Feykir


Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 5

Feykir - 23.11.2005, Blaðsíða 5
44/2005 Feykir 5 Opinn umræðufundur um áfengismál Axel Kárason skrifar í gegnum tíðina hafa áfengi og áfengismál verið mikið á milli tannanna á fólki og sitt sýnist hverjum. Frá því að áfengisbanninu var aflétt fyrir rúmum 80 árum hafa orðið fáar róttækar breytingar á áfengislöggjöfinni, hið opinbera sér að mestu um sölu áfengis fyrir utan veitingamenn sem rnega selja áfengi að uppfylltum ströngum skilyrðum. Síðustu árin hefur umræða um færa áfengissölu í verslanir verið rnjög áberandi, og t.d. má benda á að í haust var á Alþingi lagt ffam þverpólitískt ífumvarp til laga um breytingar á sölu áfengis. I ljósi þess höfum við í Fél- agi ungra framsóknarmanna í Skagafirði ákveðið að efita til opins umræðufundar um áfengismál á Kafifi Krók fimmtudagskvöldið 24. nóvem- ber kl 20:30. Þar ætlum við að velta fyrir okkur fjórurn spurn- ingum sem hljóma svona: • Á að lœkka úfengiskaupaaldnr niður í 18 ár? • Á áfengi að vera leyft í almennum smásöluverslunum? • Á að leyfa auglýsingar á áfengi? ' Á að leyfa heimabrugg? Til að leiða umræðuna höfurn við stefnt saman þremur mönnum sem allir hafa ákveðnar skoðanir á þessum efnum, og höfðum við það að leiðarljósi í forvalinu að fá menn með misjafnar skoðanir og að þeir ættu að geta haldið uppi fjörugri umræðu. Ber þar fyrstan að nefha Egill Arnar Sigurþórsson varafor- mann SUF og háskólanema sem er fjörugur ungur maður sem liggur sjaldan á skoðunum sínum. Einar Kristján Jónsson fyrrverandi formaður SUF hefur verið virkur í ungmenna- félagshreyfingunni í gegnurn tíðina og má ætla að hann láti nú ekki valta yfir sig svo glatt. Og síðast en ekki síst Jón Einarsson lögfræðing og stjórnarmann í Félagi ungra framsóknarmanna Skagafirði, en hann er þekktur fyrir allt annað en að fara filjóðlega með skoðanir sínar og hafa greina- skrif hans á netinu oft vakið verðskuldaða athygli. Að lokum vil ég hvetja alla til að mæta á Kaffi Krók kl. 20:30 á fimmtudagskvöld og taka þátt í fjörugum umræðum unt mál sem varðar okkur öll. Virðingarfyllst. Axel Kárason, formaður FUF í Skagafirði. Þessar stúlkur héldu tombólu tll styrtkar Rauða krosslnum en þær eru frá vinstrí; Inga Margrét Jónsdóttir, Unnur Ársælsdóttir, Vigdis Sveinsdóttir, Hafey Viktoría Hallgríms- dóttir, Sandra Sif Eiðsdóttir og Guðný Sif Gunnarsdóttir. Á myndina vantar þær Krístinu Andreu Pálsdóttur og Önnu Lilju. Tombólur til styrktar RKÍ Mikilvæg framlög í þágu bágstaddra Karl I.úðvíksson formaður Skagafjarðardeildar RKI segir stjórn félagsins ntjög ánægða með framtak tombólukrakk- anna sem „...sé mikilvægt framlag í þágu bágstaddra og þeirra sem minnst mega sín og bindum [við] miklar von- ir við áframhaldandi þátt- töku og sjálfboðastörf í þágu mannúðar og vonumst að sjálfsögðu eftir að RKÍ eigi eftir að njóta starfskrafta þeirra í framtíðinni.” Þá héldu þær Ása Svanhitdur Ægisdóttir og Hafey Viktoría Hallgrímsdóttir tombólu til skyrktar Rauða krossinum ásamt þeim Rakel Svölu Gisladóttur og isabellu Guðmunds- dóttur sem ekki eru á myndinni. SAMVINNUBOKIN og KS-B0KIN Tveir góðir kostir til aoávaxta spariféð þitt KS-bókin er með 3,7% vexti, bnndin í 3 ár og verðtryggð Samvinnubókin er með lausri bindingu, nafnvextir 8.5%, ársávöxtun 8.68% Hafið þið séð betri vexti? Innlánsdeild KS HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Lausar stöður 70 - 80% starf í eldhúsi frá og með 1. desember 2005 eða eftir nánara samkomulagi. Allar nánari upplýsingar veitir Sigríður Stefánsdóttir matráðsmaður í síma 455 4015. Umsóknarfrestur er t.o.m 26. nóvember 2005 60% starf á þjónustudeild deild VI. (2 stöður) strax og frá og með 1. janúar 2006 Allar nánari upplýsingar veitir Anna Gísladóttir ræstingastjóri í síma 455 4038. Umsóknarfrestur er t.o.m 28. nóvember 2005. Laun samkvæmt kjarasamningi fjármálaráðherra og Starfsgreinasambands Islands. Skriflegar umsóknir ásamt upplýsingum um nám og fyrri störf sendist til Herdísar Klausen hjúkrunarforstjóra. Öllum umsóknum verður svarað. Reyklaus vinnustaður Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.