Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 7

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 7
42/2006 Feykir 7 Rabb-a-babb Árgangur: 1963. Fjölskylduhagir: Kvæntur, fimm börn, hundurog hamstur. Starf/nám: Kennari/Rafvirkjun, myndlist og kennslufræði. Bifreið: Hiundai Starex (ég held að þetta sé skrifað svonaf). Hestöfl: Vel á annað hundraðið??? Hvað er í deiglunni: Miðvikudaginn 15. nóvember frumsýnir Nemendafélag FNV leikritið Draumalönd sem ég skrifaði og er í minni leikstjórn. Einnig bjuggum við Gugga til einn afaðalleikurunum í sýning- unni. Hvernig hefurðu það? Svona líka frábært! Hvernig nemandi varstu? Prúður, vel greiddur og girtur. Góður vinur Sighvats. Hvað er eftirminnilegast frá fermingar- deginum? Hvaðég var lítill og englarnir hvitir. Hvað ætlaðir þú að verða þegar þú yrðir stór? Fyrst Indíáni svo loftfimleikamaður. Þetta sameinast þegar ég er að háfa lunda i Drangey. Hvað hræðistu mest? Frumsýningardaga. Hver var fyrsta platan sem þú keyptir (eða besta)? Pink Floyd The Wall sem Diddi bróðir gafméríjólagjöfá ofanverðri tuttugustu öldinni. Hvaða lag ertu líklegastur til að syngja í Kareúkí? On the road again (Billy Idol útgáfuna). Hverju missirðu helst ekki afí sjónvarp- inu (fyrir utan fréttir)? Little Britain, en ég missi samt oftast af þessum frábæru grínþáttum. Besta bíómyndin? Delikatessen, já eða KúrekarNorðursins þarsem Eiki Hilmis, Margeir, Gunnarlngi og Gubbi fóru á kostum og Bimbó barði niður Ijós á sviðinu á Skagaströnd og Hallbjörn reif og teipaði buxurnarsínar. Bruce Willis eða George Clooney/Ang- elina Jolie eða Gwyneth Paltrow? George Clooney út af fjölhæfni og An- gelina Jolie með sínar ómótstæðilegu botoxvarir. Hvað fer helst í innkaupakörfuna sem ekki erskrifað á tossamiðann? Hráskinka og paramesan og svo súkku- laðikex handa Guggul Hvað er í morgunmatinn ? Lýsi, spirulina og B12 skolað niður með undanrennu. Uppáhalds málsháttur? Sjaldan fellur eplið langt frá eplatrénu. Hvaða teiknimyndapersóna höfðar mest til þín? Viggó Viðutan og kötturinn hans. Hvert er snilldarverkið þitt í eldhús- inu? Gæsabringur með sætum lauk og eðal- eplasalati (3x7 mín. aðferðin sem ég lærði i rúgbrauðsgerðinni). Hver er uppáhalds bókin þín? Skræpótti fuglinn e. Jerzy Kosinski. Ef þú gætir hoppað upp í flugvél og réðir hvert hún færi, þá færirðu... ...Kína, aðalmálið er að komast í toll- inn þegar maður kemur heim. Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari þínu? Get illa sagt NEI, það kemur oftast út eins og nee eða bara njá! Hvað fer mest í taugarnar á þér í fari annarra? Fýla (fólk í fýlu sem getur ekki einusinni sagt góðan daginn). Og svo fólk sem þolir ekki lækjarnið! Enski boltinn - hvaða lið og afhverju? MANCHESTER UNITED. Bestir, best- ir, lang, lang, BESTIR! Reyndar er ástæðan sú að mamma keypti íþróttaföt á mig og Didda bróðiu minn þegar við vorum litlir. Ég fékk Man. Utd. Og hann Liverpool. Svo slógumst við! Hvaða íþróttamanni / dómara hefurðu mestar mætur á? Ég hafði miklar mætur á Páli Axel þan- gað til hann sagði mági mínum honum Jóni Þór að halda kjafti eftir að Jón bað hann kurteislega að hætt að röfla. Þannig að ég verð að segja að ég hafi mestar mætur á „Ijóskunni" Kára Mar. Heim í Búðardal eða Disko Friskó? Heim i Búðardal eins og Geiri tekur það. Hver var mikilvægasta persóna 20. ald- arinnar að þínu mati? Marcel Duchamp með pissuskálina sina. Efþú ættir að dvelja aleinn á eyðieyju, hvaða þrjá hluti tækirðu með þér? Gítar, hníf og stóra pípuhreinsara. Það er ótrúlegt hvað er hægt að búa til úr pípuhreinsurum ef maður hefur nóg af þeim. Hvað er best í heimi? Fyrir utan frumsýningardaga þá er það; allirsem eru og koma, á Suðurgötu 10. íþróttafréttir lceland Express-deildin :: Tindastóll - Grindavík 82-101 Páll Axel sá um Stólana Tindastóll fékk lið