Feykir


Feykir - 15.03.2007, Side 11

Feykir - 15.03.2007, Side 11
n/2007 Feykir 11 Feyki lá forvitni á að vita aóeins meira um þá menn og konur sem veljast í efstu sæti framboðslista stjórnmálaflokkanna í Norðvesturkjördæmi. Fjórði í röðinni er Magnús Stefánsson sem svarar hér nokkrum laufléttum spurningum. Magnús ásamt tveimur meðframbjóðendum sínum, körfuknattleikskempunum Axeli Kárasyni og Sigurði Þorvaldssyni. Magnús Stefánsson Framsóknarflokki svarar Með húmorinn á sínum stað Patrik Snær Bjarnasson, Silfá Sjöfn Árnadóttir, Sólrún Ágústa og Ingimar Vignisson. Höfðaskóli í 3. sæti í undankeppni Skólahreysti Hraustir krakkar frá Skagaströnd Fimmtudaginn 8. mars s.l. fór fríður hópur frá Skagaströnd til Akureyrar. Voru þar á ferð nemendur úr 8.-10. bekk Höfðaskóla sem tóku þátt í Skólahreysti 2007. Hversu lengi hefur þú starfað í stjórnmálum? „Ég hef haft áhuga á stjórnmálum frá því að ég komst til vits og ára. Pabbi var sveitarstjórnarmaður og ég byrjaði sem unglingur að vinna með framsóknar- mönnum í kosningabarátt- unni. Bein þátttaka hófst um það leyti sem ég var við nám í Bifröst þar sem Jón Sigurðsson var rektor og síðan auðvitað eítir að ég varð sveitarstjóri í Grundarfirði á þrítugasta aldursári 1990. Ég hef samt verið meira og minna í kringum stjórnsýsluna frá því stuttu eftir að ég lauk námi í Samvinnuskólanum. Ég kom fyrst inn á þing fyrir Framsóknarflokkinn árið 1995 og varð ráðherra félags- mála 2006. Ég hef setið í ýmsum þingnefndum, svo sem fjárlaganefnd, samgöngu- nefnd og utanríkismálanefnd, auk þess sem ég hef gegnt stjórnarstörfum í fyrirtækjum og stofnunum sem of langt mál yrði að telja upp hér.“ Hvað er það við stjórnmálin sem heillar þig? „Ég tek þátt í stjórnmálastarfi af því að ég vil hafa áhrif. Ég er sannfærður um að hófsöm stefna Framsóknarflokksins eigi brýnt erindi í stjórn landsins og vil fýlgja henni eftir. Samfélagið þarf á því að halda að Framsóknarflokk- urinn haldi styrk sínum í kosningunum í vor. Stjórnmál eru fjölbreytt og varða alla og auðvitað kjörinn vettvangur fyrir þann sem vill láta gott af sér leiða.“ Af hvaða máli ertu stoltastur? „Af mörgu er að taka en það sem kemur fyrst upp í hugann, úr því að ég er að tala við Feyki, er uppbyggingin að Hólum í Hjaltadal sem ég tel vera gríðarlega mikilvæga fyrir íbúa héraðsins og raunar þjóðina alla. Að þessu verkefni vann ég sem formaður fjárlaganefndar Alþingis og þingmaður kjördæmisins og ég fýllist stolti þegar ég sé hve vel hefur tekist til. Hólar voru og eru aftur í dag fræðasetur og þar fer fram blómleg starfsemi á ýmsum sviðum sem er fjörsprauta fyrir sitt nánasta samfélag. Þá vil ég nefna margvíslega starfsemi íbúðalánasjóðs á Sauðárkróki. Sem ráðherra hef ég m.a. beitt mér fýrir verkefnaflutningi til landsbyggðarinnar, t.d. flutningi fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga og nú bráðlega umsýslu atvinnuleysisbóta á Skagaströnd. Ég gæti talað lengi um þetta og bætt við ýmsum fleiri málum.“ Hver eru þín áhugamál utan stjórnmálanna? „Ég hlýt að nefna fjölskylduna fýrst en síðan tónlist og íþróttir. Hér áður spilaði ég í vinsælli hljómsveit og tók virkan þátt í íþróttum. Ég reyni að halda mér við í ræktinni þótt það hafi lítið hjálpað mér í ræðustól Alþingis á dögunum. Um leið og ég jafna mig á þessu flensuskoti, sem því miður truflaði framsögu mína um þingsályktun um jafnréttismál á baráttudegi kvenna, tek ég til óspilltra málanna f þeirri baráttu sem framundan er. Það er engan bilbug á mér að finna.