Feykir


Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 14

Feykir - 15.03.2007, Blaðsíða 14
14 Feykir 11/2007 Glæsilegt kvöld í Varmahlíð Vel heppnuð sýning um Bólu-Hjálmar Rumlega 300 manns komu saman 1 íþróttamiðstöðinni í Varmahlíð síðast liðið laugardagskvöld til þess að sjá og heyra dagskra til heiðurs skaldinu Bólu-Hjálmari. Snillingarnir Agnar á Miklabæ og Stefán kórstjóri Heimis eiga heiður skilinn enda settu þeir saman glæsilega dagskrá þar sem saman fór lestur, leiklestur og söngur. Öll framsetning var lipurlega samansett og náði áhorfendanum frá íyrstu og listamanninum stundu. Á sýningunni var rakin ævi skáldsins og náði sagan þannig tökum á salnum að áhorfendur ýmist skellihlógu eða táruðust yfir örlögum skáldsins. Að tónleikunum loknum var séra Hjálmari Jónssyni, afkomanda Bólu Hjálmars, afhent rúmbrík sem skáldið Kórinn og flytjenur aö lokinni velheppnaðri sýningu Sigurlina Hrönn Einarsdóttir, sem Guðný eiginkona Hjálmars, og IngimarJónsson, sem sjálfur Bólu - Hjálmar. Agnará Miklabæ og Stefán kórstjóri settu saman glæsilega sýningu. skar út og hafði verið í eigu fjölskyldu Árna Blöndal frá árinu 1920. Séra Hjálmar þakkaði aðstandendum sýningarinnar fyrir að sýna forföður sínum þennan virðingarvott og sagði hann við þetta tækifæri að það væri hverjum manni hollt að íhuga hvernig við sem búum við allsnægtir nútímans, myndum bregðast við ef við þyrftum að upplifa sömu aðstæður og almenn- ingur á tímum Bólu Hjálmars. Lagði hann áherslu á að enginn Islendingur ætti að þurfa að búa við slík kjör og það væri skylda okkar að gæta þess. Fleiri myndir frá kvöldinu má finna inni á www. skagafjordur.com. Agnar Gunnarsson færði séra Hjálmari Jónssyni rúmbrik eftir frænda hans Bólu Hjálmar. SAUÐÁRKRÓKUR SKAGASTRÖNDg BLÖNDUÓS, \HVAMMSTANGU. i 'AKUREYRI ,reykjavi'k VÖRUMIÐLUN: Afgreiðslur í Reykjavík og Akureyri; Fiytjandi og Landflutningar/Samskio Fóðurblanda í 600-800 kg. stórstekkjum frá Bústólpa er til afgreiðslu og sölu hjá Vörumiðlun á Blönduósi. Um er að ræða Alhliðaköggla, Orkuköggla, SP-köggla og Kraftköggla. Einnig er hægt að fá sekkina afgreidda á Skagaströnd og Hvammstanga hjá Vörumiðlun. Lau. 10-13 / S: 455 4610 Söluaðili er Kaupfelag Skagfirðinga -Verslunin Eyri, s: 455 4610

x

Feykir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.