Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 4

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 4
4 Feykir 44/2005 Sauðárkrókskirkja. 1 Unnar Ingvarsson skrifar mun hvort prófastsdæmið koma út í tveimur bindum eins og Skagafjörður. Áætlað er að í ritröðinni verði 26 bindi alls og útgáfúnni ljúki 2012, allt eftir efnum og ástæðum að sjálf- sögðu. Kirkjur sem reistar eru eítir 1918 eru ekki friðaðar og því utan við efni ritraðarinnar. Hins vegar hefur komið til tals, að ritröðinni megi halda áffam með bindum urn aðrar kirkjur, enda eru rnargar þeirra ríkar að gripuin þótt ungar séu. Þetta er flókið verk og krefst þess að vinnan sé skipulögð með góðurn fyrirvara, þá eru margir sent að því koma og nálgast efnið frá mismunandi sjón- arhornum, m.a. sagnffæðingar, listfræðingar, arkitektar, forn- leifaffæðingar, þjóðháttaffæð- ingar, guðffæðingar, forverðir og fleiri. Tvegqia binda verk um kirkjur í Skagafirði komið út Út er komið glæsilegt tveggja binda verk um friðaðar kirkjur í Skagafirði. Þar er fjallað um 17 skagfirskar kirkjur í máli og myndum. Blaðamaður Feykis hitti ritstjóra verksins .Þorstein Gunnarsson arkitekt og leikara, að máli og spurði um tildrög verksins. „Kirkjur íslands er grund- vallarrit um kirkjur, gripi og minningarmörk, þar sent horft er á efnið frá sjónarhóli bygg- ingarlistar, stílfræði og þjóð- minjavörslu. Undirbúningur verksins hófst 1996 nreð rannsóknum og gagnaöflun og kom fyrsta bindið út strax að afloknu þúsund ára affnæli kristnitöku á fslandi. Við undirbúning var það haft að leiðarljósi að kirkjan væri ekki einasta musteri trúar, heldur hefði hún á Jionum öldum verið og væri raunar enn sýnilega táknmynd þess besta, sem samtíðin megnaði í húsagerðarlist, og griðastaður fyrir jafnt nrinningarmörk sem listmuni og aðra fegurð, - einskonar listasafii í íslensku samfélagi fyrri tíðar. Þeir aðilar sem stóðu að útgáfunni í við upplýsingaöflun. Auk þess rita Þór Hjaltalín minjavörður á Sauðárkróki og Kristmundur Bjarnason á Sjávarborg og Unnar Ingvarsson héraðsskjala- vörður kafla í bækurnar, svo þeir heimamenn séu nefndir sent að verkinu koma. upphafi, Þjóðminjasafii Islands, Húsaffiðunarnefnd ríkisins og Biskupsstofa, voru sammála unr að markmið ritraðarinnar væri öðru fremur að vekja athygli alntennings á þeint menningarverðmætum sem fólgin væru í ffiðuðum kirkjum, messuföngum, kirkjulist og legsteinum, slá skjaldborg um það sem eftir stendur og stuðla að áffamhaldandi varðveislu þess”. ítarleg umfjöllun um hverja kirkju Efni bókanna er skipt í kafla eftir kirkjum. Rakin er saga kirkjustaðar og staðnum lýst. Þá er byggingarsaga kirkjunar rakin í ítarlegu máli, lýst undirbúningi og smíði kirkjunnar, sagt frá yfirsmið og helstu breytingum á kirkjunni í tímans rás. Síðan er fjallað um byggingarlist kirkjunnar og loks kirkjugripi og markverð minn- ingarmörk í kirkugarði. Bæk- urnar eru ríkulega inynd- skreyttar, bæði með nýjum ljósmyndum, sem gömlum. Þorsteinn Gunnarsson segir samstarf við söfitin í Skagafirði hafa verið ánægjulegt. „Byggðasafit Skagfirðinga er aðili að útgáfú bindanna tveggja, en framlagþesseru skrifSigríðar Sigurðardóttur safnstjóra, en hún skrifar uin kirkjubúnað og messuföng í öllum kirkjunum, öðrum en Hóladómkirkju og kirkum í húsasafúi Þjóð- minjasafiisins. Þá er ástæða til að þakka Héraðsskjalasafhi Skagfirðinga fýrir veittan stuðning, bæði með útvegun gamalla ljósmynda og aðstoð Hóladómkirkja. Áfram haldið