“ Lumar þú ekki á einni góðri sögu úr baráttunni? „Ég á enga betri en þá að mér fataðist flugið eftirminnilega í umræðunni um jafnréttismál á þingi á sjálfum baráttudegi kvenna. Þingkonurnar vöktu samt vel yfir mér, þ. á m. Þorgerður Katrfn Gunnars- dóttir, Ásta Möller og Siv Friðleifsdóttir. Þær studdu mig reikulan í spori inn í hliðarherbergi þinghússins og stumruðu þar yfir mér. Æðsti maður heilbrigðismála horfði beint í augun á mér og spurði: „Magnús minn, hvað eru 2+2?“ Ég var sko með mína hluti á hreinu og alls ekki á þeim buxunum að hrökkva upp af og svaraði að bragði „sex“. Þá sögðu þær allar í kór: „Það er sko í lagi með hann, húmorinn er á sínum stað.“ Skólahreysti er keppni milli grunnskóla landsins og fer þannig fram að 4 keppendur koma frá hverjum skóla og etja kappi í 5 greinum sem tengjast þoli, styrk og snerpu. I hverri viku er haldin undankeppni þar sem nokkrir skólar etja kappi saman og kemst sigurvegari í úrslitakeppnina sem fram fer í Laugardalshöll í apríl. Hver undankeppni er svo sýnd á Skjá einum á þriðjudags- kvöldum kl. 20:00. I undankeppninni s.l. fimmtudag tóku alls 9 skólar víðsvegar að frá Norðurlandi þátt. Keppnin var æsispenn- andi allan tímann, ekki bara inni á vellinum heldur líka í áhorfendastúkunni og létu nemendur Höfðaskóla ekki sitt eftir liggja þar, frekar en í keppninni sjálfri. Keppendur Höfðaskóla, þau Ingimar Vignisson, Patrik Snær Bjarnason, Silfá Sjöfn Árnadóttir og Sólrún Ágústa stóðu sig mjög vel og hafnaði liðið í 3. sæti, á eftir Borgarhólsskóla frá Húsavík sem varð í 2. sæti og Grunnskóla Siglufjarðar sem sigraði þessa umferð. Glæsi- legur árangur hjá keppendum Höfðaskóla og eiga þau og þjálfari þeirra, Helena Bjarn- dís Bjarnadóttir íþróttakenn- ari hrós skilið. Liðið lagði mikið á sig og æfði vel fyrir keppnina, fór m.a. í æfinga- ferð í Voga á Vatnsleysuströnd þar sem finna má útihreysti- braut sem hentaði vel til æfinga fyrir Skólahreystina. Að keppni lokinni var síðan haldið á pizzahlaðborð á Greifanum og tóku unglingarnir vel til matar síns enda örþreyttir og svangir eftir öll átökin og köllin í stúkunni. Heimferðin gekk vel og var vel tekið undirf fm957-slögurunum í útvarp- inu, rútubílstjóranum Ágústi frá Geitaskarði til mikillar ánægju. Það voru sælir en þreyttir nemendur sem kornu aftur til Skagastrandar um tíuleytið, með 3. sætið í Skólahreysti upp á vasann. Ekki sfður voru kennararnir sem fóru með í ferðina ánægðir við heimkomuna enda stóðu nemendurnir sig mjög vel í einu ogöllu og voru skólanum sínum til mikils sóma. Fyrir þá sem vilja kynna sér Skólahreysti nánar má benda á heimasíðuna www. skolahreysti.is og svo sjón- varpsþættina á þriðjudags- kvöldum. ÆfípríKD----------------------------------------------------1 Nefndu 10 atriði sem framboð þitt hefur staðið fyrir á síðustu fjórum árum og kemur að einhverju leyti við íbúa á Norðurlandi vestra. 1. Aukið fjármagn til samgöngumála, m.a. af söluandvirði Símans, 2. Efling þjónustu við fatlaða, 3. Unnið að almennri velsæld og styrkara velferðarkerfi, 4. Flutningur fæðingarorlofssjóðs á Hvammstanga, 5. Flutningur umsýslu atvinnuleysisbóta á Skagaströnd, í 6. Staðið vörð um íbúðalánasjóð sem mikilvægan hlekk í velferðarkerfinu, 7. Uppbygging á Hólum í Hjaltadal, 8. Sparkvellir víða í kjördæminu í samstarfi við KSf, 9. Menningartengd ferðaþjónusta víða í kjördæminu, 10. Uppbygging gamalla húsa sem hafa varðveislugildi.

x

Feykir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.