Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 3

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 3
44/2005 Feykir 3 Nemendur 6. - 8. bekkjar Grunnskólans á Hólum "Menningarkaffi að Hólum" hleypt af stokkunum Frá vinstri fœmst: Jóhann Sig., Örn Óskar, Rúnar, Sigurgeir, Valþór. Aftari röð: Jósef Gunnar, Eyþór, Ólafur, Kristín Kolka. Á myndina vantar Steindóru. Síðastliðið föstudagskvöld var haldin í Grunnskólanum að Hólum árleg haust- skemmtun nemenda skólans og leikskólans Brúsabæjar. Skemmtunin var að venju öll hin besta en það sem meira var, þá notuðu nemendur 6. - 8. bekkjar hér tækifærið til þess að hrinda af stað skólaþróunarverkefni, kaffihúsaverkefni sem kallast "Kaffimenning að I Um er að ræða mjög spennandi og skemmtilegt þverfaglegt verkefni sem, auk þess að þétta námið með tengingu faganna, ör\rar skap- andi hugsun nemenda og höfðar til ábyrgðartilfinningar og hæfni þeirra til samvinnu. Segja má, að kaffihúsaverkefhið sé afúrð faga eins og samfélags- fræði, lífsleikni, stærðfræði, heimilisffæði, upplýsinga- og tæknimenntar, tónmenntar og myndmenntar. Hugmyndin að þessu verkefni kemur ffá Rongen Skule í nágrenni Voss á vesturströnd Noregs, sem kennarar Grunnskólans að Hólum ásamt kennurum fámennra skóla í Skagafirði heimsóttu síðastliðið vor. Rongen er fámennur skóli á Bolstadoyri og tilhe>TÍr litlu en öflugu samfélagi. Rongen Skule leggur mikla áherslu á að brúa kynslóðabilið og auka samstarf við eldri borgara staðarins, heimilið og aðra samfélagsþegna héraðsins. Verkefnið gegnir því mikil- væga hlutverki að mynda tengingu nemenda við umhverfi sitt, heimabyggðina og þá staðbundnu menningu sem þar ríkir. Nemendur læra að “maður er manns ganran” og í stað þess að bíða eftir að eitthvað gerist er stundum tímabært að leggja eitthvað að mörkum sjálfúr og hjálpa til þess. Að þessu nefftdu, þá er efling frumkvæðis og ffumkvöðlastarf hjá nemendum það sem hér er verið að vinna með og efla. Kaffihúsaverkeffiið, sem í fyrstu er litið á sem þriggja ára verkeffti, er byggt upp með það fyrir augum að nemendur, undir umsjón kennara sinna, sjái um alla þætti þess sjálfir. Verkefninu er stillt upp eins og unr alvöru kaftihús sé að ræða og nemendur verða að sækja um þær stöður sem í boði eru. Þannig fá allir að njóta sín með tilliti til áhuga og hæfileika. Það má neffta stöður bókhaldara, þjóna og kaffiþjóna, hreinsi- tækna, menningarfulltrúa, útlitshönnuða sem sér t.d. um borðskreytingar, upplýsinga- fulltrúi sem útbýr og annast dreifingu tilkynninga og frétta- snepils kaffihússins o.s.frv. I megindráttum er lagt upp með að kaffihúsið sé starfrækt einu sinni í mánuði. Á þessu skólaári er hugmyndin að vera með fimm kaffimenningar- kvöld. Með áðurnefndu dreifildi verður sveitungum, þar með talið hinum fjölmenna hópi stúdenta Háskólans á Hólum, boðið að koma og fá sér eðalkaffi og eitthvert góðgæti með því, sem nemendur munu töffa ffam í heimilisffæðinni. Matsal skólans munu nemendur sjá um að breyta í kaffihús og með hjálp dúka, kerta og annarra skreytinga mun kaffihúsaandi “a la France” væntanlega svífa yfir vötnum. Menningarlegi þátturinn er svo punkturinn yfir i-ið. Nemendur hafa nú þegar látið hugmyndaflugið geisa vítt og breytt og skimað og kannað möguleikana. Komust þeir að því að hæfileikar leynast víða og það kennir margra grasa á heimaslóðum. Einnig munu nemendur sjálfir kappkosta að flytja tónlist, ljóð og lesa upp skemmtilegar smásögur og pistla úr heimabyggð. Ætlunin er að nemendur ffeisti þess að fá til liðs við sig áhugaverða einstaklinga, foreldra, og aðra aðstandendur nemendanna ffá svæðinu, sem þekktir eru fýrir að kunna að skemmta öðrum og ekki síst sjálfum sér. Meginmarkið verkeftiisitis: - Nemendur starfa setn frutnkvöðlar. Að efla þá hugsun hjá nemendum að þeirgeti lagt sitt að tnörkutn og að það erýmislegt