Feykir


Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 06.07.2005, Blaðsíða 3
26/2005 Feykir 3 Undir Borginni - Rúnar Kristjánsson skrifar Auður í krafti manna Nú er það margvitað mál að mannfólkið á þessari jörð samanstendur af konum og körlum. Samvinna kynjanna hefur löngum verið meginundirstaða þess að mannlífið geti verið með betra móti, en stríð þar á milli hamlað öllu því sem gott er. Ekki þarf hinsvegar að fara mörgum orðum um það, að löngurn áður fyrr urðu konur að búa við skert réttindi, þar sem karlaveldi þeirra tíma virðist hafa litið á þær sem einhverskonar aukapersónur á sviði valds og ákvarðana. Þó munu konur auðvitað, á öllum tímum, hafa gert sig vel gildandi á íjölmörgum sviðum, vegna eigin hæfileika, vitsmuna, krafts og mannkosta. Og nú er svo komið, að vegna stóraukins jafnaðar á menntunarstigi kynjanna, hefur mörgum hindrunum verið rutt úr vegi, til þess að auður í krafti manna eigi að geta notið sín miklu betur, til hagsbóta fyrir þjóðfélags- heildina. En á síðustu árum hefur þó borið allmikið á því, að svo virðist sem töluverður hópur háskólamenntaðra kvenna líti svo á að þær séu enn í stöðugu stríði við óforskammað karlaveldi. Það er rekinn mikill áróður fyrir sókn kvenna á nánast öllum sviðum og hælst um þegar þetta og hitt karlavígið er sagt fallið! Ég hefði talið, að konur hefðu átt að læra það af liðinni tíð, að stefna bæri fyrst og ffemst að samvinnu og auknum skilningi rnilli kynjanna. Það að vera stöðugt að mála kynin upp sem einhverjar andstæður kann ekki góðri lukku að stýra. Eitt af slagorðunr kvenréttinda- stefnunnar er “ auður í krafti kvenna “. í sjálfu sér er ekkert við það að athuga að konur alnrennt hugi að því að treysta hæfni sína innan eigin vébanda, ef svo má að orði komast. En það er eins og jafnvel í þessu einfalda slagorði örli á nokkrum aðgreiningaranda. Ég er ekki frá því að betra hefði verið að ganga frarn í þessurn efnurn undir kjörorðinu “ auður í krafti manna “. Þá hefðu konur undirstrikað enn frekar grundvallargildi þess, að þær væru líka menn og engu síðri en karlpeningurinn og jafngildar til gagns og þarfa fyrir þjóðfélagið. Sameinuð varðstaða kynjanna fyrir heilbrigðu samfélagi hlýtur að vera sú besta vörn sem við getum kosið okkur til handa. Mannauðurinn er sam- eiginleg auðlind okkar, án tillits til þess sem við höfum í skrefinu. Konan hugsar með höfðinu ekki síður en karlmaðurinn. “ Cogito ergo sum “ sagði Descartes forðum, “ Ég hugsa, þessvegna er ég til “. I hugsun mannsins leynast hin miklu frækorn sköpunar og framtaks. Það gildir að sjálfsögðu jafnt um konur sem karla. Sú þjóð sem tekur mannauði kynjanna með jákvæðum vilja og nýtir hann af elju og dug til hagsbóta fyrir mannlífsheildina, hún er vel á vegi stödd. Enginn maður er hinsvegar svo vel á vegi staddur í lífinu, að hann standi ekki betur að vígi með góða konu sér við hlið. Og engin kona er svo vel af Guði gjörð, að hún njóti sín ekki betur með góðan mann sér við hlið. Einar Ben segir í kvæðinu Fákar: “ Maðurinn einn er ei nema hálfur / með öðrum er hann meiri en hann sjálfúr. Auðvitað er þetta sannmæli, en Einar hefði alveg eins mátt hafa seinni hendinguna !” með eiginkonunni meiri en hann sjálfur “. Við erunt sköpuð sem félagsverur og sannarlega ekki til þess að lifa eingöngu í einblíningu á eigin hag. Við erum hluti af lífinu í kringum okkur, lífi héraðs okkar, landshluta okkar og vonandi grænir sprotar á þjóðarmeiðnum. Stefnum því að því að láta sameiginlegan mannauð okkar efla okkur hvert og eitt undir gamla, sígilda kjörorðinu - Islandi allt! Eitt sinn fyrir ævalöngu, - að mér sögur hvísla, undi sér d œvigöngu, Auður í krafti Gísla! Síðar bœði á láði og legi, lífs viðfarir