Feykir


Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 18.10.2006, Blaðsíða 3
38/2006 Feykir3 Gísli Gunnarsson skrifar Áskoran til KS Þann 28. júní árið 2005 var undirritaður samningur sveitarfélaganna í Skagafirði við ríkið um menningarhús, þarsem annars vegar varfjallað um uppbyggingu Miðgarðs og hins vegar um uppbyggingu menningarhúss á Sauðárkróki sem tengt yrði Safnahúsinu. Þann 9. maí 2006 var tæknideild sveitarfélagsins falið að sjá um útboð á framkvæmdum við Miðgarð á grundvelli fyrirliggjandi teikninga og útboðsgagna þ. m.t. kostnaðaráætlunar. Undir þetta skrifuðu báðir oddvitar núverandi meiri- hlutaflokka. Engar athuga- semdir voru gerðar varðandi útboðsgögnin, og engar athugasemdir voru gerðar við vinnubrögð starfsmanna sveitarfélagsins eða fulltrúa í byggingarnefnd. Tvö tilboð bárust í verkið. Annað þeirra var upp á 110 milljónir króna, sem var nálægt kostnaðaráætlun. Því miður náðist ekki að skrifa undir þetta tilboð fyrir kosningar og nú stefnir í það, að hugmyndum um upp- byggingu menningarhússins Miðgarðs verði klúðrað á sveitarstjórnarfundi á morgun. 1 stað þess að taka þessu tilboði hefur núverandi meirihluti velkst með málið síðan í vor og tíminn aðallega farið í það að reikna, og rægja þá sem undirbúið höfðu þetta verk af heilindum, vel og vandlega. I stað þess að útbúa menningarhús á nú að fara í viðhaldsvinnu á félagsheimili, nánast án breytinga. Enn er tími til að afsfyra þessu menningarslysi. Fyrir kosningarnar í vor ákvað Kaupfélag Skagfirð- inga að verja 70 milljónum króna til menntamála í héraði, á næstu íjórum árum. Jafnframt ákváðu forráða- menn KS að sveitarstjórnirn- ar legðu 30 milljónir á móti í málaflokkinn. Nú legg ég til að KS leggi sömu upphæð þ.e. 30 milljónir í menningarhúsið Miðgarð, en það er ein af þeim tölum sem núverandi meirihluti hefur reiknað út að vanti, til þess að gera Miðgarð eins og stefnt var að sl. vor. Einnig má útfæra þessa hugmynd þannig að KS taki allan skólapakkann og losi sveitarfélagið undan 30 m. kr. skuldbindingunni. Þá væri húsið með glerskálanum, ljölnota efri hæð og lyftu. Auk þess að rýmka allan umgang um húsið, átti á neðri hæð glerskálans að vera fatahengi, miðasala og lyífubúnaður að aðalhæð hússins. Efri hæð glerhússins mundi einnig umbreyta efri hæð Miðgarðs, þar sem margvísleg starfsemi gæti farið fram. Að hafa ekki lyftu í húsinu er fáheyrð lágkúra! Á hátíðarstundum er sagt að arður KS renni til héraðsins okkar. Er ekki nær að leggja nokkrar milljónir til menn- ingarmála í stað þess að láta milljarða streyma suður í vasa nýríkra Reykvíkinga og kaupa flugfélag? Bændur hafa ekki góða reynslu af slíkum kaupum, sbr. lífeyrissjóður þeirra sem hvarf um árið. Ég legg þessa tillögu hér fram í fullri alvöru sem félagsmaður í KS. Miðgarður var byggður á sínum tíma í anda ungmenna- og sam- vinnuhugsjónar. Sýnum þeim sem það verk unnu virðingu með því að gera þetta eins og hjá mönnum. Verum menn en ekki mýs. Gísli Gunnarsson Frá Búnaðarsambandi Skagfirðinga Kosning fulltrúa Búnaðarsambands Skagfirðinga á Búnaðarþing árin 2007-2009 fer fram 18.-25. október 2006. Kosningarétt hafa þeir félagar í Búnaðarsambandi Skagfirðinga sem hafa með höndum viðurkennda starfsemi sem fellur undir búrekstur á lögbýli í samræmi við 3. grein samþykkta Bændasamtaka íslands. Kosningin er póstkosning. Kjörseðlar hafa verið sendir út og eiga að vera komnir í hendur viðtakenda. Þeir sem hafa ekki fengið kjörseðil í hendur en telja sig vera á kjörskrá þurfa strax að hafa samband við Eirík Loftsson í síma 455 7100. Útfylltum kjörseðlum þarf að skila til kjörstjórnar (á skrifstofu Leiðþeiningamiðstöðvarinnar, Aðalgötu 21 á Sauðárkróki) í síðasta lagi miðvikudaginn 25. októþer eða póstleggja hann þann