Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 2

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 2
2 Feykir 42/2006 Mörg verkefni í deiglunni hjá SSNV Vinna við koltrefiaverk- efnið ennþá í fulíum gangi Verkefni Sambands Sveitarfélaga á Norðurlandi vestra (SSNV) eru mörg og af ólíkum toga. Rekstur samtakanna samanstendur af fjórum megin þáttum, alls starfa sjö starfsmenn hjá SSNV auk stjórnar þ.e. framkvæmdastjóri, verkefnisstjóri málefna fatlaðra, bókhalds- og launafulltrúi og fjórir atvinnuráðgjafar sem hafa aðsetur á fjórum mismunandi stöðum. Málefni fatlaðra hafa verið á könnu SSNV um margra ára skeið en, sá hluti í rekstri samtakanna er all umfangsmikill. Um þessar mundir er hagkvæmnisúttektámögulegri unniðviðaðljúkasamningum framleiðslu koltrefja og er milli félagsmálaráðuneytisins og SSNV málefni fatlaðra á Norðurlandi vestra um rekstur málaflokksins. Samningurinn er samtökunum og sveitar- félögunum á svæðinu gríðar- lega mikilvægur. Um er að ræða samning til allt að sex ára uppá u.þ.b. 300 milljónir árlega. Feykir sló á þráðinn til framkvæmdastjóra SSNV Jakobs Magnússonar, til að forvitnast um önnur verkefni sem eru í farvatninu. „Vinna viðkoltrefjaverkefhi er enn í fullum gangi,” segir Jakob. Vinna við þetta atvinnuþróunarverkefni hófst á síðasta ári. SSNV er m.a. að vinna að frekari Leiðari Upplýsingasöfnun sú vinna unnin í samstarfi við Fjárfestingastofu og Iðntæknistofnun. Fjárfest- ingastofa leiðir þá vinnu að mestu. í nýrri skýrslu um Vaxtarsamning fyrir Norðurland vestra eru síðan nefnd til sögunnar fjöldi verkefna og fyrirtækja er mögulega geta tekið þau upp á sína arma. Stuttur aðdragandi „Eins og áður hefur komið fram þá er vaxtarsamningur í burðarliðnum” segir Jakob. „Lokið hefúr verið við gerð ítarlegrar skýrslu til undir- búnings og mun sú skýrsla I mig hringdi starfsmaður ríkisstofnuniiar ogspurði um fjölda stöðugildn, starfsmanna ogfleira í fyrirtœkinu. Hann fékkgreið svör enda höfðu tveir aðilar spurt sömu spuritiga á undan honum þetta áríð. Hvað œtli starfi margir við það að safna upplýsingum um ok- kur og til hvers þarf að vera að safna öllum þessum upplýsin- gum? Veit sá sem ekki spyr en hitt veit ég svona fullkommm- arárátta er ekki alveg hœttulaus. Ég þekki t.d. menn sem hafa reynt að skrásetja allar sínar hugsanir og endað inn á stofnun fyrirfólk sem hugsar of mikið. En vondandi þurfum við ekki að hafa áhyggjur afþví að opinberir eftirlitsenn safni meiri upplýsitigum en þeirgeta með góðu móti skrásett. Árni Gunnarsson Óháð fréttablað á Norðurlandi vestra - alltaf á miðvikudögum Útgelandi: Feykirhl Skrilstofa: Aðaigötu 21, Sauðárkróki Blaðstjórn: Árni Gunnarsson, Áskell Heiðar Ásgeirsson, Herdis Sæmundardóttir, Ólalur Sigmarsson og Páll Dagbjartsson. Ritstjóri & ábyrgðarmaður: Árni Gunnarsson arnig@krokur.is Simi 4557100 Blaðamenn: ÓliArnar Brynjarsson feykir@krokur.is Simi 455 7175 Póstfang Feykis: Box 4,550 Sauðárkrókur Askriftarverð: 210 krónur hvert tölublað með vsk. Lausasöluverð: 250 krónur með vsk. Setning og umbrot: Nýprent ehf. Prentun: Nýprent ehf. verða kynnt iðnaðarráðherra fljótlega. Aðdragandi að undirbúningi vaxtarsamnings fýrir Norðurlandi vestra var ffekar stuttur. Snemma á síðasta ári lagði stjórn SSNV mikla áherslu á það við iðnaðar- og viðskiptaráðherra að svæðið fengi sinn eigin vaxtarsamning og var lögð talsverð vinna í framgang málsins. Á haustdögum síðasta árs hélt síðan SSNV atvinnuþróun mjög öflugt málþing á Sauðárkróki um atvinnumál og var iðnaðar- og viðskiptaráðherra aðal- ffamsögumaður á því þingi. Á málþinginu tilkynnti ráðherra að gerður yrði sérstakur vaxtarsamningur við Norðurland vestra og skipaði hún þar einnig verkefnisstjórn til undirbúnings væntanlegum samningi. Helstu áherslur