Feykir


Feykir - 28.12.2005, Side 5

Feykir - 28.12.2005, Side 5
48/2005 Feykir 5 um lagningu hitaveitu og rörs fyrir ljósleiðara á bæi í Blöndu- hlíð. Þá lét Jón Karlsson af embætti formanns í Öldunni stéttarfélagi eftir langt og far- sælt starf en við tók Þórarinn Sveinsson. • Líf og íjör var á skíðasvæð- inu í Tindastóli. Vegna snjóleys- is á Isafirði var unglinga- meistaramót íslands flutt í Skagafjörðinn og með smávegis tilfærslum og söltun á snjó tókst að halda gott mót. Til gamans má geta að Skíðaviku á Isafirði var breytt í tónlistarhátíðina Aldrei fór ég suður. • Karlakórinn Heimir og bítlahljómsveitin Hljómar leiddu saman hesta sína í íþróttahúsinu á Sauðárkróki við góðar undirtektir en yfir 700 gestir mættu á tónleikana. • Ársæll Guðmundsson, sveit- arstjóri í Skagafirði, keypti sér Yamaha götuhjól á netinu prufukeyrði það í veðurblíð- unni fyrir páskana. Bæjarstjór- inn á Blönduósi sprakk og við tók nýr meirihluti H-lista og Sjálfstæðisflokks. Fulltrúar Á- lista, Bæjarmálafélagsins Hnjúka voru sakaðir um trúnaðarbrest af fyrrum sam- starfsmönnum hjá H-lista. “Tylliástæða”, sögðu bæjar- stjórnarmenn Á-listans. • Sveitarstjórnarmál í Skaga- firði komust aftur í kastljósið þegar Bjarni Maronsson lýsti því yfir að fúllkomnninn trúnaðarbrestur væri á milli hans og Gísla Gunnarssonar, odd\-ita og formanns sveitar- stjórnar. Ástæðan var að Gísli taldi Bjarna vanhæfan til þess að taka ákvörðun um hvar Þverárfjallsvegur skyldi liggja inn á Sauðárkrók og meinaði honum þátttöku í atkvæða- greiðslu um málið. APRIL Seldu afa og ömmu Góðir sölumenn eru sagðir geta selt ömmu sína. Sorin Lazar og Steinun Finnsdóttir bættu um betur og seldu bæði afa og ömmu. Reyndar var um að ræða samnefht hlutafélag, sem á Hótel Tindastól á Sauðárkróki. Kaupendur voru Ágúst Andrésson og fleiri. • Sæluvika Skagfirðinga hófst að venju seinnihluta apríl og var margt til skemmtunar. Geirmundur Valtýsson lék fýrir dansi með hljómsveit sinni 44. árið í röð og Birgitta Haukdal fórfxemstíflokkitónlistarmanna er komu ffam á sérstakri tónlistarveislu fýrir börn og unglinga. Hafís Hafís gerði vart við sig úti fýrir Norðurlandi. Um var að ræða rekís úr Grænlandsjökli . Meðal annars rak gíðarstórann borg-arísjaka inn á Húnaflóa. Blönduósingar ráðgerðu að koma á laggirnar sérstöku hafíssetri en Feykir sagði í yfirfýrisögn að borgarísjakinn væri tilkomumikil sjón. Vegna tæknilegra mistaka festist yfirfýrirsögnin á sama stað í næstu tveimur tölublöðum og þegar Ingibjörg Hafstað, bóndi í Vík, var kjörin formaður Búnaðarsambands Skaga-fjarðar fyrst kvenna, var því slegið upp í Feyki með eftirfarandi hætti: Tilkomu- mikil sjón: Fyrsti kven- formaður Búnaðarsamband- sins. • Methagnaður var tilkynntur á aðalfúndi Kaupfélags Skag- firðinga en hann nam rúmum 1,2 milljörðum eftir skatta. Þórólfur Gíslason, kaupfélags- stjóri, sagði á aðalfúndinum að það flokkaðist undir tilræði við ffamtíðarhagsmuni Skagfirð- inga að veita öðrum en heima- aðilum virkjunarrétt fallvatna í Skagafirði. • Stórsýning norðlenskra hestamanna Tekið til kostana hófst í Reiðhöllinni Svaða- stöðum á sumardaginn fýrsta og hófu undirbúning á sáningu á korni í lok april. • Grásleppuvertíðin fór illa af stað. Verð á mörkuðum voru lág og veiðin léleg framaf. • Veiðifélag Víðidalsár og Stefán Sigðurðsson undirrituðu tímamótasamning um leigu á Víðidalsá fýrir 52 milljónir króna á ári. Samningurinn tekur gildi á árinu 2006. Hann vakti mikil viðbrögð og hafði í för með sér hækkun á öðrum laxveiðiám. Tíðindi í orkumálum Annar stórsamningur var undirritaður um svipað leyti í Húnaþingi þegar Blönduósbær seldi Rafinagnsveitum ríkisins hitaveitu sína fýrir 430 milljónir króna. Stærstum hluta andvirðisins var varið til lækkun skulda. • Iðnaðarráðuneytið átti fundi með fulltrúum sveitarfélaga á Norðurlandi þar sem rædd voru áform kanadíska álrisans Alcoa um byggingu álvers í