Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 1

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 1
Anna P. Þórðardúttir, formaður Sjálfsbjargar iSkagafirði kom á bókasafnið i Safnahúsinu á Sauðárkróki siðastliðinn fimmtudag. "Ég hef oft horft löngunaraugum upp alla þessa stiga", sagði Anna sem vildi með þessari heimsókn vekja athygli á að aðgengi fyrir fatlaða er ekkert upp á aðra hæð hússins, sem þó á að hýsa bókasafn allra Skagfirðinga. Mynd: ÓAB Tillögur varðandi Byggðastofnun fyrir mánaðarmót Áhersla á að dracja ekki úr starfsemi Iðnaðar- og viðskiptaráðherra segist leggja ríka áherslu á að erfiðleikar Byggðastofnunnar dragi ekki úr umsvifum hennar. Gert er ráð fyrir að starfshópur um framtíð stofnunarinnar skilar af sér fyrir mánaðarmót. Til grundvallar starfi hópsins var lögð franr skýrsla ráðgjafarfyrirtækis um Byggða- stofnun. Þar er gerð ítarleg grein fyrir stöðu og vanda Byggðastofnunar sem er m.a. sagður sá að stofnunin sé ekki það forystuafl í málaflokknum sem ætíamætti, að fjárhagsstaða hennar sé mjög erfið og að ekki verði séð að fjármögnunar- starfsemin geti orðið fjárhagslega sjálfbær. „Ég á von á að starfshópur- inn skili niðurstöðu í þessum mánuði og í kjölfarið verður litið til þess hvaða aðgerða er hægt að grípa til svo styrkja megi starfsemi stofnunarinnar og sjá til þess að hún uppfylli lögbundið hlutverk sitt,” segir Valgerður Sverrisdóttir, ráð- herra. „Ég hef lagt á það ríka áherslu að starfsemin verði efld þannig að hún geti betur rækt hlut\'erk sitt í breyttu umhverfi. Jafnframt hef ég lagt höfuð- áherslu á það að stöðugildum Byggðastofnunar verði ekki fækkað. Ekki verður hins vegar horft ffam hjá því að umhverfi ákveðinna þátta eins og lánastarfseminnar hefur breyst á síðustu árum Við þessu þarf að bregðast og móta nýja stefnu ogáherslur.” Varmahlíð______________ Ný hótel- styra Svanhildur Pálsdóttir, Stóru Ökrum í Blöndu- hlíð, hefur verið ráðin sem hótelstjóri Sels- hótels í Varmahlíð. Markmiðið er að byggja upp öfluga heilsársstarfssemi á hótelinu sem er í eigu Ingva Kristjánssonará Skútustöðum í Mývatnssveit. Sameinað sveitarfélag í Austur Húnavatnssýslu Kosið milli þriggja nafna og 2 lista Þann 10. næsta mánaðar verður kosið til sveitarstjórnar í sameinuðu sveitarfélagi fjögurra hreppa í Austur Húnavatnssýslu. Jafnframt verður kosið um nafn á sveitarfélaginu en val er um nöfnin Húnavallabyggð, Húnavallahreppur og Húnavatnshreppur. Hið nýja sveitarfélag verður tif við sameiningu Bólstaðarhlíðarhrepps, Svínavatnshrepps, Torfalækj- arhrepps og Sveinsstaða- hrepps. Umboð nýrrar sveitarstjórnar er stutt því kjósa verður aftur við reglulegar sveitarstjórnarkosningar í vor. Tveir listar verða boðnir fram. A-listi en þar eru efstu menn: Björn Magnússon, Hólabaki, Jóhanna Pálmadóttir, Akri, Tryggvi Jónsson, Ártúnum, Jón Gíslason, Stóra Búrfelli og Guðrún Guðmundsdóttir, Guðlaugsstöðum. Á B-lista eru efst: Ólöf Birna Björnsdóttir, Hæli, Birgir Ingþórsson, Uppsölum, Brynjólfur Friðriksson, Brandsstöðum, Birgitta Hall- dórsdóttir,SyðriLöngumýriog Gunnþóra H. Önundardóttir. Hvammstangi____________ Saumastofan hættir Alvarleg staða blasir við saumastofunni á Hvammstanga, en starfsmönnum hennar, sem eru fimm talsins, hefur verið sagt upp. Freyjuprjón sem er í eigu Byko rekur bæði saumastofu og prjónastofu á Hvamm- stanga. Prjónastofan verður rekin áfram en þar starfa sex manns. Saumastofan hefur framleitt föt til útflut- nings og meðal annars vegna óhagstæðrar gengisþróunar er ekki lengur grundvöllur fyrir rekstrinum. Þegar mest var störfuðu um 25 nianns hjá forvera Freyjuprjóns á Hvammstanga, Isprjón. Sjávarútvegsráðherra fagnar tímamótum___ Einar Kr. fimmtugur Föstudaginn 2. desember fagnar Einar Kristinn Guð- finnsson, sjávarútvegsráðherra, fimmtíu ára afmæli sínu í félagsheimilin í Bolungarvík. Að sögn Einars verður opið Að lokinni afmælisdagskrá hús ffá Jd: 20:00 um lcvöldið verður slegið upp dansleik og fagnar hann að sjá sem með vestfirskxi sveifu. flesta vini, frændur og félaga. Almenn raftækjaþjónusta - frysti og kæliþjónusta - bíla- og skiparafmagn - véla- og verkfæraþjónusta —CTeMgill ehj3— Bílaviðgerðir hjólbarðaviðgerðir réttingar og sprautun J!EI bílaverkstæði Aðalgötu 24 550 Sauðárkrókur Sími 453 5519 Fax 453 6019 Sæmundargötu lb 550 Sauðárkrókur Sími 453 5141

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.