Feykir


Feykir - 07.06.2007, Síða 1

Feykir - 07.06.2007, Síða 1
Láttu ekki vandræðin verða til vandræða íbúðalánasjóöur www.ils.is Á myndinni sjást seljendur Þórðarhöfða, þau Ingva Sigfússon og Arnrúnu Antonsdóttur ásamt Guðmundi Guðlaugssyni sveitarstjóra, sitjandi en standandi fyrir aftan eru þau Gunnar Bragi Sveinsson, formaður Byggðaráðs, María Björk Ingvadóttir, fristundastjóri og Gréta Sjöfn Guðmundsdóttir, forseti sveitarstjórnar. Fjögurra ára gömul hugmynd að líta dagsins Ijós_ Hús frítímans færist nær Þriðjudaginn 5. júní var skrifað undir samning milli eigenda verslunarinnar Þórðarhöfða og sveitarfélagsins Skagafjarðar um kaup á húsnæði að Sæmundargötu 7 og 7a. Ætlunin er að búa til “Hús frítímans”. Með þessum gjörningi á að færa alla tómstundastarfsemi barna, unglinga, ungs fólks og eldri borgara undir sama þak og brjóta þannig niður múra milli kynslóða en um leið auka afþreyingarmöguleika þessara hópa í sveitarfélaginu. - Húsi Frítímans er ætlað að vera menningarmiðstöð fólks á öllum aldri, vímulaus afþreyinga-og tómstundastaður í Sveitarfélaginu Skagafirði, segir María Björk Ingvadóttir ífístundastjóri Skagaíjarðar. Hugmyndin á sér fjögurra ára meðgöngu og var á sínurn tíma skipaður starfshópur sem í sátu fulltrúar allra þeirra aldurshópa sem ætlunin er að eigi þarna samastað. Hópurinn vann mikilvæga undirbúningsvinnu sem nú nýtist þegar það skref er stigið að kaupa hús undir starfsemina. í Húsi ffítímans á að leggja mikla áherslu á að draga ffam styrkleika samfélagsins til þess að efla ff ístundastarf. Þar inni er ætlunin að verði félagsaðstaða eldri borgara, félagsmiðstöð fyrir 5. til 10. bekk grunnskóla. Aðstaðan yrði þá flutt úr Árskóla í þeirri mynd sem hún er þar. Ungmennahús 16-25 ára, ffístundamiðstöð fólks með sterk tengsl við Nemendafélag Fjölbrautarskólans og Hóla- skóla, Svæðisvinnumiðlun Norðurlandsvestra.Farskólann, RKÍ, Björgunarsveitina, skátana, kirkjuna, lögregluna og ffjáls félagasamtök svo eitthvað sé nefnt. Möguleikar verða á æfinga- aðstöðu fyrir hljómsveitir, auk þess að boðið yrði uppá ffæðslu- efni, klúbbastarf og námskeið. Markmiðið er leynt og ljóst að efla forvarnir. „Við erum alls ekki að keppa við skemmtistaði bæjarins heldur koma með aðra valkosti því hér verður áfengis-, fikni- efna- og tóbakslaus staður þar sem fólk getur hist og skemmt sér saman í huggulegri stemningu og öruggu og uppbyggilegu umhverfi. Hugmyndin er sú að eldra fólk geti miðlað reynslu sinni og ffóðleik til þess yngra og það sömuleiðis miðlað sínum ffóðleik til baka”, segir María Björk. Atvinnu- og ferðamálanefnd Skagaljarðar Leggja til að allur byggda- kvoti fari í Hofsós Á fundi Atvinnu- og ferðamálamálanefndar Skagafjarðar sl. mánudag var tekið var fyrir erindi frá Byggðaráði um úthlutun byggðakvóta f Skagafirði. Samþykkt var tillaga til sjávarútvegsráðuneytisins um að allur úthlutaður byggðakvóti til byggðarlaga í Sveitarfélaginu Skagafirði, samtals 222 tonn, í þorskígildum talið, verði bundinn skilyrðum um löndun og samkomulag við fiskvinnslustöð staðsettri og með lögheimili í byggðalaginu Hofsósi Víkingahátíð á Sauðárkróki verður sett 13. júní 120 víkingar á leiðinni Víkingahátíð á Sauðárkróki var haldin í fyrsta sinn síóast liðið sumar en það er veitingamaðurinn Jón Dan sem stendur fyrir hátíðinni. - Hátíðin í fyrra tókst mjög vel og var skemmtileg og því vil ég endilega halda þessu áfram., segir víkingurinn Jón Dan. Hátíðin byggir á fornum hefðum og hingað kemur handverksfólk með sínar vörur og setja upp markað auk þess sem bardagamennirnir verða á sínum stað. Og síðan til þess að sjá til þess að engum leiðist munu skemmtikraftar stíga á stokk. Hátíðin verður haldin á Flæðunum við sundlaugina. -Til þess að aðlaga hátíðina að allri fjölskyldunni ætlum við að bjóða upp á Víkingaskóla fyrir yngri kynslóðina þar sem þau fá innsýn í leiki, bardaga og líf jafnaldra sinna á víkingatímum, segir Jón Dan. í för með víkingunum verður Michael Black sem er írskur tónlistamaður sem getið hefur sér gott orð í heimalandi sínu en hann mun troða upp á Kaffi Krók og er rneira svona fýrir pabbana og mömmurnar. Um 120 víkingar alls staðar að úr Evrópu hafa boðað komu sína og má gera ráð fyrir mikilli skemmtun á Flæðunum á næstunni. Svæðið verður opið frá kl. 16-21 báða dagana sem hátíðin stendur. Gestir rúmlega 100 fyrsta sýningardaginn Sýning opnuð í Selasetrinu Annar áfangi Selaseturs íslands var opnaður sunnudaginn 3. júní. Urn er að ræða sýningu þar sem reynt verður að virkja sem flest skilningarvit sýningargesta, með bæði hljóð og mynd. Meðal þess sem hægt er að sjá á sýningunni er neðansjávarherbergi, uppstillingar úr sellátri og fuglabjargi. Setrið er opið rnilli kl. 9-18 alla daga yfir sumarmánuðina. VIÐ BÓNUM OG RÆSTUM! Daglegar ræstingar og reglubundið viðhald á bóni í fyrirtækjum og stofnunum Hringdu núna eða sendu tölvupóst Sími: 893 3979 * Netfang: siffo@hive.is Aðalgötu 24,550 Sauðárkrókur:: Sími 453 5519 :: Fax 453 6019 —LTengitl chj3— Canon PowerShot Bílaviðgerðir

x

Feykir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Feykir
https://timarit.is/publication/1151

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.