dag. Kjörstjórn BSS GuðríðurB. Helgadóttir skrifar Ætlar þessu aldrei að linna? Það er ekki fyrr búið að skella niður lokum við Kárahnjúka en áróðursvélin í Skagafirði er komin á fullt með hávaða og látum og boðar að nú skuli næst ráðast á Héraðsvötnin með Villinganesvirkjun, Skatastaða- virkjun og guð má vita hvað næst. Yfirtroðslu Landsvirkjunar og stjórnvalda eru engin tak- mörk sett. Það er ekki nóg að faraafstað með undirskriftalista og bænarskjöl á hendur þessurn ófresku steintröllum skilningsleysis og hroka. Það verður að setja þeirn stólinn fyrir dyrnar með meirihluta- valdi í samstöðu heimamanna ÁÐUR en þeir byrja á fram- kvæmdum. Við vitum það öll sem stóðum í eldlínunni hér, þegar baráttan um staðsetningu Blönduvirkjunar stóð yfir, að þar dugðu hvorki rök né staðþekking á landi, hvað þá nöfn á fimmta hundrað manns á undirskriftalista hér á svæðinu, stofnun landverndar- samtaka og öflug mótmæli hreppsnefnda við þeirri virkj- unarleið sem virkjunaraðilar höfðu ákveðið. Þá var aldrei tekið nokkurt tillit til athuga- semdaogtillagnaheimamanna. Þar var þó aldrei verið að mótæla því að virkja Blöndu, heldur aðeins virkjunarleið, sem myndaði helmingi stærra lón en önnur sem gefið var upp að kæmi einnig til greina. Þarna var verið að deila um tilhögun sem gat gefið alveg eins mikið vatnsmagn og vélaafl á yfir 20 ferkílómetrum minna svæði sem var mest í flám og lægðum og vel gróið land. En lítilsvirðingin fyrir landinu, valdahrokinn og tillitsleysið sneri öllu á hvolf, hlustaði ekki á skynsamleg rök en fór sínu fram. Áróður fyrir fljótteknum gróða klauf samfélagið í tvær andstæðar fylkingar sem úr varð úlfúð og illar deilur, vinslit og vandræði. Allt þetta er geymt en ekki gleymt og aldrei verður þeim fyrirgefið sem þarna sóuðu helmingi meira af gróðurþekju þessa lands en þörf var fyrir við Blönduvirkjun. Við vonuðum þá að allir hefðu lært það af svo dýrkeyptri reynslu að aldrei franrar mundi beitt slíkum bolabrögðum í samskiptum við fólk. En hvað skeður? Landsvirkjunarvaldið notar sömu aðferðirnar áfram hvar sem borið er niður. Vísindalegum rannsóknum er haldið leyndum ef þær henta ekki áformum valdsins og staðreyndum hagrætt þar til þær falla að geðþótta í ákvarðanatöku um fram- kvæmdir. Nýjasta dæmið um slíkt í ferlinum við Kárahnjúka ætti að sýna og sanna, svo ekki verður um villst, að jafnvel dyggustu og fylgispökustu áhangendum álguðsins og stóriðjunnar er nú nóg boðið. Og nú á að færa sig í Skagafjörðinn. Reka þar fleyg í félagslynt og glatt samfélag fólks sem er í óða önn að byggja upp fjölbreytt atvinnulíf, með blómlegan og vaxandi landbúnað, Háskólann á Hólum, söfnin, fornleifarnar og ferðaþjónustuna í broddi fylkingar. Yfir þetta allt á að valta með offorsi virkjanasinna, stóriðjudrauma, hávaxtastefnu og þenslu. Finnst ykkur Skagfirðingum fórnin ekki nokkuð stór? Hvers virði er landið okkur? Hvers virði er friðsamt og gott samfélag? Hvaða framtíðarsýn höfum við á búsetu og mannlíf í þessu landi? Væri nú ekki gott að staldra aðeins við og reyna að átta sig á hvert stefnir með áframhaldandi álbræðslustór- iðjustefnu? Sú lítilsvirðing og hroki, sem ráðandi öfl í þjóðfélaginu sína landsbyggðinni eru sorglegt merki um þekk- ingarskort og hnignun þjóðar á villigötum. Röngstefnumörkun í sjávarútvegs- og landbún- aðarmálum hefur þegar komið landsmönnum illilega í koll. Ekki gefur það fyrirheit um óbrigðula almættisforsjón skammsýnna stjórnvalda? Vanmat á gæðum landsins og oftrú á álbræðslur og áhættufé, er ekki vænleg leiðtil frambúðar fyrir fólkið í landinu. Mannlegi þátturinn er forsenda menningar og byggðar í þessu landi . Er ekki ráð að huga nánar að því? Guðríður B. Helgadóttir

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.