Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 6

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 6
6 Feykir 42/2006 Kirkjukór Glaumbæjarsóknar 1947 Myndin er tekin i Varmahlíd en óvist hver það gerði. Fremsta röð frá vinstri: Halllriður Þorsteinsdóttir Reykjahlið Ibúandi á Stóru-Seylu 1944-1948), Björn Gistason Reykjahlið (áður Halldórsstöðum o. v.j, Jón Björnsson söngstjóri og organisti Hafsteinsstöðum, séra Gunnar Gislason Glaumbæ og kona hans Ragnheiður Ólafsdóttir. Mið röð: Kristin Gunnlaugs- dóttir Geldingarholti, Sigrún Júliusdóttir Syðra Skörðugili, Sólborg Björnsdóttir (dóttir Hallfriðar og Björns), Ólina Jónsdóttir Hátúni, Jóhanna Gunnarsdóttir Brautarholti (móðir Stefáns Haraldssonar), Efemia Gisladóttir Húsey (systir Halldórs og Björns) og Guðrún Sigurðardóttir Halldórsstöðum. Efsta röð: Halldór Björnsson Stóru Seylu (hálfbróðir söng- stjórans), Gunnlaugur Jónasson Hátúni, Stefán Haraldsson Brautarholti (siðar Víðidal) og Halldór Gíslason Halldórsstöðum. Mynd i eigu hing. Aftur í liðna tíð XXI:: Hörður Ingimarsson skrifar Mannval í kirkjukór Þvílíkar perlur sem sumar myndir geta orðið. Búnar að vera á sínum stað í albúminu í áratugi en á einu síðdegi rennur upp Ijós. Þær verða sem opinberun, upphefja tíma og rúm og minningarnar streyma fram. Augljóslega snilldariega vel tekin mynd, lýsingin einstök. Flestir með birtuna á vinstri vanga og mildir skuggar skerpa andlitsdrætti. Þrír einstakl- ingar til vinstri á myndinni fá birtuna úr gagnstæðri átt Fallegt fólk og frítt, blómi sveitarinnar, allt á besta skeiði ævi sinnar og það sem meira er; fólkið sem var allt í öllu á slóðum bernsku minnar, mót- aði okkur ungmennin með söng sínum og athöfnum. Það er mikil gæfa að hafa þekkt alla þessa Langhyltinga og átt með þeim samleið um lengri eða skemmri tíma. Það var minn góði vinur Ólína í Hátúni sem tímasetti myndina. Hún var til þess að gera nýkomin í Hátún sem húsfreyja og eiginkona Gunn- laugs Jónassonar sem einnig er á myndinni íjallmyndarlegur. Svo sem sjá má var Lína glæsileg ung kona og með þessa fínu söngrödd og því drifin í Kirkju- kórinn með það sama. Yngst eru Sólborg Björnsdóttir 15 ára og Stefán Haraldsson 17 ára. Elst eru Björn Gíslason 47 ára, Efemía 45 ára og Jón Björnsson 44 ára. Þetta erhaustið 1947,jafnvel í ársbyrjun 1948 en ekki mikið seinna. Hekla gamla vaknar Árið er 1947 og var um margt tímamótaár. Hekla gamlá vakn- ar af rösklega aldargömlum svefni og tekur að gjósa mjög kröftuglega í lok marsmánaðar. Það vildi norðlendingum til happs að vindáttin var af norðri fyrstu dagana svo askan barst til suðurs. Innri hluti Fljótshlíðar varð illa úti og svo var einnig víða á Rangárvöllum. í Vest- mannaeyjum voru allt að hálfs annars metra háir vikurskaflar. Drunurnar frá Heklu heyrð- ust lengi sumars hingað norður í Skagafjörð en um hásláttinn voru mildir og hlýir sunnan vindar. Sumarið var einstak- lega hlýtt og gott. Reyniviðurinn var sprunginn út og allaufgaður eftir fyrstu 10 daga júnímánaðar sem er mjög snemmt. Þegar haustverkin voru að baki þetta veðursæla ár tók við sönglífið. Sönglífið á Halldórsstöðum I gömlu ffamstofunni á Halldórsstöðum var orgel. Þar fóru ffam raddæfingar og sam- æfmgar Kirkjukórs Glaum- bæjarsóknar svo árum skipti og endaði ævinlega með miklum góðgerðum gestunum til handa. Við krakkamir fengum svo að setjast til borðs er fúllorðna fólkið hafði lokið sér af og hóf sönginn að nýju sem stundum var. Það merkilega var að við þekktum hljóðið úr hvers manns barka meðan æfingarnar stóðu yfir sem allt endaði í ljúfum klið er raddirnar komu saman og við lærðum sálmana. Hæfileikaríkt fólk Kór Glaumbæjarkirkju