Grindavíkur í heimsókn í Síkið síðastliðið sunnudagskvöld í sjöundu umferð lceland Express-deildarinnar í körfuknattleik. Stólarnir gerðu þrjár fyrstu körfurnar í leiknum og þar var að verki Zekovic sein átti ágætan leik í sókninni. Páll Axel henti fljótlega niður fyrsta þristinum af sjö sent hann setti niður í tíu tilraunum þetta kvöldið og liðin skiptust á um að hafa forvstu í fyrsta leikhluta. Staðan 20-22. Grindvíkingar voru sterkari í öðrum leikhluta. Tindastólsmönnum gekk illa að ráða við Steve Thomas undir körfunni og þegar flautað var til hálfleiks var munurinn 10 stig, 37-47. Tindastólsmenn spiluðu betur í þriðja leikhluta en það var eins og það vantaði ein- hverja stemningu í liðið og vörnin small ekki sarnan fyrir vikið. Það munar sannarlega um Helga Rafn Viggósson þegar bíta þarf á jaxlinn! Staðan 62-74 að loknum þriðja leikhluta. Grindvíkingar náðu fljótlega 16 stiga forystu í fjórða leikhluta og allt útlit fyrir öruggan sigur gestanna. En Lamar Karim og félagar voru ekki tilbúnir að gefast upp og á tveimur mínútum var munurinnkominnniðurísex stig og allt virtist mögulegt. Friðrik Ragnarsson þjálfari Grindvíkinga tók leikhlé og eftir það gerðu gestirnir út um leikinn með góðum körfúm og sterkri vöm. Síðustu tvær mínúturnar fengu yngri leikmenn liðanna að spreyta sig. Lokatölur 82-101. ísak átti góðan leik og var bestur í liði Tindastóls; gerði 13 stig, átti 11 stoðsendingar og stal 6 boltum. Stig Tindastóls: Karim 25, Zekovic 20, Svavar 14, ísak 13, Gulli 5 og Bjarni 5. Skallagrímur- Tindastóll 93-86 Skallamir sterkir Lið Skallagríms og Tindastóls áttust við í Borgarnesi síðastliðið miðvikudagskvöld og endaði ágætur leikur liðanna með sigri heimamanna 93-86. Leikurinn var lengstum jafn og spennandi þó svo að Skallagrímur hafi haft frumkvæðið. Stólarnir komust yíirí fjórða leikhluta en gerðu sig í framhaldinu seka um varnarmistök og því fór sem fór. Lamar Karim átti góðan leik fyrir Stólana. Stig Tindastóls: Karim 28, Zekovic 16, Svavar 14, Steve 14,lsak9, Gulli3og Bjarni2. Hestamennska Þórarinn valinn W Iþróttaknapi ársins Á Uppskeruhátíð hestamanna sem haldin var um helgina á Broadway í Reykjavík var Þórarinn Eymundsson valinn íþróttaknapi ársins. Steingrímur Sigurðsson \-ar valinn Knapi ársins 2006. Á myndinni má sjá verðlaunahafana en Þórarinn er annar frá vinstri. Þjálfaramál Tindastóls Róbert með Stólana Tindastóll hefur ráðið Róbert Jóhann Haraldsson sem þjálfara meistaraflokks karla í knattspyrnu og hefur verið gerður við hann tveggja ára samningur. Róbert hefúr undanfarin tvö tímabil þjálfað og leikið með liði Hvatar á Blönduósi og meðal annars skorað 24 ntörk í 25 leikjum með Hvöt. Róbert hefur einnig leikið með liðum KS og HK. Kappinn er 37 ára gamall og því á besta aldri. smáauglýsingar Sendið smáauglýsingar til frírrarbirtingar á feykir@krokur.is Opel Astra '95 Einn til sölu er í beinu engin viðgerð bráð Eðalvagn með allt á hreinu útlitpinu snjáð. Næsta skoðun í des. 2007. Upplýsingar isíma 8981752. Hjónarúm til sölu Tilsölu nýlegthjónarúm. Á sama stað tilsölu skrifborð. Upplýsingari síma: 453 5785/897 6085 Varahlutir til sölu Erað rífa Toyota Corolla Touring 91-2. Upplísima: 453 5135 Rafmagns hitakútur óskast Úska eftirgóðum rafmagns neysluvatnshitara. Simi 692 4040 Til sölu. Nelgd jeppadekk á 6 gata felgum. Stærð 285/75/16 uppl í s: 8916234 Óskast Geymsluhúsnæði óskast undir einn bili vetur. Upplís: 895 6411 Félagsvist Spilakvöld i Ljósheimum sunnudaginn 19. nóv. kl. 21. Verðlaun og kaffiveitingar Verið velkomin Félagsheimilið Ljósheimar Til sölu Ameriskt hjónarúm 153x203 að stærð. Teppi, pífulak+ púðaver fylgja. Verð kr: 50.000. Einnig á sama stað til sölu skrifborð og 2ja eininga hillusamstæða. Fæst fyrirlitið. Upplisima:8481724.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.