Feykir


Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 5

Feykir - 15.11.2006, Blaðsíða 5
42/2006 Feykir 5 HilmirJóhannesson skrifar Að missa stóra lúðu Á forsíðu Feykis var mynd af sjógörpum að leggja frá bryggju frá Hvammstanga, sást vel vonglöð ákefðin um fengsæla sjóferð, svipurinn eins og hjá frambjóðanda í prófkjöri, í upphafi róðrar vita allirað hafið erfullt affiski. En þessi mynd rifjaði einnig upp fyrir mér veiðiferð í Grímsey fyrir 60 árum og gerist ég nú gamlaður. Árið 1944 vann faðir minn við írystihúsbyggingu í Grímsey og vorum við Inga systir þar sumarlangt með foreldrum okkar. Þegar veður var gott og karlarnir sem áttu árabáta í góðu skapi fengum við tveir jafnaldrar stundum lánaðar fleytur og rérum til fiskjar líkt og aðrir eyjaskeggjar. Þá var ekki nein minnimáttarkennd innanborðs, enda valin maður í hverju rúrni. Alltaf var skýrt framtekið og ítrekað að ekki mætti róa úr sjónmáli frá höfninni og þau varnaðarorð fylgdu að ef slíkt gerðist fengjum við aldrei aftur bát að láni. Ég er viss um að þessi hótun hefur haldið aftur af eðlislægri ævintýraþrá og heimskulegri bjartsýni en sannarlega var nóg af hvoru tveggja. Veiðar- færið var snærispotti og línuöngull, steinn fýrir sökku og gat orðið snúið að festa sökkuna, því fjörugrjót Gríms- eyjar er brimgnúið og kunnátta okkar að hnýta færið þannig um steinana að ekki slyppi af, var vægast sagt lítil. Væri ég ekkikominnákarlagrobbsaldur mundi ég fullyrða að við gátum alls ekki fest sökkuna. Einn róður er mér í mynni líklega vegna þess að ég varð sökkulaus, annaðhvort hefur klaufaskapurinn verið óvenju mikill, steinarnir illa lagaðir, eða sett í stóran fisk og þá allt lent í fáti. Ég varð uppiskroppa með sökkur en hinn fiski- maðurinn dró í djöfli og geta flestir skilið að mér leið ekki vel. Uppástungu minni um að nota beituhnífinn sem sökku neitaði félaginn alfarið og bennti á að mínurn hnútum væri ekki treystandi, ef hnífurinn glataðist fengjum við bátinn aldrei aftur lánaðann. Þessi rök voru svo augljós að meira að segja ég tók þau gild, á þessum arum hafði ég ekki náð þeini þroska að taka nei fýrir nei og satt að segja slapir það í mér enn að heyra misvel mótrök við mínum tillögum. En nú kom í ljós það sem flestir hafa upplifað, mótlætið er það sem fastast situr í minningunni, satt að segja er þetta eitt það gleggsta sem situr í huga minum frá þessari sumarvertíð.sjórinn var tær, dýpið vart meira en þrír faðmar, þarabrúskar á steinum og sandbleiður á rnilli, kringum færið sveimaði þorsktorfa tók sig annað veifið fiskur út úr hópnum skoðaði beituna og gein stundum við henni. Þessi mynd með lognkyrrum sjón- um, klettóttri Grímseyjar- strönd með húsum og skúrum er skýr í hug mér, yfir sextugt tímans haf. Allur okkar fiskur var rauður af þaranum og því ekki tækur í fiskhúsið. Þessa meinloku fiskkaupenda létum við ekki á okkur fá en hengdum allt upp, þó ekki vantaði fiskmeti í plássinu og líklega hefur þetta verið maðkaflugum til mestra nota. Þegar við komum að landi var nýkominn að gamall maður sem réri einn á gaflkænu sinni, fór aldrei langt, en þó út fýrir þarann og fékk hvítan fisk. Hann var okkur strákpjökkum vinsamlegur, spjallaði oft