Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 4

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 4
4 Feykir 42/2006 Undir Borginni:: Rúnar Kristjánsson skrifar Hugleiðingar um hús og fólk Við manneskjurnar höfum ekki langa viðdvöl í veröldinni. Það má eiginlega undra sig á því basli sem margir leggja á sig hér í heimi, miðað við hvað viðverutíminn er í raun og veru stuttur. Það ert.d. eins og sumir menn séu að búa um sig til eilífðar, þegar þeir byggja nú til dags. Allt skal vera sem rammbyggilegast og byggingarefni eru í flottasta fari. Þegar búið er að steypa upp járnbenta stríðsveggi verðandi aðseturs, láta menn jafnvel klæða þá að utan með stein- klæðningu sem gefin er upp að dugi til fimm hundruð ára ! Og svo er byggt og fegrað, Laufás og síðan kom þar skreytt og skrúðmálað, hús gerð að höllum, allt með ærnum tilkostnaði, já, eins og fólk sé að útbúa sér verustað til eilífðar. En svo er þó ekki, því enn finnast dæmin um að menn deyji frá hálfbyggðum húsum eins og Tómas orðaði það, verði að hverfa úr þessum heimi, mitt í óþrjótandi önn uppbyggingar og framtíðar- áætlana. En hversvegna byggja fjölmargir svona stórt og hversvegna hafa þarfirnar í þeim efnum margfaldast á tiltölulega stuttum tíma, í landi þar sem afar og ömmur margra núlifandi landsmanna bjuggu í torfkofum, við þröngar að- stæður miðað við þau viðhorf sem nú gilda ? Það má velta því máli fyrir sér á marga vegu, en óvíst er að hamingju fólks og sálarheill sé beturborgið í höllum nútímans en torfhúsum gamla tímans. Fólkið í stórhýsunum unir víst ekki glaðara við sitt en fólkið í torfkofunum gerði í gamla daga. Nægjusemi liðna tímans hefur trúlega verið hollara undirfóður anda og sálar, en kröfuharka nútímans. En þó við byggjum mikið og viljum hafa hátt til lofts og vítt til veggja, húsin rammgerð sem loftvarnarbyrgi, þá leitar eitt- hvað í sál og huga aftur í tímann, til gömlu sveitabæ- janna, til frægra bæjarnafna í þjóðarsögunni, til lítilla húsa í litlum þorpum, þar sem stór- fjölskyldur þess tíma bjuggu og hin unga kynslóð óx úr grasi. Á höfuðborgarsvæðinu bregð- ur fyrir þessari þrá í þeim nöfnum sem götum og húsum hafa verið gefin. Við finnum þarbæjarnöfnaflandsbyggðinni í tugatali. Þar var reistur nýr Laufásvegur. Þar er Ármúli, Ásgarður, Bakkasel, Bólstaðar- hlíð, Dragháls, Dunhagi, Einarsnes, Engimýri, Fellsmúli, Fornhagi, Grýtubakki, Græna- tunga, Háagerði og Helluland, Kelduland og Kjalarland, Lambhagi og Löngumýri, Mávahlíð og Miklaholt, Nes- hagi og Prestbakki, Sólheimar og Staðarbakki, Síðumúli og Svalbarð, Tjaldanes og Tungu- bakki, Vaðlasel og Vogatunga, Þingás og Þönglabakki, Þykkvi- bær og Ægisíða ; öll tala þessi nöfn skýru máli um þá þrá sem býr í brjóstum manna eftir tengslum við uppruna sinn, upprunann úr sveitum lands- ins. Telja mætti hér að sjálf- sögðu fjölda nafna til viðbótar, en þetta ætti fullkomlega að nægja til að sýna óyggjandi fram á hin sterku og órjúfandi tengsl sálar og sögu í lífi landans. í þeim efnum skiptir ekki svo miklu þótt allar ytri aðstæður hafi breyst, með gjörbyltingu á lífsháttum og híbýlagerð þjóðarinnar á síð- ustu áratugum. Enn gildir hið fornkveðna, að: „Römm er sú taug sem rekka dregr föðurtúna til.