hœgt efviljitm er fyrir hettdi. - Nemendur kynnastfólkinu í heimabyggðitini sintti og tengjastþar afleiðandi héraði síttu sterkari böndutn. Stuðla að öflugu oggóðu samfélagi. - Netnendur lœra að bera ábyrgð, t.d. að halda utan utn reikninga ogstanda skil á upþgjöri ogpeningum. - Nemendur afla tekna til kaupa á eitthverju nýtilegu fyrir skólattn, setn ýti uttdir verð- mœtaskynjun nemenda á innviði hatts auk þess að leiða af sérgóða umgettgni ískólanum. Þar sem fjárlög skólans gefa ekki mikið svigrúm fýrir verkefni af þessu tagi leituðum við til Kristjáns B. Snorrasonar spari- sjóðsstjóra Sparisjóðs Skaga- fjarðar og vonuðum að Spari- sjóður Skagafjarðar sæi sér fært að koma að þessu verkefni með okkur. Óskuðum við effir fjár- styrk til kaups á kaffivél sem hentaði í verkefnið. Við fengum svo skemmtilegt svar ffá Kristjáni: Framtak ykkar frumlegt er ogfræin dalintt lita. Fjármagttið þiðfáið hér þvífróm er óskin, Rita. Eitthvað nýtt eryndi að sjá eins og dœmitt santta. Bestu óskir ber égfrá banka heimatnantta. Björg Baldursdóttir, kennari með meiru, var ekki sein til svars og Kristján fékk bréf um hæl. Sattna þökk við settdutn þér, sónti ertþú bankamanna. Vísir tnjór ei vexti ber vanti frjómagtt peninganna. Háskólinn á Hólum, Hólaskóli, hefur líka komið að verkefftinu með því að lána okkur kennara. Stöllurnar, Laufey Haraldsdóttir og Ingibjörg Sigurðardóttir voru með nokkrar kennslustundir um ffamreiðslu og ýmsa mikilvæga þætti varðandi móttöku gesta, hreinlæti, mikilvægi réttrar stemmningar og útlits þess sem borið er á borð, ffæðslu um gerð og uppruna kaffis, tes og eðal súkkulaðis svo eitthvað sé nefftt. En það var ekki síst það síðastnefftda sem kveikti í nemendum. Fyrirtækið Te og Kaffi er einnig stuðningsaðili verk- efiiisins og veitir faglegar ráð- leggingar auk þess að veita verkefftinu fjárhagslegan stuðn- ing. Það er skemmst frá því að segja, að verkefnið fór vel af stað þrátt fýrir einhveija bið gesta, sem voru eitthvað á annað hundraðið, eftir hinu ffábæra kaffi úr dýrindis kaffibaunum sem voru malaðar í kvörn kaffivélarinnar jafftt og þétt... Með kveðju, ttemettdur 6. - 8. bekkjar Grunnskólans að Hólum molar Músaveiðar I síðasta leiðara Feykis sagði frá því að mús gerði sig heimakomna í bíl ritstjóra, sem fékk lánaða gildru hjá Viðari á Bergstöðum og spennti í bílnum. Daginn eftir var boldangs hagamús dauð í gildrunni. Reykjavíkurferð frestaðist um sólarhring og því var gildran spennt aftur að kveldi. Ekki fannst mér líklegt mísnar væru fleiri. Við Blönduós leit ég gildruna. í henni var önnur haganrús. Eðlilegast var að álykta að músafjölskylda búið sér heimili í bílnum. Hringdi í Elenóru sem gaf mér það góða ráð að girða buxnaskálmarnar niður í sokkana. Það rifjaði upp fýrir mér sögur af fólki sem hafði hálfsturlast er mýs hlupu um það innan klæða. Líka rifjaðist upp fýrir mér frásög af rottum í Lundúnaborg sem flúðu hús þar sem pönkarar héldu tónleika. Ég ákvað að grípa til þessa ráðs og skrúfaði vel upp í græjunum. Pönk átti ég ekki en spilaði þess í stað aðventudisk Heirnis. Jafnvel taugasterkustu mýs þola tæplega sálma og aðventutónist á tvöhundruð desebila styrk í þrjá klukkutíma. Enda hefur ekki orðið músa vart í bílnum síðan. Líkegast er þó að við höfum verið tvö á þessu ferðalagi ég og músin; dauð í gildrunni hans Viðars. ÁG Óðrerir Síðastliðið miðvikudags- kvöld var haldin kvöldvakan Óðrerir til heiðurs minningu Geirlaugs Magnússonar og í tilefni dags íslenskrar tungu. Fjöldi listamanna kom fram, þ.á.m. rithöfundarnir Jón Kalmann Stefánsson, Óskar Árni Óskarsson, Sigurlaugur Elíasson og Þórunn Hrefna Sigurjónsdóttir. Hátíðin tókst að öllu leyti vel og sumir lögðu til að dagur íslenskrar tungu verði framvegis haldinn hátíðlegur í skólanum með viðlíka dagskrá.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.