Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 7

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 7
44/2005 Feykir 7 Guðmundur Valtýsson skrifar_ Vísnaþáttur 418 Heilir og sælir lesendur góðir. Smá brengl er í lokavísu síðasta þáttar. Var hún eftir hinn snjalla Jón Rafnsson og tel ég rétt að birta hana aftur í heild sinni. Löngum vetrar veðra klið vannst mér betur kanna, en að geta umborið augnahretin manna. Talsvert líf er í pólitík um þes- sar mundir og eru yfirstandandi prófkjör þar talsverðir áhrifaval- dar. Fyrir nokkrum árum skem- mti Eyjólfur Valgeirsson frá Kros- snesi í Strandasýslu sér við að yrkja nokkus konar palladóma um þá stjórnmálaflokka sem þá voru starfandi hér á landi. Vinstri grænir fá fyrsta skeytið. Ekki finnst mér vistarvænir Vinstri grœnir þeirþenja kjaft ogþykjast kænir en þrályndi þá skyni rænir. Skalla-Grímur skeytum beittum skýtur tíðum ódeigur í orrahríðum úlfsinsfeldi klæddur víðum. Ögmundur þótt geifli grön oggapi mikið fer hann oftastyfir strikið á hann brátt mun falla rykið. Kolbrún tíðum leikrœnt lætur Ijós sitt skína hlýturekki hylli mína hennargengi brátt mun dvína. Frjálslyndi flokkurinn fær þessa skilgreiningu. Sjónhverfingar sýnist mér að Sverrir bralli enginn treystir öldnum kalli er áður ríkti á hefðarstalli. Áforna vini ekki eys hann orðum blíðum skeitum beittum skýtur tíðum skeleggur í orrahríðum. Frjálshyggju þótt boðskap boði og burt með kvóta enga mun hann utnbun hljóta engitin fallin goð vill blóta. Þótt að Addi Gaui honum gengi veiti ætla ég það engu breyti orðakyngi títtþó beiti. Þegar kemur að Samfylkingu ákv- eður skáldið að notast við annan bragarhátt. Samfylkitig er súr í skapi sýnt er að húnfylgi tapi þóttað Össur gleiður gapi gini opnu - stoðar ei. og Jóhatina er orðin öldruð tney. Kratar fegri fífil sáu fallnir eru úr sæti háu þeirrafornu kappar knáu er kynntu undirfrelsistrú. Undir torfu grænni geymdir nú. íþeirra fylking þó máfinna þegna er góðum málum sinna fyrsta má þarfrœga kyntia Frímanns-Möggu vænsta skittn. Ett Ágúist tíðum ergir huga mittn. Nokkuð ljóst er að næsta hugsun hjá Eyjólfi beinist að Framsóknar- flokknum. Framsóknar er komið kvöld kvíðitm hefur tekið völd senn tnutt hún sín syndagjöld sattngjörn á sig taka, efhún málum ekki snýr til baka. Þegar trú á þjóðarsál þrýtur, vandast hetmar tttál, sjái hútt bara aðeins ál og erlent fjártnagttsgengi mutt hútt eflaust ekki tóra lettgi. Dórifyrrum dugði vel drenglyndur ttteð harða skel, en nú er eins og erlentþel eitrað hafi sitmið. hantt erorðitttt ilh haldinn skinttið. íþessunt flokki fimna má fólk settt helst vill anttað sjá en auðkýfinga öflittflá og aðrar leiðir kanna. Vaxa mœtti vegurþeirra mattna. Fara þá glöggir lesendur að átta sig á því að ekki er eftir nema einn af þeim stjórnmálaflokkkum sem gera sig gildandi. Ihaldið alltafflýtur í ólgusjó stjórntnálanna sérstökum lögmálum lýtur lífsmáti foringjanna. Um eigin glöp öðrum kettna öflugum stoðutn renna undir auðhringafattsittn æstan stíga þeir dansinn. Frjálshyggju fári haldnir forkólfar ærið baldnir að sægreifunt hygla og hlúa á heilagan Mammon trúa. Að öldruðunt illa búa til öryrkja spjótum snúa þeirra góðvinavæðing virðist líkfornum sttæðing. Davíð þar ríkjuttt ræður rissugur - tunguskœður drottnar með harðri hettdi hýðir með orðsins vendi. Á eftir þessari skýrslugerð lætur höfundur fylgja tvær vísur sem verða þá þær síðustu í þættinum að þessu sinni. Alþýðan auðnu rúitt þótt illa í stakk sért búitt vakttaðu af værum dvala verkitt skalt láta tala. Auðvaldsins oki hrintu eldafrelsitts kyttntu erlettdri áþján hafni íslensk þjóðtnentting daftti. Verið þar með sæl að sinni. Guðmundur Valtýsson Eiríksstöðum, 541 Blönduósi. S: 452-7154. íþróttafréttír Breiaablik - Tindastóll 73 - 88 Góð ferð Karlalið Tindastóls lék við Breiðblik í Kópavog- inum sl. sunnudag í 1. deildinni í körfuknattleik. Stólarnir skiluðu ágætum fimmtán stiga sigri í hús en lokatölur urðu 73-88. Það var aðeins í 1. leikhiuta sem Blikarnir héldu í við Stólana. Heimamenn voru yfir 20-19 í hlutanum. Þá var eins og lok hefði verið sett á körfu gestanna og hvorki gekk né rak hjá Blikum að setja boltann ofan í. Stólarnir gerðu 12 stig