“ í þorpum landsbyggðarinnar, sem flest standa á gömlum merg, er að finna mörg lítil hús, timburhús og steinhús, flest með bröttum þökum, en sum með skúrþaki. Þessi hús láta kannski ekki mikið yfir sér. 1 kringum þau hafa ef til vill sprottið upp stórhýsi seinni tímans og þessi litlu hús hverfa í skuggann fýrir þeim, þó þau búi yfir mikilli sögu genginna kynslóða. Og þau hafa öll sín sérnöfn, þar er ekki óper- sónulegt götunúmerið eitt til staðar. Og nöfnin sem fólkið hefur gefið þessum litlu húsum, eru til marks um þær vonir og drauma sem það ól með sér gagnvart því skjóli sem það hafði náð að koma sér upp. Og hvaðan eru nöfnin ættuð, flest úr veröld fyrstu lífsins kynna. Á Skagaströnd var þannig hægt að ganga ffá Jórvík að Ægisíðu. Og alls staðar á leiðinni, hvert sem gengið var, birtust huganum ótal nöfn, flest hlýleg og björt, en sum harðari og hvassari í bragði: Akur, Akurgerði, Asparlundur, Goðhóll, Baldursheimur, Reykholt, Röðulfell, Vina- minni, Brautarholt, Bergstaðir, Sunnuhlíð, Sæborg, Dagsbrún, Ólafsvellir, Iðavellir, Berg, Brekka, Holt, Ásgarður, Herðubreið, Skjaldbreið, Blá- land, Hólanes, Árnes, Brimnes, Straumnes, Bjarmanes, Sól- lundur, Ásberg, Breiðablik, Bjarg, Sævarland, Sæból, Vík og Viðvík, o.fl. o.fl. Allt segir þetta sína sögu og talar til okkar - að minnsta kosti þeirra okkar sem enn geta lagt eyra að slætti foldarhjartans og heyrt fleira en tímans þunga nið í núinu. Og við getum mörg hver velt upp ýmsum spursmálum á hugans hljóða sviði. ímyndum okkur t.d. lítinn, vinalegan torfbæ þar sem afi og amma áttu heima, þar sem börnin þeirra ólust upp, þar sem hundarnir Snati og Kátur voru, kisan hún Doppa, kýrnar Branda og Bauga og öll hin dýrin. Og ímyndum okkur svo risastóran steinsteypukassa sem einhver afkomandi gömlu hjónanna hefur kannski byggt sér í seinni tíð fyrir kvótagull, kassa sem gæti nánast hýst gamla torfbæinn þeirra í heilu lagi í stofunni einni, - og nafnið á þessum tröllakassa er það sama og var á garnla bænum. Og við getum spurt okkur sjálf þeirrar spurningar í hjartans einlægni, hvor bærinn skyldi nú hafa manneskjulegra aðdráttarafl ? Rúnar Kristjánsson HEILBRIGÐISSTOFNUNIN SAUÐÁRKRÓKI AUGLÝSIR Lýtalæknir Guðmundur Már Stefánsson, týtalæknir verður með móttöku fimmtudaginn 23. nóvember n.k. Tímapantanir í síma 455 4022. Heilbrigðisstofnunin Sauðárkróki íbúðir til sölu Eignasjóður Skagafjarðar auglýsir til sölu; 4ra herbergja íbúð að Laugatúni 9, neðri hæó, 104.7 m2 og 3ja herbergja íbúö í raðhúsi aðjöklatúni 4, 90,4 m2 Tilboó óskast í eignirnar og skulu þau berast á skrifstofu eignasjóðs í Ráðhúsinu á Sauðárkróki fyrir kl. 16.oo þann 24. nóvember n.k. Eignasjóöur Skagafjaróar áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Nánari upplýsingar veitir sviósstjóri eignasjóðs í síma 455 6000. Eignasjóður Skagafjarðar www.skagafjordur.is Skagafjörður

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.