trauðar, gekk með hörku garpsins vegi, Gísli í krafti Auðar! * * * Rúnar Kristjánsson molar Úthlutað úr Menning- arsjóði Kaupfélags Skagfirðinga Síðastliðinn miðvikudag var úthlutað úr Menningarsjóði Kaupfélags Skagfirðinga. Það var formaður stjórnar M en n ingarsjóðsins, Stetán Guðmundsson f\Trum alþingis- maður, sem úthlutaði styrkj- unum en Þórólfur Gíslason kaupfélagsstjóri ávarpaði sam- komuna. Jón Ormar Ormsson tlutti þakkarorð f)TÍr hönd þe- irra sem lilutu styrki. Eftirtaldir hlutu styrk að þcssu sinni: Skagfirski kannnerkór- inn, Rökkurkórinn, Sönghópur eldri borgara, Karlakórinn Heimir, Leikfélag Sauðárkróks, Leikfélag Hofsóss, Handverks- félagið Fléttan, Drangeyj- arfélagið, Björgunarsveitin Skagfirðingasveit, Gangna- mánnafélag Austurdal vegna sjónvarpsmyndar, Sveinn Guð- mundsson vegna útilistaverks, Dugur - félag krabbameinss- júkra, Jón Ormar Ormsson og Rósmundur Ingvarsson. Bæjarblómið hefur opnað aftur Húnahornið segir frá því að Blómabúðin Bæjarblómið hef- ur opnað aftur eftir eigenda- skipti og andlitslyftingu. Nýr eigandi er Þóra Sverrisdót- tir á Stóru-Giljá í Torfalækjar- hreppi. Þórdís Baldursdóttir fyrrum eigandi ákvað á vor- mánuðum að auglýsa búðina til sölu og ákvað Þóra að slá til og fara út í verslunarrekstur. Þóra segir það vera spennandi og skemmtilegt að fást við bló- min og er bjartsýn á reksturinn enda virðast Húnvetningar hafa saknað þess að hafii ekki blómabúð þó hún hafi einung- is verið lokuð í þrjár vikur en mikið hefur verið að gera frá opnun. Verslunin er opin virka daga frá kl. 13:00-18:00 og laugar- daga frákl. 13:00-18:00. www.huni.is Hilmi svarað Að gefhu tilefiii \ill gamall hun- daeigandi taka upp þykkjuna l)TÍr þessa ferfættu vini sína. Stórum augum á sig b'tur ekki veit ég fihr hvað. Ef að Hilmir hunda skýtur hata ég hann fýrir það. Steinar Skarphéðinsson skrifar Af vesturbakkanum Síðastliðið haust var að Nú hefur borist svarbréf tilstuðlan smábátafél- agsins Skalla gengist fyrir undirskriftasöfnun gegn veiði með dragnót á Skagafirði. Tillaga var um að drag- nótaveiðar væru ekki leifðar innan línu dregna frá Ke- tubjörgum í Almenningsnöf og fylgdi henni greinagerð varðandi skaðsemi drag- nótaveiða og hvaða afleiðin- gar þær hefðu og hafa haft á lífríki Skagafjarðar. Undir þetta skrifuðu um fjögurhundruð manns og var afhent sveitarstjóra. Sveitarstjórnin samþykkti til- löguna og sendi til sjávarút- vegsráðuneytis og lagði til að dragnótaveiðar yrðu ban- naðar á tilteknu svæði. frá ráðuneytinu og þar kemur fram að ekkert skuli aðhafst í málinu þar sem nauðsynlegt sé að nýta flatfiskstofnana sem kostur er, ekkert kemur fram um aflasamsetningu þeirra báta sem stundað hafa dragnótaveiðar á Skagafirði síðustu ár (enda slíkar tölur ekki þær áreiðanlegustu við núverandi fiskveiðistjórn- un). Það verður að teljast með ólíkindum að ráðuneytið skuli svara með þessum hætti svo framarlega að þeir viti með hvaða hætti þessar veiðar eru stundaðar. Það verður að teljast með ólíkindum að bátur eins og Dalröst ÞH40, sem er skráður sem togbátur (er í raun lítill Dalaröst ÞH40 í Sauðárkrókshöfn. togari) með tvö þilför, 26 metra langur og með vélarafl 699, skuli fá að fara með dragnót nánast upp í fjöru hvar sem er á Skagafirði. Það er slæmt að sjávarút- vegsráðuneytið skuli ekki hafa séð sér fært að að gera neitt í þessu máli eða koma til móts við heimamenn, Mynd: Steinar Skarphéðinsson til dæmis með því að loka Málmeyjarfirði þar sem farið er upp í fjörur og til dæmis loka fyrir innan eyjar. Þá er einnig nauðsynlegt að tak- marka stærð dragnótabáta sem stunda veiðar innfjarða. Sauðárkróki 25. júní 2005 Steinar Skarphéðinsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.