Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 3

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 3
42/2006 Feyldr 3 Þingeyrakirkja íAustur Húnavatnssýslu Nýtt aðstöðuhús tekið í notkun Nýja aðstöðuhúsið á Þingeyrum. Grjótið er tekið úrsömu námu og grjótið i kirkjunni. Mynd ÖÞ. Síðastliðinn sunnudag varformlega tekið í notkun nýbyggt aðstöðuhús fyrir Þingeyrakirkju. Byrjað var á húsinu, sem er 140 fermetar að grunnmáli, í júní á síðasta ári og var það tilbúið til notkunar í vor utan þess að eftir var að hlaða steinum utan á það en útveggir hússins eru að útliti eins og kirkjan. Það er sóknarnefnd Þing- eyrakirkju sem stóð fyrir byggingunni. í húsinu eru m.a. snyrtingar, aðstaða fyrir prest, geymsla og samkomusalur sem getur m.a. nýst kirkjukórnum til æfinga. Að sögn Erlendar Eysteins- sonar á Stóru-Giljá formanns sóknarnefndar hefur um árabil vantað b)’ggingu við kirkjuna og þá ekki síst hvað snyrtiaðstöðu varðar. Þangað kemur sífellt fleira fólk til að skoða þetta gamla og stórmerkilega guðshús og fá leiðsögn um sögu staðarins. Síðustu sumur hefur verið þar starfsmaður sem hefur séð um að sýna gestum kirkjuna. Urn fjármögnun byggingarinnar sagði Erlendur að leitað heíði verið eftir styrkjum hjá Fjárlaganefnd Alþingis, Jöfn- unarsjóði kirkna og víðar. Samkvæmt loforðum væri nú orðið ljóst að endar næðu saman hvað kostnað við bygg- inguna varðar. Athöfnin á sunnudag hófst með guðsþjónustu í kirkjunni þar sem biskup íslands herra Karl Sigurbjörnsson flutti ræðu Einnig tóku þátt í athöfninni séra Jón Aðalsteinn Baldvins- son víglubiskup, Sveinbjörn R. Einarsson sóknarprestur og Árni Sigurðsson fvrn’erandi sóknarprestur Þingeyrarkirkju. Eftir athöfnina í kirkjunni var gengið til aðstöðuhússins þar sem biskup flutti blessunarorð. Þar var ennfremur bygginga- saga hússins rakin. Það var Byggingafýrirtækið Stígandi hf. á Blönduósi sem byggði húsið en um grjót- hleðslu sá Helgi Sigurðsson frá Stóru-Ökrum. ÖÞ: Norðvesturkjördæmi Vg stilla Fundur kjördæmisráðs Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi var haldinn í Búðardal á laugardaginn. Samþykkt var einróma að upp viðhafa uppstillingu við val á frambjóðendum á listann við næstu Alþingiskosningar. Kosnir voru 7 fulltrúar í uppstillinganefnd og koma þeir víðsvegar að úr kjör- dæminu. Er nefndinni falið að skila svo fljótt sem verða niá tillögum að framboðslista sem lagður verður fyrir kjör- dæmisráðsfund sem afgreiðir listann og gengur frá fram- boðinu. Jón Bjarnason alþingis- maður lýsti því yfir á fund- inum að hann væri reiðu- búinn að leiða listann í næstu kosningum. Gisli Árnason skrifar Milljón á Það er kunnugt að fjárhagsstaða sveitarfélaga er almennt slæm og vandinn viðvarandi vegna núverandi tekjuskiptingar ríkis og sveitarfélaga. Samt sem áður hefur tekist að koma í veg fýrir aukningu langtímaskulda sveitarfélags- ins og veita viðunandi þjón- ustu undanfarin ár. Earið hefur verið í skuldbreytingar, sem hafa skilað okkur hagstæðari lánum og lausatjárstaða sveitarfélagsins hefur verið stórlega bætt. Það er hins vegar ljóst að þróun mála hefur verið okkur óhagstæð á þessu ári. í grein í Feyki 1. nóvember síðastliðinn, er sagt að sveitarfélagið hafi tapað milljón á dag fyrstu sex mán- uði ársins. Þessar upplýsingar virðast vera teknar upp úr sex