létt um útgerð og aflabrögð, enda rérurn við oft í sama veðri. Nú var hann þreyttur mjög en býsna kátur og þótti ntér slíkt furðulegt þegar hann skýrði ástæður fý'rir þreytu sinni og kæti. Sagan var þannig að þegar hann hafði verið nokkra stund að veiði sinni tók stór lúða, karl sýndi okkur á bryggjunni hvað hún hefði verið löng. Hann var með alvöru ásfæri og því allsbúinn í slíka glírnu. Þrisvar gat hann dregið hana að borði og tók rúmlega klukkutíma, en alltaf reif hún sig niður aftur og í fjórða skifti var sá garnli orðinn kúguppgefinn svo þegar hann Ioks fékk færi með goggnum sveik höndin og höggið geigaði, lennti á taumnum sem slitnaði og ferlíkið hvarf í djúpið. Okkur félögum ofbauð og blótuðum upphátt þessum missi, en ég sá í hendi mér að minn klaufagangur nteð sökkurnar var smávægilegur miðað við þessi ósköp. En þá glotti sá gamli og sagðist aldrei hafa orðið eins feginn á ævi sinni. Svona skepnu gat ég alls ekki náð innfýrir og ekki auðvelt að drepa þær í sjónum, mestar líkur að hún hefði farið með gogginn og færið líka, nei drengir mínir þið lærið það seinna sem afi minn hafði að orðtæki ef kapp var meira en forsjá “Það er mikill fengur að missa stóra lúðu” Áreiðanlega þótti mér spakmælið bjánalegt en í dag sé ég að í þverstæðunni opnast möguleikar á að túlka jafnvel tap sér í vil, það er alþekkt aðferð stjórnmálaspekinga er þeir bíða afhroð í kosningum. Satt að segja á þetta líka við myndina af vonglöðu veiðimönnunum í Feyki. Þegar einhver var fýrir skömmu að tala um prófkjörsraunir rifjaðist upp visa sem ég vil nú ekki muna hver orti eða um hvern hún var. Allra handa andskotar, á þann málshátt trúðu. Að mörgum fengur mikill var, að missa stóra lúðu. Hilmir Jóh. Nemendafélag Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra Nýr söngleikur Nemendafélag Fjölbrauta- skóla Norðurlands vestra frumsýnir í kvöld kl. 20 á Sal FNV í bóknámshúsinu söngleikinn Draumalönd eftir Króksarann Guðbrand Ægi Ásbjörnsson en Ægir séreinnig um leikstjórn- ina. Draumalönd er um þrjá unglinga, Gurru, Eika og Leif, sent eru nýbúin að klára framhaldsskóla og eru ekki tilbúin að fara í háskólanám strax. Þau ákveða frekar að halda á vit ævintýranna, fara urn fjöll ogfirnindi ogkynnast ýmsum skemmtilegum og sögufrægum persónum, m.a. Hitler. Ferðalagið þeirra lendir í tímaflakki og fléttast það inn í mannkynssöguna. Áætlaðar eru átta sýningar á Draumalöndum. Miðasala er í síma 693-6962 milli 18:00 og21:00 alla daga. Sjá nánar á www.nfnv.is Frá æfingum á dansatriði i söngleiknum Draumalöndum en alls eru 15 dansarar sem taka þátt i sýningunni, persónur eru um 40 talsins en leikarar nokkru færri og söngvararnir 6 talsins. Þar fyrir utan kemur fjöldi nemenda að tæknivinnu sýning- arinnar og öðrum störfum tengdum sýningunni. Tveir af aðalleikurum sýningarinnar. Pálmi Valgeirs tók myndinar. Adseturs- skipti Til þess að íbúaskrá 1. desember 2006 verði sem réttust, minnum við á nauósyn þess aö tilkynna aðsetursskipti, einnig þau sem fyrirhuguö eru til 1. desember, til skrifstofu Sveitarfélagsins Skagafjarðar sem allra fyrst og í síðasta lagi 29. nóvember nk. Sveitarstjóri

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.