamanna og vinsældum fjölbreyttrar afþreyingar er nauðsynlegt að huga vel að öryggismálum og aðgengi ferðamanna. En þar er mikilvægt að heimamenn láti ekki sitt eftir liggja. Merkingar á þjóðvegum er þáttur sem nauðsynlegt er að korna til betri vegar sem fýrst en miðlun upplýsinga um leiðir utan þjóðvega þar sem fólk kýs að ferðast ríðandi eða gangandi er einnig rnjög mikilvæg. Slíkt er ekki hvað síst mikilvægt á svæðum eins og Tröllaskaga þar sem að land er oft á tíðurn erfitt yfirferðar og ferðast er um svæði sem eru hátt yfir sjávarmáli, jafnvel )Tir jökla og vatnsmiklar ár. Tröllaskagi hefur á undanförnum misserum vakið töluverða eftirtekt og áhuga sem ögrandi svæði til göngu- og hestaferða og hafa aðilar beggja vegna skagans þegar hafið að nýta sér þessa staðreynd, til ffekari uppbyggingar á sinni þjónustu. Því er ánægjulegt að segja frá því að Hólaskóli hefur nú gefið út nýtt gönguleiðakort af miðjum Tröllaskaga og ber það heitið Gönguleiðir á Tröllskaga, Heljardalsheiði- Hólamannavegur- Hjalta- dalsheiði. Kortið er í mælikvarðanum 1:50000 en inn á það eru merktar 19 gönguleiðir sem rnargar hverjar eru þekktar þjóðleiðir til og frá Hólurn í Hjaltadal. Á bakhlið kortsins er lýsing á hverri leið fyrir sig ásamt ljósmyndum en á kortinu er einnig að finna upplýsingar um margvíslega þjónustu og merka staði. Margar. þessara leiða eru einnig góðar reiðleiðir og eru þær merktar sérstaklega. Því má segja að kortið nýtist vel öllum þeim sem huga að útivist á þessurn hluta Tröllaskagans. Sveitarfélagið Skagafjörður og Ferðamálaráð Islands styrktu útgáfu kortsins. Kortið er þegar fáanlegt víða í Skaga- firði, svo sein í Upplýsinga- miðstöð ferðamála í Varnta- hlíð, Ferðaþjónustunni á Hólum, Skagfirðingabúð, Vesturfarasetrinu og versl- unum Kaupfélags Skagfirðinga í Varmahlíð, Hofsósi og Ketilási. Nénari upplýsingar um sölustaði utan Skagafjarðarerað finna á vefHólaskóla http://www.holar.is/

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.