um landið „Friðaðar kirkjur á landinu eru 204. Á næsta ári er stefnt að því að gefa út lýsingu kirkna í Húnavatnsprófastsdæmi og Eyjafjarðarprófastsdæmi, og Skagfirskar kirkjur eru fjölskrúðugar Þorsteinn Gunnarsson var spurður að því hvort skagfirskar kirkjur séu á einhvern hátt sérstakar. „Ég vona að ég verði ekki vændur um hlutdrægni þegar ég læt í ljósi þá skoðun að Hóladómkirkja sé merkust kirkna á íslandi. Engin kirkja á landinu er eldri. Hún er teiknuð af einum nafntogaðasta húsa- meistara Dana á sínum tíma og þar að auki er bygging hennar vitnisburður um áræðni íslenskra embættismanna á miðri 18. öld. Svo ekki sé nú minnst á þessa dæntalausu þrautagöngu sem srníðin reyndist múrmeistaranum þýska og þeim landsmönnum sem skyldaðir voru til að vinna kauplaust við bygginguna. Það þarf ekki að segja Skagfirðingum að Víðimýrar- kirkja er elsta torfkirkja landsins og eitt merkasta byggingar- listaverk íslenskt ffá fýrri tíð og svo mætti áffam telja Eins og áður sagði er Byggðasafh Skagfirðinga einn aðili að útgáfú bókanna og Sigríður Sigurðardóttir safú- stjóri skrifarkaflaum kirkjugripi í öllum kirkjunum. Blaðamaður Feykis hitti Sigríði að máli og spurði hana hvort Skagfirðingar þekki vel til kirkjugripa og hversu merkilegir þeir geta verið: „Það má segja almennt að fáir þekkja kirkjugripina og færri hafa hugmynd um táknræna þýðingu þeirra, nema kannski heimafólk á kirkju- stöðunum og svo auðvitað prestarnir. Samt eru þeir tlestum kunnuglegir og fólk þekkir til hvers þeir eru notaðir en það veltir örugglega ekki fýrir sér úr hverju gripurinn er, hversu gamall, hvaðan hann kenrur og fýrir hvað hann stendur sögulega.” Merkar þjóðminjar í kirkjunum Samkvæmt bókunum eru kirkjurnar ótrúlega ríkar af kirkjugripum og jafnast jafúvel á við listasöfn. „Hóladómkirkja er sann- arlega einstök hvað þetta varðar,” segir Sigríður „en það kom mér verulega á óvart hve rnargir 18. aldar gripir voru enn í notkun í kirkjunum okkar. Elsti kirkjugripur Skagafjarðar er sennilega kirkjuklukkan með býkúpulaginu sem enn hringir í Hofsstaðakirkju. Hún er örugglega með elstu klukkum landsins og sver sig í ætt miðaldaklukkna. Af öðrunr merkurn gripum má nefita dýrgripi eins og altari Guðmundur í Bjamarstaðahlíð í Grafarkirkju, sem er að verða 300 ára, altarisklæði Steinunnar Ólafsdóttur, sem er jafngamallt Hóladómkirkju ffá 1763 og enn hlífir altari í Goðdalakirkju. Altaristöflur Jóns Hallgríms- sonar ffá 18. öld í Hofs- staðakirkju og Sjávarborgar- kirkju og raunar líka í Rípurkirkju og svo ffá yngri tíma altaristöflu Jóhanns Bríem í Ketukirkju. Svo eru auðvitað bráðmerk- ir gripir í öllum kirkjunum s.s. kaleikar, kertastjakar, eins og þeir sem Einar Þorsteinsson Hólabiskup í lok 17. aldar gaf kirkjunni í Geldingaholti 1694, en voru síðan gefnir til Hofsstaðakirkju þegar Holts- kirkja var lögð niður 1765. í sumum kirkjunum er hvert snilldarverkið af öðm, eins og t.d. í Hofskirkju þar sem margir gripirnir eru barrokkverk ffá 18. öld. I tilefhi af útgáfu bókarinnar verður sett upp sýning í Safúahúsinu á Sauðárkróki þar sem Ijallað er um verkið í rnáli og myndum og sýnt dálítið af gripumsemtengjastkirkjunum. Sýningin verður opin virka daga ffá 13:00-17:00, en hún verður hins vegar opnuð formlega sunnudaginn, 27. nóvember kl. 16:00. Þar mun Þorsteinn Gunnarsson fjalla um verkið og sr. Dalla Þórðardóttir opna sýninguna formlega. Unnar Ingvarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.