mánaða uppgjöri núverandi meirihluta. Ef ætlunin er að sýna rétta stöðu verða að fýlgja ýmsir fýrirvarar. Bara sem dæmi þá var í fjárhagsáætlun ársins gert ráð fýrir að Skaga- fjarðan'eitur skiluðu 26 milljóna rekstrarafgangi. I sex mánaða uppgjörinu eru veiturnar reiknaðar með 40 milljón króna halla. Þarna er gat upp á rúmlega 66 milljónir. Það dettur engum í hug, sem til þekkir, að þetta verði niðurstaða ársins. Þarna eru ekki reiknaðar inn miklar tekjurs.s. hlutur Akrahrepps í veituframkvæmdum. Þannig er hægt að taka fleiri dæmi. dag? Það er því í raun alveg ótrúlegt ábyrgðarleysi að slá fram í fyrirsögn áætluðum halla upp á 213 milljónir án viðhlýtandi skýringa. Fjár- hagsstaða sveitarfélagsins er erfið en það verður að gera þá kröfu að vandað sé til fram- setningar í allri umfjöllun. Þarna hefði mátt skoða uppgjörið með nokkurri gagnrýni. Frjálslyndir gera lítið úr tillöguflutningi minnihlutans og segja hann til þess fallinn að auka rekstrarútgjöld sveitarfélagsins, „það setur að manni óhug” við lesturinn segja þeir. Ég svara ekki fyrir Sjálf- stæðismenn, þeir gera það sennilega ekki heldur, en eina tillaga Vg það sem af er þessu kjörtímabili, sent hefur ein- hver fjárútlát í för með sér er tillaga mín um að staðið verði við fyrri ákvörðun um uppsetningu lyftu í Miðgarði. Sú tillaga var felld. Það bregður nú nýrra við þegar Frjálslyndir ná saman með Framsókn og það í slíku máli. Gísli Árnason Tréiðnaðardeild Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Fengu viðurkenningu fyrir öryggismál Fimmtudaginn 9. nóvember vartréiðnadeild Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra veitt viðurkenning frá Iðnsveinafélagi Skaga- fjarðar fyrir þær öryggis- kröfur sem gerðar eru við deildina og fyrir standa vel að öryggismálum ungsfólks í byggingariðnaði. Á viðurkenningarskjalinu stendur að það sé veitt Tréiðnadeild FNV fyrir mjög góða vinnuaðstöðu og starfs- umhverfi. Viðurkenningin var að hluta veitt í tilefni Evrópsku \innuverndarv'ikunnar, en )’firskrift hennar að þessu sinni er “Örugg frá upphafi”. Yfir- skriftin vísar til þess að ungt fólk sem er að taka sín fyrstu skref á vinnumarkaði búi við gott og öruggt starfsumhverfi. Páll Sighvatsson, formaður Iðnsveinafélags Skagafjarðar, afhenti viðurkenninguna sem Atli Már Óskarsson fagstjóri tréiðnadeildar tók við ásamt kennurum deildarinnar þeim Vali Ingólfss)'ni, Braga Skúlasyni og Birni Björnssyni, nemendum deildarinnar og aðstoðarskóla- meistara. Góðir fulltrúar Græna krossins, sem er heiti á sam- tökum aðila sem hafa það að markmiði að stuðla að auknu öiy'ggi og heilsu á vinnustöðum og í samfélaginu, fluttu af þessu tilefni fyrirlestra fyrir nemendur og kennara urn öryggis- og heilbrigðismál við byggingu álvers Alcoa á Reyðarfirði. Óskar Már Atlason öryggis- og umhverfisfulltrúi hjá vinnu- og heilsuverndarfyrirtækinu InPro, sem m.a. sér um öryggis- mál Suðurverks á Reyðarfirði, fór )'fir þær öryggiskröfur sem þar eru gerðar og hvað þær liafa skilað sér í fáum slysum við byggingu álversins. Þess má geta að tréiðnadeild FNV notar sama kerfi og álverið þar sem nemendur þurfa að gera áhættugreiningu fyrir hvert verk áður en vinna hefst í vélum. FNV er eini skólinn sem gerir þessa kröfur til nemenda.

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.