vaxtar- samningsskýrslunnar snúa að greiningu og þróun efhahags, atvinnumála og samkeppnishæfni á svæðinu. Samhliða greiningarvinnunni var viða leitað fanga við að fá sem flestar hugmyndir að tillögum til eflingar og þróunar atvinnu á svæðinu. í skýrslugerðinni var mikil vinna lögð í að fá fyrirtæki og stofhanir á svæðinu til að taka þátt í svokölluðum ramma- samningi og stendur sú vinn enn yfir. Rammasamningur milli iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins, SSNV, fýrirtækja og stofnana á svæðinu um vaxtarsamning á Norðurlandi vestra eru þannig næstu skref sem snúa að ffamkvæmd samningsins. Þau fýrirtæki og stofhanir sem skuldbinda sig til að taka þátt í rammasamningi með beinum fjárframlögum og/eða framlögum í formi sérffæðivinnu munu skipa stjórn vaxtarsamnings og mun stjórnin í ffamhaldi skipa ffamkvæmdaráð. Ráðgert er siðan að gerður verði samningur við SSNV atvinnuráðgjöf um ffamkvæmd samningsins.” Fjármunir í menningarsamningi „Unnið hefur verið að undirbúningi menninga- rsamnings um alllangt skeið og er sá samningur nú loks að líta dagsins ljós, ráðgert er að hann verði tilbúinn fýrir lok ársins. Aðdragandi menningarsamningsins hófst fýrir allllöngu eins og nefnt hefur verið, samþykkt var á 11. ársþingi SSNV sem haldið var á Skagaströnd í ágúst 2003 að hafinn yrði undirbúningur að gerð samstarfssamnings milli menntamálaráðherra og sveitarfélaga á Norður- landi vestra um gerð menningarsamnings. Stýri- hópur um stefnumótun í menningarmálum á Norður- landi vestra var síðan skipaður á 12. ársþingi SSNV 2004 sem haldið var í Héðinsminni og var stýrihópnum falið að móta stefhu í menningarmálum fýrir Norðurland vestra. Sú stefnumótun liggur nú til grundvallar í þeirri vinnu sem ffam fer um þessar mundir hjá starfsfólki SSNV og nýskipuðu menningarráði. Gerðir hafa verið menningarsamningar við Eyjafjarðarsvæðið, sveitarfélög á Austurlandi og nú síðast við sveitarfélög á Vesturlandi. Menningarsamningum er ætlað að efla menningarstarf á viðkomandi svæði og auka áhrif heimamanna á úthlutun fjármuna ríksins til menningarmála í viðkomandi landshluta. í samningnum er kveðið á um ákveðið lágmarksfjárffamlag frá ríki og sveitarfélögum til menningarmála. Samning- unum er ætlað að vera ákveðinn rammi um með hvaða hætti sveitarfélög og ríki standa að því að styðja og efla menningarstarf. í menningarsamningum er lögð áhersla á fjölbreytilegt menningarstarf fyrir alla aldurshópa og samstarf við menningarstofhanir, félög, listafólk og fýrirtæki utan svæðis sem innan. Raunin hefur orðið sú á öðrum svæðum að menningarstarf og viðburðir hafa laðað að ferðafólk og þátttöku fýrirtækja sem meðal annars hafa styrkt menningarstarfið fjárhagslega. Þannig hefur öflugt menningarstarf jákvæð áhrif á ferðaþjónustu og annað atvinnulíf. Þessa dagana er verið að fara yfir fjárhagslega þætti samningsins en ekki er búið að ganga endanlega ffá tölum við ríkið, það liggur því ekki fýrir hvert framlag ríksins til samningsins verður. Til viðmiðunar má samt geta þess að á þessu ári leggur ríkið 25 milljónir króna í menningarsamninginn á Vesturlandi og 37 milljónir króna til samningsins á Austurlandi. Á næstunni mun fara ffam kynning á samningsdrögum til sveitarstjórna á svæðinu en sveitarfélögin á starfssvæði SSNV lögðu árið 2005 yfir 170 milljónir samtals til málaflokksins. SSNV hafa lagt á það ríka áherslu að halda umsýslukostnaði við ffamkvæmd menningar- samningsins sem minnstum þannigaðsemmestirfjármunir verði til ráðstöfunar til menningarverkefna á svæðinu. Menningarsamningar hafa verið mikil lyftistöng fýrir menningarlífið þar sem þeir hafa verið gerðir og full ástæða er til að ætla að svo geti einnig orðið hér á Norðurlandi vestra.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.