landsfjórðunginum. Atvinnu- málafélagið Skagafjarðarhrað- lestin var stofnuð á Kaffi Krók en eitt af markmiðum félags- ins var að nýta orku ffá jökulsánum í Skagafirði til uppbyggingar atvinnu í heima- byggð. • Sjómannadeginum var fagnað um allt land. Útgerð og vinnsla sjávarafúrða er meginstoð atvinnulífs á Skagaströnd og formleg vígsla nýs björgunarskips setti svip sinn á hátíðarhöld. Skipið hlaut nafnið Húnabjörg. Mikið um að vera á 17. júní Þjóðhátíðarhelgina var sumarhátíðin Bjartar nætur haldin í tínunda sinn í Vestur Húnavatnssýslu en þar var meðal annars boðið upp á hið vinsæla og sérstæða fjöru- hlaðborð í Hamarsbúð. Skagfirðingar tóku á móti vélhjólamönnum alls staðar af að landinu um sömu helgi og söngleikurinn Hei þú var frumfluttur í Reiðhöllinni Svaðastöðum. • Ársæll Guðmundsson hlaut þá upphefð að leiða 7 km. langa hópreið 300 vélhjólamanna ffá Varmahlíð til Sauðárkróks á föstudagskvöldinu 17. júní. Á Sunnudeginum 19. júní afhjúpuðu vélhjólamenn minn- ismerki um þá sem látið hafa lífið í mótorhjólaslysum und- anfarna áratugi. Minnismerkin var valin staður í Varmahlíð og stýrði Gísli Gunnarsson at- höfninni. • Á Hvammstanga sá hesta- mannafélagið Þytur um glæsileg hátíðarhöld í tilefni 17. júní. • I Svínavatnshreppi og nær- sveitum gengu bændur til samstarfsviðfjarskiptafýrirtækið e-Max um uppsetningu há- hraða örbylgjunets í hreppnum. Ákvörðun um þetta var tekin á fjölmennum fundi í félags- heimilinu Dalsmynni. • Feykir skýrði ffá niður- stöðum vöðvamats á slátur- húsum á landsvísu en rannsóknir leiddu í ljós að þrjú húnvetnsk sauðfjárbú voru hæst yfir landið hvað varðaði einkun yfir landið fýrir vöðvamat. • Gróður var seinni til en undanfarið. Feykir fjallaði um málið og kenndu sérffæðingar ffostnóttum í maí og lang- varandi úrkomuleysi um lélega sprettu í júní. Ráðunautar veltu fýrir sér hvort þetta kynni að koma niður á kornræktinni. » Síðari hluti fréttaannáls 2005 birtist í Feyki sem kemurút 4. janúar 2006. Magnús H. Gíslason tók saman_ Úr handraðanum Þegar verslunin á Djúpuvík á Ströndum hætti rekstri var haldið uppboð á vöru- leyfunum. Meðal ntargra uppboðsgesta var bóndi nokkur, níu barna faðir. Hann keypti, með fleiru, aflangan kassa, án þess að vita um innihald hans. Opnar hann nú kassan með eftirvæntingu, tekur upp úr honum hlut sem hann heldur á lofti, en í kassanum voru 12 brjósta- haldarar. „Hver andskotinn er nú þetta?,” sp>T bóndi, sem aldrei hafði séð slíkan hlut fýrr. Uppboðshaldarinn segir þá. „Æ, heyrðu góði, þetta er fýrir konurnar maður, konurnar”. „Hvar í fjandanum hengja þær þetta á sig?”, spyr þá bóndi. Uppboðshaldarinn svarar. „En á brjóstin elsku vinur, á brjóstin sín”. „Flestu taka þær nú uppá”, segir bóndi, “ég hef bara aldrei séð svona”. Guðmundur Björnsson, sýslumaður, gisti eitt sinn hjá Brynjólfi bónda í Þverárdal, sem þá bjó með ráðskonu. Guðmundur gerði ráðskon- una ólétta og ól hún honum son. Skömmu síðar hitti Bty'njólfur Guðmund og spurði hvernig þetta hefði atvikast. Sjálfur hcfði hann verið búinn að reyna mikið við ráðskonuna en ekkert gengið. „Þetta skeði þegar hún færði mér teið í rúmið um morg- uninn”, svaraði Guðmundur. „Er þá ekki sjálfsagt að láta drenginn heita Theodór,” sagði Guðmundur. Pálmi Jónsson á Sauðárkróki Kveðið um fylgistap Fylgi Samfýlkingarinnar mælist lágt í skoðanakönn- unum. Nokkur umræða hefur verið unt málið í fjölmiðlum. Forntaður Samfýlkingarinnar, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, lætur engan bilbug á sér finna og líkir stjórmálunum við langhlaup. Fylgistap Samfýlkingar- innar varð Pálma Jónssyni, verktaka á Sauðárkróki, að yrkiseni en Pálmi er harður sjálfstæðismaður. Atkvœðum ereftirsvöng en um sannleik þegir. Ingibjörg er leggjalöng hmghiaupið hún þregir. Oftast hennar örm er trú en Össuri þykir tniður að Samfy’lkingin sækir nú svona þrúðbeint niður.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.