í röð og breyttu stöðunni úr 20-19 í 20-31. Sá munur hélt til hálfleiks og Stólanna staðan þá, 37-48, gestunum í vil. f seinni hálfleik bættu Stólarnir enn í og unnu sannfærandi sigur að lokum eins og fyrr segir. Lið Tindastóls, Þórs frá Þorlákshöfn og Vals eru nú efst og jöfn í deildinni með 10 stig, hafa öll spilað sex leiki, sigrað fimm og tapað einurn. Strákarnir mæta einmitt Valsmönnum hér heima næstkomandi sunnudag og mikilvægt að ná sigri í leiknum ætli menn sér upp í Úrvalsdeildina. Molar________________ Gott færi í Stólnum Gott færi er í Tindastól núna og er það kjörið færi fyrir landsliðið sem stend- ur í æfingum upp í fjallinu í dag og næstu daga. Þau eru ánægð með brek- kuna og aðstæður sem boðið er upp á í Stólnum. Ef farið er inn á ski.is þá sten- dur þar að halda eigi FÍS-mót annað hvort í Hlíðarfjalli eða Tindastól. Bikarkeppni KKÍ Lið Tindastóls í körfúnni dróst á móti liði Sindra í 32 liða úrslitum Bikarkeppni KKÍ og Lýsingar. Sindri fékk heimaleikinn. Uppskeruhátíð Frjálsíþróttadeildar Tindastóls Gísli heiðraður Fyrir nokkru var sagt frá því í Feyki í umfjöll- un um uppskeruhátíð FrjálsíþróttadeildarTinda- stóls að Gísli Sigurðsson verður aðalþjálfari deild- arinnar í öllum aldursflok- kum. Honum til aðstoðar verð- ur valinkunnur hópur; Logi Vígþórsson, Sunna Atla- dóttir, Vala Kristjánsdótt- ir, Þórunn Eyjólfsdóttir, Þorgerður Björnsdóttir ofl. Þar mun einnig bregða fyrir gömlum íþróttakempum. Það eru allir velkomnir á æfingar hjá deildinni. Gísli þjálfari var heiðraður sérstaklega á uppskeruhátíðinni fýrir einstaka tryggð við félagið og gott starf en hann er nú að hefja sitt 20 starfsár sem þjálfari hjá Tindastól. Það er ekki síst fyrir hans góða starf sem félagið hefur náð svo frábærum árangri á un- danförnum árum. Margs- konar verðlaun voru veitt á samkomunni. Linda Björk Valbjörns- dóttir fékk verðlaun fyrir besta ástundun en auk henn- ar fengu 20 aðrir krakkar viðurkenningu fyrir góða æfingasókn. Félagsandi skiptir miklu fyrir árangur hópsins og fékk Inga María Baldursdóttir nafnbótina besti félaginn fyrir þann “smitandi kraft og jákvæð- ni” eins og einhver komst að orði, sem fylgir henni á æfingum og keppni. Árni Rúnar Hrólfsson hlaut viðurkenningu fyrir mestu framfarirnar og Sigþór Ós- karsson fyrir fórnfúst starf fyrir deildina. Að lokum fékk Vil- borg Jóhannsdóttir þraut- seigjuverðlaun en hún er öðrum sem eru að byrja ferilinn góð fyrirmynd. Vilborg hefur ekki dregið af sér við æfingar árum saman og á nú þegar glæstan feril. Kompan hannaði og gaf öll verðlaun sem veitt voru en KPMG og Ólafshús gáfu veitingar. Það mun svo koma í ljós síðar hver hlýtur nafnbót- ina frjálsíþróttamaður Skagafjarðar 2005. Fimm Skagfirsk ung- menni í úrvalshópi unglinga hjá FRÍ Unglingalandsliðsþjálfari Frjálsíþróttasambands Islands, Fríða Rún Þórðardóttir hefur valið fimm Skagfirðinga sem fæddir eru á árunum 1983-1991 í úrvalshóp FRI fyrir árið 2006. Þau eru Elva Friðjónsdóttir, Gauti Ásbjörnsson, Sunna Björk Atladóttir, Kári Steinn Karlsson og Oddný Ragna Pálmadóttir. Mynd: VG smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrar birtingar á feykir@krokur.is Galloper til sölu Til sölu Galloper disel, bein- skiptur árgerð 2000. ekinn 101. þús km. Gott eintak, vel við haldið og einn eigandi (kona) Upplýsingar í síma 8676072/ 4535084 eftir kl. 16.00 Til sölu Til sölu er tvíbreiður svefnsófi með rúmfataskúffu. Bókaskápur og hvitar álhyllur í geymslur. Upplýsingari Hásæti 5A á Sauðárkróki. Kápa tekin í misgrípum! Hefur einhver tekið svarta kápu í misgripum? Er með svarta Androse kápu nr. 18. Upplýsingar i síma 455 5560/gsm 660 5560 Hvellur Árshátið Hvells verðurhaldin í Árgarðilaugardaginn26. nóvem- ber2005. Hefstmeð borðhaldi stundvíslega kl. 21. Húsið opnað kl. 20.30. Skemmtikraftar úr Húnavatns- og Skagafjarðar- sýslum skemmta. Félagar úr félagi harmonikkuunnenda í Skagafirði leika fyrir dansi. Miðapantanir fyrir mánudag- skvöldið 21. nóv í síma: 453 7107 Sólveig eða Kolbeinn 4538177 Guðrún eða Sigfús 453 5995 Birna eða Sólberg Fjölmennið og takið með ykkur gesti - Greiðslukort ekki tekin. Góða skemmtun. Nefndin

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.