hafði á að skipa afburða söngvurum á þessum árum. Halldórsstaða- bræður Björn og Halldór höfðu fágætarbassaraddir. Hallffíður í Reykjahlíð hafði gríðarlega háa og mikla rödd sem fleiri af Stóru-Grafarætt. Hallfríður hefði auðveldlega geta orðið söngvari á heimsvísu. Stefán Haraldsson í Brautarholti, seinna í Víðidal, hafði mikla hæfileika, glæsilega tenórrödd sem og frændi hans Stefán íslandi, enda systldnasynir. Effa í Húsey og Guðrún á Hall- dórsstöðum höfðu mjög háar og bjartar raddir. Kristín í „Holti” átti Jón Gunnlaugsson stórtenór á Akranesi fyrir bróð- ir, en synir Jóns eru Friðbjörn G og Hreinn, báðir með fagrar tenórraddir, en Friðbjörn er landsþekktur af söng sínum. Sonur Kristínar er Guðmann Tobíasson tenór þekktur af söng sínum með „Heimi”. Svona er nú hægt að að flétta saman fólkið og sönghefðina í Kirkjukórnum í Glaumbæ. Allir aðrir ónefndir höfðu góðar raddir og kórinn var samhentur um öll sín verkefni og söngurinn sérstaklega glæsilegur. Páska- messumar voru eftirminnilegar þeim sem þetta skrifar en þær voru ófáar á bernskuárunum er allt snérist um það að komast í sveitina er færi gafst. Sólborg Björnsdóttir og Stefán Haraldsson syngja enn í kórum þó sextíu ár séu liðin síðan myndin var tekin og hafa enn þessar finu raddir. Afþeim sem á myndinni eru lifa sex, öll komin á efri ár. Driffjöður og leiðtogi Potturinn og pannan í kór- starfinu, driffjöður og leiðtogi, var Jón Björnsson tónskáld og bóndi á Hafsteinsstöðum. Jón var einn af stofiiendum Karla- kórsins Heimis árið 1927 og stjórnaði kórnum í 40 ár til ársins 1968. Organisti var Jón í Glaum- bæjar- og Reynistaðarsókn í 60 ár, frá 1925 til 1985. Þá stofnaði Jón Samkór Sauðárkróks 1966 og varð organisti Sauðárkróks- kirkju 1972, sömuleiðis Hvamms- og Ketukirkna. Jón var fæddur í Glaumbæ á Langholti árið 1903 og flutti tæpra 2ja ára í Stóru-Seylu. Helgastur allra staða í huga Jóns var Glaumbær, þar var hann ætíð á heimavelli. Þar stóð hann djúpum rótum og sótti sér næringu til líkama og sálar. molar Þrjú hross drápust afraflosti Lögreglan á Sauðárkróki fékk tilkynningu að morgni 9. nóvember um þrjár hryssur sem lágu dauðar við fallinn rafmagnsstaur í Akrahreppi. Starfsmenn RARIK upp- götvuðu hvers kyns var þegar þeir voru sendir til viðgerðar á staurnum, en hann er talinn hafa látið undan í óveðrinu um síðustu helgi með þeim afleiðingum að rafstrengurinn slóst í hrossin og drap þau. Um er að ræða hross í eigu bóndans á Fremri-Kotum í Norðurárdal. Bjartsýnir ríkir í loðdýraræktinni Verð á minkaskinnum hefur ekki verið hærra í um aldarfjórðung. Nú eru starfandi 25 loðdýrabú á landinu en flest voru þau um 240 í kringum 1990.1 ár er áætlað að framleidd verði um 160 þúsund skinn. Einar Einarsson loðdýra- ráðunautur segir að verð á skinnum nú í sögulegu hámarki. Ástæðan sé fyrst og fremst aukin eftirspurn frá Asíu og Kína. Einar segir ekki hægt að spá með vissu fýrir um framtíðina, en í heildina séu horfur góðar og gæðin meiri nú auk þess sem skinnin séu stærri. Hann segir að ekki sé ólíklegt að einhverjir sem voru í greininni á árum áður taki upp þráðinn á nýjan leik. Alúð Jóns við söng og kirkjustarf í Glaumbæ var viðbrugðið og hélt allt til starfsloka hans. )ón var vart einhamur af krafti og dugnaði, viljasterkur og snarpur sama að hverju hann gekk. Slíkir menn eru ekki allra. Lífstíðarvináttu batt hann við föður minn, þess sem þessar línur hripar á blað. Á síðari árum var hann tíður gestur á heimili foreldra minna og var þar sem þróttmikill ungur maður. Jón Björnsson er með mestu hetjum skagfirskra byggða á liðinni öld. Hörðtir Ingimarsson

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.