Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 2

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 2
2 Feykir 44/2005 Aldraður Húsvíkingur heiðrar Kirkjukór Sauðárkróks Hélt upp á afmælið með því að gefa gjöf Kirkjukór Sauðárkróks var á dögunum sýndur mikill heiður þegar 88 ára gamall Húsvíkingur, Sigurður Pétur Björnsson, fyrrverandi sparisjóðsstjóri færði kórnum hundrað þúsund krónur að gjöf. Kirkjukórinn heimsótti Húsavík ásamt presti sínum þann 30. október síðastliðinn og söng þar messu. Einn af kirkjugestum var Siguður Pétur eða Silli eins og hann er oftast nefndur en hann á ættir að rekja til Vatnsleysu í Við- víkurhreppi hinum forna, en faðir hans er þaðan. Silli varð 88 ára þriðjudeginum á eftir messuna og liélt upp á afrnæli sitt með því að senda Kirkjukór Sauðárkróks 100.000 króna ávísun. Þess má geta að Silli hefúr áður látið fé af hendi rakna til Hofstaðakirkju. Búið að stofna verslun á Hólum Búðin opnuð í byrjun mánaðarins hófst verslunarstarfsemi á Hólum í Hjaltadal. Verslunin sem heitir því hóværa nafni Búðin er rekin af hlutafelaginu Tr Búðin er í húsi sem áður hét íjósamannsíbúðin, en hún hafði staðið ónotuð um tíma. Eigandi hennar er Inga María Stefáns- dóttir á Hofi í Hjaltadal, en hún eruppalináHólum. íversluninn má fá flestar daglegar nauð- synjavörur s.s. mjólk brauð, gos.sælgæti o.f.l. en eigandinn hefúr verið að auka vöru- framboðið smám saman fr á því opnað var og stefnir á að hafa opið 3-4 tíma á dag. Ikonusæti ehf. Inga María sagði að full þörf hefði verið fyrir svona þjónustu á staðnum. Sífellt fjölgar fólki á Hólum með tilkomu fleiri íbúða, þá er breytt starfsemi á mötuneyti Hólaskóla og það minna nýtt af nemendum en var fyrir nokkrum árum. Þá er næsta verslun á Sauðárkróki í )4ir 30 kílómetra fjarlægð og óneitanlega þægilegra fyrir fólk að hafa vöruna á staðnum. ÖÞ: Leiðari Þensla Það ó að draga úr framkvœmdum ogspornn við þenslu. Þess vegna þurfa vegfnrcndur um Þverdrfjall nð þvo bílinn itœstu þtjú úr. Á meðan bíða 300þolinmóðar milljónir afsímapen- ingum Bakkabrœðra. Skuldabréfaútgáfa erlendis í íslenskum krónum eryfir 100 milljarðar. A ustur ájjörðum þarf að byggja svo álverið hafi infrastrúktúr í kringum sig. Á Suðurnesjuin er úthlutað 3000 lóðum, áAkranesi 1000. Við Hvalfjörð flýtir Norðurál stœkkun. Á Norðurlandi vestra öxlum við okkar ábyrgð og drögum úr þensluhvetjandi framkvœmdum. Sem er merkilegtþví hérer engin þensla. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgefaiuli: Feykirhf Skrifstofa: Aðalgötu 21, Sauðárkróki Blaðstjorn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Guðbrandur Þorkell Guðbrandsson, Herdis Sæmundardóttir og Jón Hjartarson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson amig@krokur.is Simi 455 7100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson Pétur Ingi Björnsson feykir@krokur.is Sími 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. Það var kátt á hjalla i Varmahlíð. Myndir: KG Vel heppnud veisla í Varmahlíðarskóla Á fimmta hundrað gesta í afmælinu Þessar stúlkur seldu glæsilega nýja bók um minnisvarða í Skagafirði. lega athygli gesta, ekki síst Á fimmta hundrað gesta heimsóttu Varma- hlíðarskóla í Skagafirði á 30 ára vígsluafmæli skólans. Boðið vartil kaffisamsætis með risa- vaxinni afmælistertu og tónlistarflutningur nemenda Tónlistarskóla Skagafjarðar setti mikinn svip á daginn, sem tókst í alla staði með ágætum. Settar voru upp ýmsar sýningar, einkum tengdar handverki nemenda á þessum þremur áratugum. Einnig voru sýndir ýmsir gamlir munir tengdir skólastarfi fyrr á árum. Auk þess gat að líta ýmiss konar vinnu nemenda á veggjum skólans, myndasýning úr skólalífmu gekk á tölvun um í tölvuveri n u. Þá vekja skólaspjöldin ævin- gamalla nemenda Nemendur í 7. bekk gáfu út og seldu skólablað, sem helgað var afmælinu og að miklu leyti byggt upp á viðtölum. Auk þess kom út á laugardaginn ritið Minnisvarðar í Skagafirði, sem unnið var af nemendum skólans undir stjórn Ásdísar Sigurjónsdótturkennara. Þess má geta að ritið er til sölu hjá ritara skólans og kostar kr. 1000. Rúmlega 120 nemend- ur eru á þessu ári í Varma- hlíðarskóla og starfsmenn rúmlega 30 talsins. HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Sérfræðikomur í nóvember og desember VIKA 48 Haraldur Hauksson, æðaskurðlæknir VIKA 49 Valur Þór Marteinsson, þvagfæraskurðlæknir VIKA 50 Edward Kiernan, kvensjúkdómalæknir Tímapantanir í síma 455 4022 Ö®ÍL’ ygJPh) Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.